Vikan


Vikan - 13.09.1962, Síða 11

Vikan - 13.09.1962, Síða 11
ÞAÐ REIÐ Á AÐ OPNA HÓLFIÐ ÁÐUR EN MORGUNN- INN RYNNI UPP, ANNARS YAR YOÐINN VÍS ... Smásaga eftir GERALD KERSH. Þér eruð glöggur, herra minn, mjög glöggur, ef þér þekkið mig af þessum myndum, sem öðru hverju birtust í dagblöðunum á árunum í kring- um 1947. Ég verð að gera ráð fyrir, að ég hafi breytzt töluvert á þessum árum, en ég er nú samt Peter Perfrement, sem á sínum tíma var aðlaður fyrir rannsóknir á sviði atomvísinda. í þetta sinn hef ég ekkert á móti því að þekkjast, því að annars gætuð þér haldið, að ég væri ' strokufangi eða jafnvel geðveikisjúklingur. Ég ætla nefnilega að fara fram á það við yður, á nieðan við sitjum hér í þessu skuggsæla horni, að þér hafið yðar breiða bak á milli mín og dyr- anna. Ef þér hafið gætur á speglinum hérna fyr- ir ofan mig, líður ekki á löngu áður en hann sýnir yður tvo náunga koma inn í þennan nota- lega litla bar. Þeir munu vera að svipast um eftir mér. Af svipbrigðalausum andlitum þeirra munuð þér geta ráðið, að þeir eru frá leynilög- reglunni. Auðvitað munu þeir fljótlega koma auga á mig, og þá munu þeir keppast um að segja: „Nei, Sir Peter, það var skemmtileg tilviljun að hitta yður hér!“ En brátt munu þeir ganga hreint til verks og taka mig með sér út. Það er nú orðið ein af þeim fáu skemmtunum, sem ég get notið á mínum efri árum, að fela mig fyrir þess- um tveimur mönnum. Einu sinni fór ég ofan í þvottakörfu. í kvöld fór ég í vinnuföt utan yf- ir kvöldfatnaðinn minn og fór á hljómleika. Ég ætla að fara aftur í stofnunina eftir að ég hef notið kvöldsins, en öðru hverju verður maður að ráða sér sjálfur. Ég get reyndar engum nema sjálfum mér uin kennt, þó að ég verði fyrir nokkrum óþægindum núna upp á síðkastið. Ég dró mig til baka fyrir fullt og allt 1950, eða það var að minnsta kosti ætlun mín. Þá var gerð atomsprengna, eins og þeirrar, sem við köstuð- 1 um á Hirosima, ekkert leyndarmál lengur, og dagsverki mínu virtist vera lokið. Já, ég dró mig því til baka og settist að í litlu skemmtilegu húsi við Cap des Pesses, rétt við þennan leiðinda sumardvalarstað Les Sable des Fesses í Suður Frakklandi. Ég var ákveðinn að eyða því, sem eftir væri ævinnar þarna og kom mér upp bókasafni og sæmilegri rannsóknar- stofu. Ég fór á allar hljómleikahátíðir, drakk vínglas á hverju útiveitingahúsi, sem mér leizt vel á hverju sinni og hélt áfram vís- indalegu einvígi mínu við doctor Franken- burg. Þessi bardagi okkar Frankenburg var nú varla harðari en einvígi við taflborðið, en hann var um frumefnið fluorine. Ég geri ráð fyrir að þér skiljið blessunarlega lítið í æðri stærðfræði, en kannski hefur yður ver- ið sagt eitthvað um eðli fluorine í skólanum. Það er nefnilega vandræðabarn frumefnanna. Ég held því fram, að fluorine líkist að skapferli, ef svo mætti að orði komast, prima- donnu, en hafi þar að auki greinilegt afbrota- eðli. Það er ekki hægt að halda því hreinu. Það hefur áráttu til að sameinast næstum öllum öðrum efnum, og spillir þeim þá venju- lega. Nú hafði ég komið fram með kenn- ingu, sem aðeins er hægt að skýra fyrir leik- manni á þann veg, að kalla hana tamið fluo- rine — fluorine vanið og beizlað. Doctor Frankenburg, sem eyðir frístundunum við að lesa myndablöð, var vanur að mótmæla þessu með því að segja, að það væri alveg eins hægt að ímynda sér Denna dæmalausa sem heim- ilisföður. Ég hélt nú samt sem áður áfram að rannsaka þetta, alveg í rólegheitum, ekk- ert lá á og enginn rak á eftir mér, og hjálp- aði það mér, að ég hafði aðgang að reiknings- heilanum í Assigny. Einn góðan veðurdag kom svo í ljós, að ég hafði búið til efni, sem ég ætla að kalla fluorine 80 + . Ég á ekki við, að ég hafi aðeins búið til uppskriftina. Eðli efnisins, eftir að það var fundið, gerði það næstum hlægilega auð- velt í framleiðslu. Ég bjó því til svolítið af því og gerði úr því litla plötu sem leit út eins og gulleitt, hart matarlím. En þetta lím- kennda efni bar í sér meiri orku en atom- sprengjan. Bar í sér, takið eftir því, mögu- leikinn var fyrir hendi. En þarna sem það lá í hendi minni, var fluorine 80+ alveg dautt. Það mátti berja það með hamri eða brenna það, og ekkert mundi koma fyrir. En við vissar kringumstæður •— kringumstæður, sem mér fannst þá ólíklegt að ættu eftir að skapast — gat þetta litla stykki orðið ólýsan- lega skelfilegt, svo hræðilegt, að það ¥ar langt fyrir utan allan hugsanlegan útreikn- ing. Vasabókina, sem ég hafði skrifað aðferð- ina í, vafði ég innan í pappír með það fyrir augum, að setja hana í bankahólfið í Banque Maritime des Sables des Fesses. Flourine- plötuna setti ég milli tveggja pappaspjalda, vafði þau einnig inn í pappír og stakk í vas- ann. Ég átti nefnilega vin inni í borginni, sem ég drakk oft te hjá, og hann hafði ganv- an af öllu skrýtnu og skemmtilegu. Svo mik- ið flón var ég, að ég æflaði að gera mér það til gamans að sýna honum plötuna og segja honum að þessi sakleysislegi litli hlutur gæti komið slíkri sprengingu af stað, að jörðin tvístraðist í allar áttir á einu augnabliki — á sama tíma og það tæki eldspýtu að kveikja í púðri. Ég var í góðu skapi, þegar ég fór inn í borgina og fór fyrst í bankann með pakk- ann. Síðan keypti ég marmelaði og fleira með teinu og fór svo til doctor Raisin. Hann var líka einn af þeim, sem lokið hafði sínu dagsverki, en sú var tíðin að hann var þekktur arkitekt, sem hafði alls konar stálmannvirki sem sérgrein. „Hér er dálítið gott með teinu“, sagði ég og kastaði pakkan- um með fluorine 80+ á borðið. „Er það reyktur lax?“ spurði hann. Þá lagði ég marmelaðið á borðið, en sagði, að hitt væri ekki reyktur lax og hló um leið eins og asni. Hann andvarpaði. „Þú hefur augsýnilega komið við á Café de la Guerre Froide“, sagði hann og lyktaði af mér. „Nei, ég kem beint úr bankanum". „Nú,“ sagði hann, „þá eru þetta peningar. En hvað koma þeir mér við? Við skulum fá okkur te“. Ég sagði: „Ég fór ekki í bankann til þess að taka neitt út þar, Raisin. En ég lagði dá- lítið þangað inn“. „Engan leyndardóm, ef þér er sama. Hvað er þetta?“ „Það ‘, sagði ég, „er sönnun þess, að Frankenburg hafði rangt fyrir sér, en ég rétt, Raisin. Það, sem þú sérð þarna, er algjörlega fast fluorine 80+ , og þar að auki mjög hættu- legur hlutur, eða getur verið það“. Hann lét sér ekki bregða. „Er það ekki þannig, að atomsprengja springi, þegar visst magn af radioaktivu efni er fyrir hendi við vissar kringumstæður. Sama gildir kannski um þennan pakka, geri ég ráð fyrir?“ Ég svaraði: „Það má segja það. Ég hef hér nægilegt magn af fluorine 80+ til að eyða hverjum meðalhnetti“. Raisin sagði: „Fluorinesprengja eða svolít- ið af nitroglyserini — í mínum augum er eng- inn mismunur þar á“. Meðan hann áSll tei í bollana, spurði hann kæruleysislega: „Hvernig sprengirðu það? Væntanlega ekki með því að kasta því á borð?“ Ég svaraði: „Það er ekki hægt að sprengja það — nema við skilyrði, sem erfitt er að framkalla, og verða engum að notum þegar þau eru fyrir hendi. En það er hugsanlegt, að nota megi það til annars en tilgangslausra vopna.“ „Hugsanlegt og hugsanlegt! Áflogahana er hægt að nota til að gera úr kjúklingasúpu. En til hvers komstu annars með það hingað?" Það kom nú svolítið á mig. Þetta virtist ekki hafa mikil áhrif á Raisin. „Nú, hvorki þú né nokkur annar mun nokkurn tíma sjá fluorine 80+ aftur. Eftir fjórtán klukku- stundir mun þetta stykki hér hafa gufað upp, eða svo mundir þú sjálfsagt kalla það“. „Mundi ég kalla það? Hvað mundir þú kalla það?“ „Jú, sjáðu til“, skýrði ég út fyrir honum, „í rauninni er það að springa núna. Það gengur bara svona hægt fyrir sig. Ef að þessi sprenging ætti að vera eins og það, sem við eigum við með sprengingu, yrði hitastigið að vera yfir 60 stig á Fahrenheit í algjörlega loftþéttu hylki, sem væri að minnsta kosti tíu þúsund fet að rúmmáli. Við hæfilegan þrýst- ing við slíkar aðstæður mundi það springa. Til þess að slíkur þrýstingur gæti myndazt, Framhald á bls. 35. VIKAN XI

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.