Vikan


Vikan - 21.06.1962, Blaðsíða 11

Vikan - 21.06.1962, Blaðsíða 11
kt> 1' V > V & aí 0>° ,»e atl -io4- vVi’“5‘ M ors’óK 98® ____„aisla«su aUS*, Yiinni UPP^'J °4öJafnframt mark;lð sjáift: 'VVV(, \* ^ íð' 'Vö V ***** „ A? 6»^ sameiningin " «u % *<* * ’ e-Þ ^?e <sl. V. a A d <s>. .s* «d % <SV % Steinunn S. Briem. í lífinu, sem annars kann að virðast flókið og torskilið, jafnvel óréttlátt. 1: Tilvera hins yfirskilvitlega raunveruleika, sem við getum nefnt alheimsvitund, hið algjöra, Guð eða hvað annað, sem okkur þöknast, og að innsti kjarni okkar sjálfra sé eitt með þessari vitund. 2: Lögmál endurfæðingarinnar. Sú kenning, að sálin eða æðra sjálfið taki á sig mörg gervi í heimi efnisins og þessi gervi þrosk- ist smám saman til fullkomnunar líf eftir líf samkvæmt lögmáli framþróunarinnar, unz æðra sjálf og lægra sjálf sameinist og verði eitt. Það virðist augljóst, að enginn maður geti náð guð- legri fullkomnun í einu stuttu lífi hér á jörð, enda eru mennirnir misjafnir að þroska og getu. En ef við hugsum okkur þá sem gervi eða starfstæki sálarinnar í jarðneska heiminum, sjáum við fljótt, að sumar sálir hafa náð betri stjóm á verkfærum sínum en aðrar, og stöku sinnum virðist æðra sjálfið skína ó- hindrað gegnum efnisumbúðir sínar, eins og t. d. hjá slíkum guðmennum sem Jesú Kristi, Gautama Buddha og Sri Krishna, að fáein dæmi séu tekin. 3: Lögmál orsaka og afleiðinga eða karmalögmálið. Þetta lög- mál rikir í efnisheiminum, og hvers vegna skyldi það ekki ríkja jafnt á öðrum sviðum tilverunnar? Ef við rekum höndina inn í eld, brennum við okkur, og ef við áipumst áfram og æðum á hvað, sem fyrir verður, meiðum við okkur fyrr eða síðar. Og á því lærum við. Á sama hátt lærum við af mistökum okkar og glappaskotum að þekkja muninn á réttu og röngu. Meðan við reynum ekki að kynna okkur þau lögmál, sem stjórna til- verunni, eigum við sífellt á hættu að brjóta gegn þeim og upp- skera þannig ónotalegar afleiðingar. Ef við förum inn í verk- smiðju, þar sem fullt er af vélum í gangi, er okkur voðinn vís, ef við tökum ekkert tillit til þess, hvernig þær starfa, heldur æðum á hvað sem fyrir verður og fálmum í forvitni eftir öllu því, sem okkur finnst nýstárlegt. Við getum auðvitað kallað það hróplegt ranglæti, ef svo kynni að fara, að við misstum framan af hendinni við að reka hana inn í einhverja vélina. Eins getum við kallað það reiði Guðs eða ranglæti örlaganna, þegar afleiðingarnar af okkar eigin axarsköftum í lífinu dynja yfir okkur. En ef við lærum að umgangast vélamar og nota þær á réttan hátt með því að hlýða lögmálum þeirra, getum við stjóm- að þeim og fengið þær til að vinna fyrir okkur. Þannig verðum við að læra að þekkja lögmál tilverunnar og hlýða þeim, því að það er þá fyrst, þegar við þekkjum þau og högum okkur í samræmi við þau, að við getum farið að stjórna þeim. Til er gamail, spænskur málsháttur, sem hljóðar svo: „Guð sagði við manninn: Taktu það, sem þú vilt — og borgaðu fyrir það“. Ef við viljum afla okkur æðri þekkingar og öðlast beina, persónulega reynslu í dulvísindum og yfirskilvitlegum fyrirbær- um, verðum við að greiða gjaldið, sem upp er sett. Braut yogans hefur aldrei verið talin auðveld, en ef við viljum stytta okkur leið og leggja beint á brattann, verðum við að taka afleiðing- unum. Það eru til margar greinar af yoga, því að mennirnir eru hver öðrum ólíkir og sú braut, sem einum hæfir bezt, þarf ekki endilega að eiga við alla. En yoga er samheiti yfir allar þær leiðir, sem liggja að miðdepli tilverunnar, hinni upphafslausu orsök alls; og jafnframt markið sjálft: sameiningin við allífið, hið máttuga afl, er mennirnir hafa nefnt Guð. (Framhald í næsta blaði). YIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.