Vikan - 21.06.1962, Blaðsíða 28
„HEVEUA-sporfpeysan“
HEVELLA er nýtt undraefni,
sem eftir sérstaka meðhöndl-
un lítur út eins og rúskinn.
HEVELLA-efnið er létt,
lipurt í hreinsun og meðferð.
HEVELLA er sportpeysan
í ár.
Fæst á eftirtöldum stöðum í
Reykjavík:
SÍS, Austurstræti 10
Gefjun-Iðunn, Kirkjustræti
8-10
KRON, Skólavörðustíg 12
4
'hUPftar
Hrútsmerhfiö (21. marz—20. apr.): Þetta verður
þægileg vika í flesta staði, nema hvað ýmislegt
virðist benda til Þess að laugardagurinn eða
sunnudagurinn verði dálítið varasamur, líklega
hvað allar fínni tilfinningar snertir. Þú færð
skemmtilega heimsókn í vikunni' en um leið er hætt við að
einhver misskilningur verði til þess að þessi heimsókn dragi
dilk á eftir sér.
Nautsmerlúð■ (21. apr.—21. maí): 1 þessari viku
skaltu fara mjög varlega með peningana, því að
von bráðar muntu þarfnast þeirra mjög óvænt.
Þú hefur mikil áform á prjónunum, og er gott til
þess að vita, en liklega hugsar Þú ekki nægilega
mikið um lok þessa máls — líklegt er að þetta endi allt öðru
vísi en þú gerir ráð fyrir nú. Heillatala 6.
______ TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Þú færð
skemmtileg verkefni að glíma við í vikunni, en
líklega getur þú ekki lokið því á jafnskömmum
tíma og þú varst beðinn um, en þú getur vissulega
ekki kennt sjálfum þér um. Á vinnustað bætist
persóna í hópinn, sem í fyrstu á dálítið erfitt með að sam-
lagast vinnufélögum sínum.
KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): Þetta verður
vika, sem svipar mjög til viku, sem þú hefur lifað
áður á þessu ári, jafnvel i smáatriðum. I þessari
viku kemur til þín maður og biður þig að hjálpa
sér. Það skaltu umfram allt gera, ef þú sérð að
hann vill öllum vel með þessu athæfi sínu. Talan 8 virðist
skipta þig afar miklu i vikunni. Heillatala 15.
LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Það verður ein-
hver breyting á högum þínum I þessari viku, og
ræður þú sjálfur, hvort hún verður til batnaðar
eða ekki. Eff þú lætur ekki stjórnast af eintómri
eigingirni fer þetta allt vel. Þú áttir von á ein-
hverri sendingu í vikunni, en líklega verður einhver bið á
þeirri sendingu. Helgin er vel fallin til ferðalaga.
MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Þú hefur ekki
stundað vinnu þína af nógu miklu kappi undan-
farið, og verður að verða breyting á því, ef ekki á
að fara illa. Eitt áhugamál þitt hefur átt hug þinn
allan til þessa, en Þótt hollt sé að eiga sér áhuga-
mál, má það ekki bitna á skyldustörfunum. Það fer ekki allt
of vel á með þér og einum í fjölskyldunni þessa dagana.
Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.ý: Þetta verður
fremur viðburðalítil vika í flesta staði, nema hvað
líkur eru á lífi og fjöri, ef um er að ræða búferla-
_____skipti, og ef svo er, mun þér verða komið þægi-
lega á óvart. Einhver kemur til þín og leitar ráða,
en þú skalt ekki gefa nein ráð, nema þú sért sannfærður um,
að þú hafir gott vit á þessu máli. Heillal. rauðleitt og gult.
DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú hefur lengi
átt von á einhverju, og þá ekki sízt I þessari viku,
en láttu þér samt ekki bregða, þótt einhver bið
verði á því enn. Það mun lögð fyrir þig þraut,
líklega um helgina, og þótt Þú standist hana ekki
að öllu leyti, muntu samt standast hana betur en bæði þú og
aðrir höfðu þorað að vona.
BogmannsmerkiÖ (23. nóv,—21. des.): Ýmislegt
bendir til þess, að þetta verði þægileg vika fyrir
þig, en þó ríður á að þú haldir á spöðunum, til
þess að svo megi verða. Náinn ættingi þinn veld-
ur þér einhverjum vonbrigðum, en ef þú athugar
atferli hans nánar, þá sérðu, að líklega hefðir þú sjálfur
hagað þér nákvæmlega eins í hans sporum.
Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þú munt eiga
mjög annríkt I þessari viku, ekki sízt ef þú heldur
áfram að vinna að þessu nýja áhugamáli, sem þú
eignaðist í siðustu viku. Því miður ber nú allt of
mikið á galla í fari þínu, sem allir héldu að þú
hefðir fyrir löngu sigrazt á. Heillatala 6.
Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þessi vika
verður svo allt öðruvisi en þig hafði órað fyrir, og
ekki þarftu að kvíða því að hún verði leiðinleg.
Þú hefur beðið í mikilli óvissu undanfarið, en
einmitt nú fæst úr þessu skorið, svo um munar.
Þú ferð líklega í stutt ferðalag, sem kannski verður enn
styttra en þig óraði fyrir.
Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Það er hætt
við því að gleymska þín eigi eftir að koma þér
undarlega í koll I þessari viku, og þótt það atvik,
sem gleymska þin leiðir af sér, verði ef til vill
fremur leiðinlegt, verða endalok þessa máls mjög
nýstárleg og jafnvel skemmtileg. Einn hæfileiki þinn fær
sérstaklega að njóta sin í vikunni.
Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags.
ar:
iJ
Fataverksmiðjan Hekla, Akureyri.