Vikan


Vikan - 13.09.1962, Page 3

Vikan - 13.09.1962, Page 3
Þannig hugsar teiknarinn sér að athafnasvið froskmanna á sjávar- botni muni líta út áður en langt um líður. Og hver veit? hjálpartæki til umráða, eins og ljósmynda- og kvikmyndatökuvélar, sem koma þeim að sjálfsögðu í góðar þarfir við öflun heimilda þar niðri — og loks eru það djúpsleðarnir — litlir sleðar, knúnir vatnsþétt- um hreyflum, sem froskmennirnir liggja á eins og krakkar á „maga- sleða“, og geta stýrt bæði upp og niður og á hlið. Bera sleðar þessír þá ekki einungis mun hraðara um djúpin en þeir geta synt með hreifum sínum, heldur draga þeir og til muna úr súrefnisþörf frosk- mannsins, þar sem þeir spara honum áreynsluna, og getur hann því verið mun lengur í kafi en ella. Sá er þó galli á, að talið er að frosk- Ljósmyndavél, ætluð til myndatöku á liafsbotni. maðurinn þoli ekki, líkamans vegna, nema tveggja „hnúta“ hraða þeg- ar hann kemur niður á verulegt dýpi, og er því í ráði að smíða þeim eins konar tveggja manna „kafbáta“, til ferða þar. Þá telja þeir, sem sérfróðastir eru á þessu sviði, ekkert því til fyrirstöðu að sökkt verði kútum með „blönduðu“ lofti niður á athafnasvæði froskmanns- ins svo hann gæti tengt við þá önd- unarslöngur sínar, en þá mundi hon- um fært að dveljast á botni svo klukku- stundum skipti. Þeir telja og tæknilega fært að koma þar fyrir eins konar ,matsölum“ með vatnslokum, eins og Framhald á bls. 41. Singer Vogue hefur yfir sér viröulegan svip lúxusbíla og er brezkur „fram í fingurgóma“. j Bílaprófun FÍB | og VIKUNNAR Skoðunina framkvæmdi Páll Friðriksson, bílaeftirlitsmaður. SINGER VOGUE Er 4 dyra 5 manna enskur fólksbíll, sérlega vandaður og vel frá genginn að öllu leyti. Að inn- an er hann rúmgóður og bjartur og útsýni gott. Afturrúðan er stór og bogin fram á við i horn- unum að neðan. Ágætt pláss er fyrir 3 aftur í og 2 fram í. Fram- sætið er heilt þvert yfir með þægilegum armhvílipúða í miðju og færanlegt fram og aftur. Fót- rými er gott í aftursæti, en nokk- uð þvingað í framsæti einkum fyrir ökumann þar sem gírkass- inn er stór og fyrirferðarmikill og hryggur sem byggður er yfir hann tekur mikið pláss úr framgólfi. Pedalar eru einnig fullhátt frá gólfi. Mælaborðið er laglegt, hnotuviðar- klætt að framan og bólstrað að ofan. Kostur er að í bílnum eru mælar bæði fyrir hleðslu og útleiðslu (ampermælir) og olíuþrýstimælir, en ekki aðvörunarljós fyrir þetta hvort tveggja eins og er í flestum bilum nú til dags. Einnig eru hraða-, hita- og benzínmælir og aðvörunar- ljós er sýnir er búi geisli framljósa er á og annað er sýnir stefnuljós. Stefnuljósarofi hefur sjálfvirkan af- slátt. Á öllum hurðum að innan er hnotuviðarlisti samskonar og er framan á mælaborði. Hurðarlæsing- ar eru góðar og hurðarhúnar þægi- legir. Öryggislæsingar eru á hurð-1' unum sem hægt er með einu hand- taki að setja á, þannig að börn geti ekki opnað hurðirnar innan frá. Armhvílipúðar eru aðeins á aftur- en ekki framhurðum. Rúðuþurrkur eru rafmagnsdrifnar en aðeins einn hraði. Miðstöð er stór og hitar prýðilega. Farangursrýmið er helzt til lítið þar sem benzíngeyminum er fyrir komið fremst í því og tekur hann mikið pláss. Benzínáfyllingin er á góðum stað utan á vinstri hlið bíls- ins. Framhald á bls. 42. Þverskurður af Singer Vogue. Hitstjórn og .augiýsingar: Skiþholh 33, Sitnar: 35320. 35321, 35322, 35323. PóstKólf 149, Afgreið.'díi'og drttifíng: Blaðailreifing, l.auguvegi 133, sitni 36720. Dreifingnrstjóri óskiir Karls- son. Virð í lausasöiu kr. 15. Askrift- arverð er 200 kr, ársþriðjungslegíi, grciðíst fyrirfrarn. Prentun: Iiilmir h.f. MyiKlamóí: Rafgraf h.f. Útgefandí: Hílmir h.f. ICitstjóri: Gísli Bigurðsson (ábm.) Framkvæmdastjóri: Hilmar A. KrÍHtjánsson. í tilefni af því að Vikan hefur verið á ferð við Mý- IjiK Al&J " vatn, birtum við forsíðumynd þaðan. Staðurinn heitir Geiteyjarströnd og er við austanvert vatnið. Gömlu mennirnir eru bræður, fæddir og uppaldir á þessum stað og hafa átt þar heima alla ævi. Einn þeirra hafði komið suður, en hinir höfðu ekki gert víðreist. Þeir eru 74 ára, 79 og 81 árs gamlir, virðulegir fulltrúar gömlu kynslóðarinnar í einu sveitinni á Islandi þar sem ungt fólk ílendist að ráði. / Við segjum betur frá Mývatnssveit aftur í blaðinu. í næsta blaði verður m. a.: • Við byrjum á nýrri og glæsilegri verðlaunagetraun. Verð- launin eru NSU Prins 4, 1963 módel, fimm manna bifreið að verðmæti kr. 117 þúsund. Þessi getraun verður í 10 blöð- um eins og Volkswagengetraunin. Fylgizt með getrauninni frá byrjun og vinnið Prinzinn. Hann er einhver fallegasti bíll, sem hingað hefur verið fluttur. • Verður ódýrasta rafmagn í heimi framleitt í Þjórsárdal? Vikan hefur brugðið sér að Búrfelli í Þjórsárdal þar sem rannsóknir fyrir stórvirkjun hafa staðið yfir. Grein og myndir. • Aprílrósir. — Smásaga eftir Guðnýju Sigurðardóttur. • Hver er normal? — Mjög athyglisverð grein um sálkreppur og sálgreiningu eftir dr. Matthías Jónasson. • Sá eini rétti. — Smásaga. • Er nútímakonan á glapstigum? — Grein. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.