Vikan


Vikan - 13.09.1962, Qupperneq 16

Vikan - 13.09.1962, Qupperneq 16
f fullri fllvoru Þeir pening-ar, sem inn koma fyrir sölu hlutabréfa, verði notaðir til lána í hús- bygging-ar, en þá eykst sementsnotkunin, og margir geta fengið lán til húsbygginga. Gísli Sigurbjörnsson: Almenning'Sililutafélösr Undanfarið hefur alloft verið ritað um almenningshlutafélög í blöð og timarit, og er það að vonum. Hér á landi er sá háttur á, að hlutafélög eru að mestu leyti eign fjölskyldna og nokkurra örfárra manna, enda hefur ekki verið unnt að greiða arð nema hverfandi lítið, sökum skattlaga, sem vart eiga sér annars stað- ar líka. Er því áhugi manna á stofnun hluta- félaga vfirleitt harla lítill. Þó var hér á árunum stofnað almenningshlutafé1ag. — Eimskipafélag fslands — og kevnti fiöldí manna bar hlutabréf. enda var félagið kallað óskaharn þjóðarinnar, en það eru mörg ár síðan. Mun vart vera um fleiri félög að ræða, sem hér hafa verið stofnuð, sem kalla mætti almenningshlutaféiög. En nú eru aðrir timar. Marga^ brevt- ingar eru þegar gerðar á skattalögunum. og ýmsar aðrar boðaðar. Allt er þetta til bess. að nýjar leiðir eru fyrir hendi, og fslendingar geta farið líkt að í bessum málum, um stofnun hlutafélaea. o-* aðrar þjóðir. Þess vegna er og umtal og skrif um almenningshlutafélög tímabært. Almenningshlutafélög eru í eðli sínu félög, sem stofnuð eru til þess að koma einhverju þióðþrifamáli fram, um leið og hagnaðarvon er nokkur. F.ru þvi sam- einuð tvö meginsiónarmið. framfara- og velferðarmál, og nokkur hagnaðarvon. Þó mun þjóðarmet.naður einnig hafa ráð- ið miklu, begar Sveinn Biörnsson. siðar forseti landsins. og félagar hans, stofnuðu Eimskipafélag fslands. Er líka hepnilegast. ef hægt væri að sameina betta allt. begar ráðizt verður í að stofna al’nonnin^shluta- félag hér á landi. Mun vonandi, áður en langt um líður eitthvert slíkt mál koma fram, sem þjóðin styður og sameinast um, eða eru nokkur slík mál á döfinni? Ríkið hefur tekið sér forvstuhlutverk um atvinnumál, enda eru allar aðstæður hér gjörólíkar því, sem er mað öðrum þjóðum. Þjóðin er fámenn, fiárhagsleg geta allflestra er lítil, og hún er stór- skuldug. Höfum við fengið meiri fiár- hagslega aðstoð og beinar gjafir, heldur en flestar eða allar þjóðir, ef miðað er við fólksfjölda. Eru þetta ömurlegar stað- reyndir, sem sjaldan eru nefndar, enda óvinsælt. Þó hefur einn af okkar færustu mönnum Thor Thors sendiherra, haft ein-i, urð til þess að nefna tölur í þessu sam-|^jj| bandi í ágætu erindi, er hann hélt fyrir alllöngu hér í útvarpið. Sementsverksmiðja var reist fyrir nokkrum árum af ríkinu, að sjálfsögðu að mestu fyrir lánsfé, og hefur kostað ná- lægt kr. 250.000.000, með núverandi gengi. Væri tilvalið að gera þetta fyrir- tæki að almenningseign með því að gera það að hlutafélagi, þó þannig, að meiri- hluti hlutafjárins væri í eigu ríkisins. Mætti hugsa sér, að gefa út hlutabréf fvrir kostnaðarverði verksmiðjunnar, og solia af þeim tæpan helming, eða kr. 100.000.000, og láta það fé óskipt renna til Húsnæðismálastofnunarinnar, sem hef- ur mikla börf fvrir það. Væri á þann hátt stuðlað pð frekari húsbyggingu og um leið aukin notkun á sementi. Hlutabréfin æt.tu að miðast við verð á sementi á hveri- nm t.’ma. bó bannig, að ef sementið lækk- ar. þá halda hlutabréfin sínu verði í krónum. Eru hlutabréfin því trygeð fvrir rýrnun neningaverðgildis, að vísu ekki með gulli. heldur með sementi. — Þá verður pð vera ákveðinn arður af þeim, sem er hægt. bar sem innkomið fé fvrir sölu hlutabréfanna er lánað Húsnæðis- málastiórninni með vöxtum og er bví trvegt að hæet sé að greiða hann. enda bótt rekstur Sementsverksmiðjunnar siáVrar gæti ekki gefið arð. Um þetta mál má að siálfsögðu ýmislevt '•krifa, en á þessu er hér vakin athvgli, þar sem lióst er, að ýmislegt barf að gera og er hægt að gera, til þess að glæða áhuga manna og skilning á viðfangsefn- um. s°m úrlausnar bíða, — almennings- hlutafélög eru eitt þeirra. Ef Sementsverksmiðjunni verður breytt í almenningshlutafélag, þá mun áhuei manna á rekstri hennar aukast, og væri það út af fyrir sig æskilegt. Hér er um eitthvert mesta fvrirtæki þjóðarinnar að ræða, og myndi áhugi og góðhugur þús- unda væntanlegra eigenda hlutabréfa víðs vegar í landinu áreiðanlega verða til góðs. Ef Sementsverksmiðjan yrði gerð að al- menningshlutafélagi, þá gerðist þetta: Menn gætu tryggt peninga sína með sementi - fengið af þeim árlega spari- sjóðsvexti — og ef vel gengur eitthvað meira, og um leið er tryggt, að þeir pen- ingar, sem inn koma fyrir sölu hlutabréfa, verði notaðir til lána í húsbyggingar, en þá eykst sementsnotkunin, og margir geta fengið lán til húsbygginga. -fc 16 VIKAN Starfræksla veitingastaða og áfengisnautn Mundi unnt að draga til muna úr því ó- fremdarástandi, sem nú er ríkjandi varðandi víndrykkju og drykkjusiði í landinu, og þá eink- um í sjálfri höfuðborginni, með breyttri tilhög- un á starfrækslu veitingastaða þeirra, er hafa vínsöluleyfi? Eftir nokkra athugun á málinu, virðist það ekki ólíklegt. Og víst er um það, að ástandið getur ekki versnað mikið úr þessu, svo ekki væri hundrað í hættunni, þótt nokkur tilraun væri gerð. Hætt er við, að margir, sem áhuga hafa á úr- bótum á þessu öngþveiti, reki upp stór augu, þegar þeir sjá því haldið fram, sem að minnsta kosti athugandi leið í því skyni, að lengja starf- rækslu áðurnefndra veitingastaða um tvær klukkustundir, þrjár nætur í viku. En —r væri það svo fjarstætt? Þar með er ekki átt við, að veitingastaðir þessir yrðu opn- ir lengur fram á nóttina en nú er, heldur ein- göngu, að þeir gestir, sem þangað eru komnir fyrir lokunartíma, fengju að sitja þar að drykkju til klukkan fjögur. Einnig að skemmtanir, sem þar er efnt til á vegum ýmissa félagasamtaka, fái að standa til að minnsta kosti sama tíma. Með því fyrirkomulagi væri ekki ólíklegt, að niður legðist sá hvimleiði vandræðasiður, að gestirnir „rotti sér saman" í smáhópa til að halda drykkjunni áfram í einkahíbýlum, þegar þeir verða að halda á brott af veitingastaðnum. Und- antekningalítið mundi þá hver um sig hafa slökkt þorstann nægilega í bili, halda til sins heima og fara að sofa. Þar með yrðu heimilin — ekki aðeins híbýlin, þar sem drykkjunni yrði annars haldið áfram, heldur og aðliggjandi hí- býli — friðuð að miklu eða öllu leyti fyrir þeim vandræðum, sem þau liggja nú undir, og flestir þekkja svo vel til, að óþarft er að lýsa. Þá er og næsta líklegt að drykkjusiðir gesta á veitingastaðnum sjálfum mundu gerbreytast. Eins og nú er, keppast þeir yfirleitt við að inn- byrða sem mest af áfengi þann stutta tíma, sem þeim er þar sætt. Ef þeir vissu fyrirfram, að þeir hefðu nægan tíma fyrir sér til að njóta veiganna, er að minnsta kosti sennilegt að þeir mundu fara hægar í sakirnar og því ekki verða eins fljótt ofurölvi. Gefur auga leið, að þá yrði annar og menningarlegri bragur á öllu fram- ferði gesta á slíkum stöðum, og væri sá árang- ur einn ekki svo lítils virði. Enn er það, að eins og nú er ástatt, skapar starfræksla veitingastaðanna, óvefengjanlega allt of traustan grundvöll undir leynivínsölu. Fæstir gestanna eiga vínbirgðir til að hverfa að heima, til þess að geta haldið áfram drykkj- unni, og þá er hringt til einhverra af þeirri stétt, sem ekki er ólíklegt að „eigi eitthvað“. Yrðu nefndar breytingar upp teknar, er því ekki ó- líklegt að verulega kynni að draga úr leynivín- sölunni, og hefði þá sannarlega mikið áunnizt. Það tjóar ekki að hamra á því sýknt og heil- agt, að eina ráðið við núverandi ófremdarástandi, sé að auka á hömlurnar. Séu hömlurnar ekki skynsamlegar, gera þær einungis illt verra. Eina hugsanlega ráðið er að leyta skynsamlegra leiða til úrbóta, og orfast í augu við staðreynd- jrnar, fordóma- o, ifstækislaust. Drómundur.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.