Vikan - 13.09.1962, Síða 20
Dahlt leit á armbandsúr sitt. í allt
að því klukkustund höfðu þeir leitað
staðsetningar, en árangurslaust.
,,Jæja, Carl?“
Dahl sá örvæntingarglóð kvikna í
augum félaga síns,. dula og uggvekj-
andi.
„Hamingjan góða“, mælti Prowse
að lokum. „Við erum stödd á svæði,
sem ekki fyrirfinnst á landabréfinu..“
FJÓRÐI KAFLI:
DAHL hafði skotið rjúpur með
hlauplöngu, 22 cal. marghleypunni, og
veitzt það auðveldara en hann hafði
búist við. Hann kunni að vísu vel með
byssu að fara, en allar veiðar og dráp
var honum andstyggð, hafði verið allt
frá þvi er hann sem drengur skaut
íkorna, eiginlega af forvitni,' og til
að sjá áhrif byssukúliinnar, og horfði
á hann í dauðateygjunum. Og jafnvel
í morgun, þegar þörfin knúði hann til
veiða, fann hann dauða rjúpunnar
vekja með sér sektartilfinningu.
Hann hristi höfuðið, rétt eins og
hann vildi freista að hrista af sér
sektina — en rjúpurnar höfðu vapp-
að noklcur skref undan, að því er
virtist flemtri slegnar, og síðan kúrt
sig niður af hræðslu og heimsku og
bóðið sig að skotmarki. Þetta höfðu
þær svo endurtekið í hvert skipti, sem
hann skaut, þangað til allur hópurinn
var fallinn. Þvi í ósköpunum höfðu
þær ekki einfaldlega hafið sig til flugs
og komið sér úr skotfæri?
nálgast, og hann varð að viðurkenna,
að brosið, sem hún heilsaði honum
með, yljaði honum innanbrjósts. En
um leið varð hann dálítið hissa, þegar
hann var allt í einu farinn að hug-
leiða hve hún myndi bera af öðrum
stúlkum, ef hún gengi um stórborg-
ar stræti, klædd samkvæmt nýjustu
tízku; það var áreiðanlegt, að þá
mundi margur maðurinn líta um öxl
á eftir henni, til þess að mega njóta
andartaki lengur glæsileiks hennar og
yndisþokka og muna eirrautt hárið,
bjart hörundið og heiðríkan svipinn,
þótt hið mjúka form andlitsins sam-
svaraði ef til vill ekki ströngustu
kröfum hins kalda og listræna fegurð-
arnrats.
„Hafðirðu heppnina með þér, Lin-
coln?“
„Ég var að minnsta kosti ekki ó-
heppinn", svaraði hann drýgindalega.
„Hvar er Sam?“
Henni varð litið að tjaldinu og á-
hyggjusvip brá fyrir á andliti hennar.
„Prowse hefði betur gætt tungu
sinnar", varð Dahl að orði um leið og
hann straum gómnum um skeggbrodd-
ana á kjálkum sér. „Sam gieymir á-
reiðanlega ekki orðum hans, er hann
kenndi honum um ólán okkar, og það
er ekki gott að vita, hvað af því get-
ur hlotizt".
Stúlkan hristi höfuðið, strauk síð-
an eirrauða lokkana frá augum sér.
„Hvað hafðirðu?" spurði hún og sneri
talinu aftur að veiðinni.
FRAMHALDSSAGAN
4. HLUTI
EFTIR
LAWRENCE EARL
„HYERNIG FER, EF OKKUR YERÐUR NU EKKI
BJARGAÐ?“ SPURÐI ALISON.
„OKKUR YERÐUR ÁREIÐANLEGA BJARGAÐ,“
SVARAÐI DAHL.
„EN EF ÞAÐ BRYGÐIST NÚ SAMT .. “ MÆLTI
HÚN ENN.
Sól hafði ekki náð hádegisstað, þeg-
ar hann hélt aftur heim á leið til fé-
laga sinna. Hann heyrði axarhögg inni
í kjarrinu, þegar hann nálgaðist eið-
ið; þeir Greatorex og Prowse voru að
höggva brenni til vetrarins. Það var
einnig að ráði Alison, þótt ekki hefði
það verið mótþróalaust að hún fékk
því framgengt. Hún var uppalin hér
nyrðra, þeir höfðu einungis dvalið
þar sem sumargestir. Og þessi fyrir-
hyggja hennar hafði tvíþættan tilgang.
Það skildi Dahl að minnsta kosti vel.
Það voru ekki eingöngu vetrarhörk-
urnar og hríðarbyljirnir, sem hún
hafði í huga, enda þótt það væri með
þeim rökum, sem hún hafði sigrazt
á mótþróa Þeirra, heldur hitt, að halda
þeim að stöðugu starfi, svo kvíðinn
og hugarvilið næði ekki tökum á þeim
og bryti kjark þeirra — að þeim gæf-
ist ekki tími til að hugleiða til hlítar
þær aðstæður, að hafa týnzt á ókunn-
um auðnum og það undir veturinn.
Þegar Dahl hugsaði þetta nánar, lá
við að hann fyriryrði sig. Hvernig
mundi útlitið fyrir þá félaga vera nú,
ef hún — eina stúlkan í hópnum —
hefði ekki tekið að sér forystuna?
Hann varð ósjálfrátt léttari í skapi,
og fann vakna með sér þægilega ör-
yggiskennd, þegar hann sá hana sitja
við eldinn í skjólinu, sem hún hafði
hlaðið með eigin höndum úr hnull-
ungsgrjóti.
Hún leit upp þegar hún heyrði hann
Hann sveiflaði léttilega af sér bak-
pokanum, svo hana skyldi ekki gruna,
hversu þungur hann var, seildist of-
an í hann og kastaði rjúpu fyrir fæt-
ur henni með leikrænu kæruleysi.
Þetta var akfeitur fugl, að hálfu leyti
enn í sumarhamnum; vængirnir
fjaðrahvítir, skrokkurinn enn mórönd-
óttur með hvítum skellum hér og þar.
„Rjúpur... .það er ekki amaleg
veiði, Lincoln".
Orð hennar breyttu skyndilega af-
stöðu hans til rjúpnanna. Honum
hvarf gersamlega öll sektarmeðvitund
í sambandi við drápið á þeim; þær
voru eingöngu veiðifengur, matarforði
sem hann hafði aflað fyrir dugnað
sinn. Hægt og rólega týndi hann þær,
hverja á eftir annarri, upp úr bak-
pokanum, þótt honum væri ijóst, að
það væri barnaleg mannamennska, og
lagði þær fyrir fætur henni.
„Þær ættu að verða okkur þægileg
tilbreyting á mataræðinu“, sagði hann
og lét eins og ekkert væri. „En hafa
þær eklci minnstu vitglóru í kollinum,
Alison? Þær vappa fyrir hlaupið hjá
manni".
Hún tók upp eina þeirra. „Nei, þær
eru vist ekki sérlega gáfaðar, greyin",
sagði hún um leið og hún tók til við
að reita af henni fiðrið, og það leyndi
sér ekki, að hún hafði einhvern tíma
reitt rjúpu áður. Svo færði hún sig
nær bálinu, án þess þó að gera nokk-
urt hlé á starfinu.