Vikan


Vikan - 21.06.1962, Blaðsíða 31

Vikan - 21.06.1962, Blaðsíða 31
Ég undirritaður óska hér með eftir að gerast áskrifandi að Búnaðarblaðinu frá og með 1962. □ Greiðsla fylgir □ Sendið póstkriifu ..Nafn’.. Heimilisfang Áskriftarverð kr. 150,00. Áskrift sendist í pósthólf 149, Reykjavík. að krefjast þess stöðugt að vera veit- andinn, gætirðu reynt að láta þér til hugar koma að hún hefði líka eitthvað að gefa; þú hefðir getað reynt að skilja hana, en hvernig ætti ég að geta .... “ „Þú ert kvæntur, er ekki svo, Jean minn góður?" „Jú,“ svaraði Bernard, og brá nokkuð. „Og konan þin ann þér og matar þig. Og þú yfirgefur hana ekki, enda þótt hún þreyti þig.“ „Þú virðist hafa aflað þér greina- góðra upplýsinga." „Og þú yfirgefur hana ekki af þeirri ástæðu, sem þú kallar meðaumkun, er það ekki rétt?“ „Það kemur þér ekki við. Það eru þínar aðstæður, sem við erum að raeða," sagði Bernard. „Ég er að tala um ástina,“ sagði Alan. „Við verðum því að gera okk- ur dagamun. Barþjónn ....“ „Hættu að drekka," sagði Josée lágri röddu. Henni leið illa. Það var satt að hún hafði látið Alan mata sig á ást, hafði fundið í því einhvern lífstilgang — eða ráð til að drepa timann, hugsaði hún í laumi. Það var líka satt að hún var orðin leið á því, að hún vildi ekki lengur láta mata sig þannig, eins og Aian orðaði það. Hann hélt áfram. „Og svo ertu orðinn leiður á kon- unni þinni, Jean minn góður. Endur íyrir löngu varst Þú ástfanginn af henni, eða Þú hélzt það að minnsta kosti, og hún lét til leiðast við þig og þið lékuð saman viðkvæmnislegan og hugljúfan tvíleik í sömu tóntegund. Því að fiðlur ykkar eru nákvæmlega samstilltar, það er að segja, báðar jafn lágt stilltar." „Kannski Það,“ sagði Bernard. Hann leit til' Josée og hvorugt Þeirra brosti. Þá stundina hefði hún viljað gefa hvað sem var til þess að geta unnað honum af heitri ástriðu, svo hún hefði Þar einhverja vörn gegn röksemdum Alans. Bernard virtist skilja hana, og roðnaði. „Hvað um Þig, Alan? Þú hefur unnað konu og eitrað lif hennar?“ „Jæja, það er Þó alltaf eitthvað. Heldurðu að hver sem væri hefði getað komið Þar í staðinn?" Þeir sneru sér að henni. Hún reis seinlega úr sæti. „Rökræður ykkar hafa mikil áhrif á mig. Haldið þeim áfram, þar sem þið virðizt hafa gersamlega gleymt því að ég komi þar við sögu. Ég ætla að koma mér í háttinn." Hún var horfin út úr barstofunnl áður en Þeir voru staðnir upp og náði samstundis í leigubíl. Hún nefndi bíl- stjóranum gistihús, sem hún hafði einhvern tíma heyrt getið. „Það er orðið áliðið,“ tautaði bíi- stjórinn og virtist vita hvað hann söng. „Alltof áliðið til þess að ganga til rekkju.“ „Já,“ samsinnti hún. „Alltof áliðið." Og allt í einu gerðist það, að hún sá sjálfa sig flýja á brott, 27 árá að aldri, í leigubíl, yfirgefa eiginmann sinn og segja í fyllstu alvöru; „Það er of seint“. Hún sagði við sjálfa sigj að hún mundi aldrei verða svo full- orðin að það eltist af henni að endur- leika atburði, setja þá á svið, horfa á sjálfa sig sem leikanda. Hún sagði við sjálfa sig að hún hefði átt að gráta i bílnum, eða komast öll í upp- nám í stað Þess að brjóta heilann um það, hvort bílstjórinn — en nafn hans stóð letrað á sætisbakið samkvæmt reglugerð — héti í rauninni Silvius Marcus. Það var ekki fyrr en hún hafði fest kaup á farmiða til Parísar, tann- bursta og tannsápu, og gengið svo frá að þetta yrði sent seinna um dag- inn — ekki fyrr en hún hnipraði sig saman í gistihússrekkjunni og dags- birtan gægðist varlega inn um glugg- ann í herberginu, sem hún hafði tekið leigt án nafns, að hún tók að skjálfa af kuldahrolli, þreytu og einmana- leik. Hún var orðin því vön að sofna við hlið Alans, og þá hálfu klukku- stund, sem það tók hana að festa blund leit hún á ævi sína sem eitt samfellt slys. MORGUNNINN var svalur og hress- andi. Þegar Josée kom út sá hún ákaflega eftir því að hafa heitið Alan að hitta hann; hún hefði ólíkt heldur kosið að sitja um stund úti fyrir Deux Magots eðp Flore, heilsa upp á gamla kunningja, tala um tóman hégóma og drekka tómatsafa eins og hún var vön. Að fara að heimsækja Alan í gistihúsinu virtist álíka kjánalegt og atriði úr bandarískri kvikmynd og ekki i neinu sambandi við loftið, sem hún andaði að sér eða hæg skref- in, Þegar hún rölti eftir Boulevard Saint-Germain i ró og spekt og virð- ingu fyrir umferðarljósunum. Hún hélt sem leið lá til Place Vendome, spurðist fyrir um herbergi Alans, og varð þá fyrst meðvitandi um sjálfa sig, um Alan, sig og hann, þegar hún opnaði herbergisdyrnar. Hann lá í rekkju, nakinn að ofan með gamlan, rauðan trefil um háls- inn. Morgunverðarbakkinn lá ofan á ábreiðunni til fóta, og hún hugsaði sem svo .meJS nokkurri gremju, að Alan hefði að minnstá kosti getað látið lita svo út sem hann byggist við henni. Því að hún hafði yfirgefið hann ótilneydd samkvæmt eigin ákvörðun, og heimsótti hann eingöngu til að gera út um skilnaðinn. Það virtist gagnstætt eðli slíkra viðræðna að taka svo fáklæddur á móti henni. „Þú lítur dásamlega út,“ sagði hann. „Fáðu þér sæti.“ Þarna var einungis óþægilegur armstóll og hún varð annaðhvort að sitja bein og stjörf á brún setunnar eða eiga á hættu að missa jafnvægið. Hún settist bein og stjörf. „Það er eins gott að þú skulir hvorki haida á hatti né tösku,“ mælti hann glettnislega, „annars hefði ég getað haldið að þú værir erindreki einhvers mannúðarfélags og komin til að biðja mig um að láta eitthvað af hendi rakna við fátæka." „Ég er komin til að biðja um skiln- að,“ svaraði hún þurrlega. Hann rak upp hlátur. „Þú þarft ekki að setja upp þennan illskusvip samt sem áður. Þú ert .... þú ert eins og krakki. Auðvitað hef- urðu aldrei vaxið upp úr krakka- skapnum; hann heldur sig við þlið þér eins og skuggi, hljóður, hlédræg- ur og hæverskur sem væri hann Þitt annað sjálf.“ Hún andvarpaði. Það var þýðingar- laust að tala við hann. Hún átti ekki um annað að velja en halda á þrott, Engu að síður olli léttúðarhjal Allans, bros hans, henni nokkrum áhyggjum. „Stattu upp af þessum armstól og komdu hingað,“ sagði hann. „Ertu hrædd?“ „Hrædd við hvað?“ Hún settist á rekkjustokkinn. Þau voru mjög nálægt hvort öðru, og hún sá svipdrætti hans mildast smámsam- an, augu hans verða rök. Hann rétti út arminn, tók um hönd henni og lagði lófa hennar í fellingu á ábreið- unni. „Ég þrái þig,“ sagði hann. „Þú veizt það.“ „Það er ekki aðalatriðið, Alan.“ Rauði trefillinrt kom við andlit henni; hann dró hana nær sér og hið eina sem hún greindi var hvítt lakið og sólbrúnn háls hans. „Ég þrái þig,“ endurtók hann. „En, hlustaðu nú á mig. Ég er al- klædd og snyrt. Ég næ varla andan- um. Ákefð Þín er ákaflega hrífandi, en ég verð að fá að tala við Þig.“ Þrátt fyrir allt vissi hún ekki fyrr en hún var ósjálfrátt farin að taka sinn venjulega þátt í atlotunum, og andardráttur hennar varð örari þegar hann lagðist að henni og fór að fást við pilsið hennar óþolinmóðum hönd- um. Hún lét loks til leiðast, spurði sjálfa sig hvort hún væri að leita svefns eftir leiða andvökunótt eða hvort það væri löngun líkama sins eftir að kenna karlmannslíkama aft- ur. Andartaki síðar lágu þau bæði nakin í rekkjunni, gripin ofsa og ákefð, bráð þeirrar holdlegu imynd- unar sem ástin getur á stundum orð- ið, furðuðu sig á því með tár í aug- um hvað hefði getað aðskilið þau svo lengi, lögðu eyrun við dyn blóðsins í VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.