Vikan


Vikan - 13.09.1962, Síða 21

Vikan - 13.09.1962, Síða 21
„Þú ert enginn viðvaningur í þessu, sé ég“, varð honum að orði. Og hann spurði sjálían sig, hvort hnútur- inn, sem örlaði fyrir á nefi hennar, mundi vera henni áskapaður eða af- leiðing brákunar beinsins, þegar hún var barn. Augnabrúnir hennar voru þétthærður, bersýnilegt að hártengur höfðu aldrei verið að þeim bornar; þær voru eins konar stimpiil þvi til staðfestingar, að yndisbokki hennar væri upprunalegur og ósvikinn, ó- mengaður af sýndarbrögðum gervi- menningarinnar. Hún leit ekki upp, en þó fann hann, að hún varð Þess vör að augu hans hvíldu athugandi á henni. „Þegar allt kemur til alls, er ég barn norðursins", mælti hún og held- ur fálætislega. Dahl gat ekki almennilega áttað sig á hvað lá að baki þessari góðlát- legu sjálfshæðni hennar. Hann tók upp eina rjúpuna og fór að reita hana. Það þurfti ekki neitt átak til að kippa fjöðrunum upp úr hamnum, sem enn var ylvolgur, og fiðrið undir vængj- unum var svo létt, að það sveif burt með golunni. „Veiztu það, að þér virðist horfin öll feimni?“ mælti hann allt í einu. „Feimni? Við hvað?" „Hvað? — Okkur karlmennina". „Ég skil ekki hvað þú átt við“, svar- aði hún og roðnaði. „Þú ert alin upp í afskekktri trú- borðsstöð, er ekki svo? Hefur þú kynnzt öðrum en foreldrum þínum?" Hún hló og það leyndi sér ekki, að henni iétti mjög. „Síður en svo. Indi- ánarnir komu þangað á hverju sumri og E'skimóarnir dvöldust þar allan árs- ins hring". „Það á þó ekki saman nema nafn- ið“, maldaði hann enn í móinn. „Hvernig erú þeir annars, Eskimóarn- ir ?“ „Eins og kátir krakkar", svaraði hún. „Síbrosandi alla daga“. Svo varð hún hugsi eitt andartak og roðinn hvarf af vöngum hennar. „Að visu get- ur þeim runnið í skap, en það er ekki nema rétt i bili og óðar gleymt. Aft- ur á móti láta Þeir engum liðast að ráða yfir sér og taka ógjarna skipun- um. Pétur Júlíus, Eskimói, sem lengi hefur verið vinnumaður hjá föður mínum og annast sleðahundana, er dásamlegur maður — en maður verð- ur alltaf að láta hann skilja á sér, hvað maður ætlist til að hann geri. Það er þýðingarlaust að ætla sér að segja honum fyrir verkum". Þá loksins skildi hann það. Skildi hvernig á þvi stóð, að hún haíði þrosk- að með sér þessa frábæru hæfni til að stjórna óbeinlínis; ekki með því að segja neinum fyrir verkum, heldur einungis gefa í skyn með lagni og festu. Hann tók handfylli sína af fiðri og varpaði á eldinn af rælni. Það brann óðara með snörpu snarki. Kannske var það rammur þefurinn af því, þegar það brann, sem vakti þessa annarlegu þorstakennd með honum, sem hann kannaðist alltof vel við. Kannske hafði þefurinn vak- ið í minni undirmeðvitundar hans brunaþefinn úr rústunum í Falais. Varir hans urðu allt í einu skrauf- þurrar og hann sá áfengisflöskurnar þrjár, sem hann átti geymdar úti í flakinu, skyndilega eins ljóst fyrir hugskotssjónum sínum og þær lægju ekki armslengd frá honum. Og enn fann hann vakna hjá sér óeðlilega andúð á því að verða til að hneyksla sakleysi hennar. Hún getur ekki skil- ið þetta, hugsaði hann; hún hefur ekki hugmynd um, hvað þetta er. Þorstinn kvaldi hann; þessi undar- lega, sára ílöngun, sem gert hafði honum undanfarna daga þungbærari en nokkru hinna. Það var hann ekki í nokkrum vafa um. Hann hafði barizt gegn þessari ílöngun og ekki iátið undan henni enn; sjálfur var hann undrandi yfir þessari staðfestu sinni og gat ekki almennilega skýrt hana — það var ekki fyrir það, að nálægð dauðans, þegar flugvélin nauð- lenti, hefði breytt honum eða afstöðu hans til lífsins og sjálfs sín; ekki heldur hneykslun stúlkunnar á' þess- um lesti hans. 1 rauninni var þetta alls ekki staðfesta, heldur eitthvað svipað því og Þegar krakki dregur eins lengi og hann getur að stinga síðasta sæl- gætismolanum upp í sig. Hendur hans titruðu og hann svitn- aði í lófunum svo fiðrið af rjúpunni klesstist við þá. Stúlkan hætti allt í einu að reita, starði upp i loftið ann- ars hugar. Þetta mun henda okkur öll, dag eftir dag, hugsaði hann, þessi ósjálfráða yfiriýsing um það, að við höfum ekki gefið upp alla von. Svo tók stúlkan aftur til við að reita rjúp- una af hálfu meira kappi en áður. „Hvernig fer, ef okkur verður nú ekki bjargað?" spurði hún. „Okkur verður bjargað", sagði hann. „Já, ætli það ekki? Ætli það sé ekki öldungsins víst?“ Það var djúp alvara í spyrjandi augnatillitinu. „En ef það brygðist nú samt? Þá eigum við mikið starf fyrir höndum. ..." „Hvað áttu við?“ spurði hann og ílöngunin gerði aftur vart við sig. „Ég þekki vetrarhörkurnar hérna, Lincoln. Það teflir hér enginn á tvær hættur, án þess að það hefni sín. Hef- urðu heyrt getið manns nokkurs, sem hét Leonidas Hubbard?" „Bandaríkjamannsins, sem vann að könnun þessara landsvæða endur fyr- ir löngu?" Hún kinkaði kolli. „Já. Og varð úti, örmagna af hungri. Hann vaf þó nær byggð en við, og vissi þar að auki hvar han var staddur. Við megum ekki vanmeta hætturnar og örðugleikana, sem við eigum í vændum, ef okkur verður ekki bjargað.... “ Hún hafði lokið við að reita fyrstu rjúpuna, lagði hana frá sér og tók upp aðra. Það gegndi furðu, hve kroppur fuglsins hafði minnkað við að missa fiðrið; hann var eiginlega ekkert nema bringan, en hún var líka feit og þrýstin. Nú tók freistingin á sig nýja mynd; Dahl fann ekki fyrst og fremst til löngunarinnar í áfengið og áhrif þess, heldur iöngunar til að láta undan sjálfri ílönguninni. Það var ekki nautnin sjálf, heldur að gefast upp. Hendur hans titruðu og augnaráðið varð fjarrænt. „Ég geri ráð fyrir. ..." mælti hann annars hugar, en þagnaði við, þegar hann sá flöskurnar þrjár fyrir hug- skotssjónum sínum. Hún leit á hann. Virti hann fyrir sér með áhyggjusvip. „Gengur eitt- hvað að þér?“ spurði hún. Axarhöggin kváðu við inni i kjarr- inu. Sól var komin í hádegisstað og það var hlýtt og bjart. „Hvað ég ætlaði að segja .... Jú, ég geri ráð fyrlr að við séum í raun- inni öll verr á vegi stödd en Robinson gamli Krúsó. Hann þurfti að minnsta kosti ekki að kvíða vetrarhörkunum." Hann hafði hugsað sér að segja þetta í hálfgildings háði, en einhverra hluta vegna tókst honum ekki að ná þeim hreim. Augu hennar hvíldu enn á honum, og hann fann það á sér, að honum hafði ekki tekizt að blekkja hana. Sennilega hafði hún samt ekki getið sér til hvað að honum amaði, en hún var áreiðanlega ekki í neinum vafa um að ekki væri allt með felldu og það olli henni bersýnilega alvar- legum áhyggjum. „Veiztu hvað kalt getur orðið hérna á veturna?" spurði hún, en lét útrætt um liðan hans. „Ekki nákvæ.mlega. Býst við að það geti orðið skrambi kalt.“ „Tuttugu til fjörutíu stig. Vikum saman .... “ „Einmitt það.“ „Slíkan kulda lifir enginn af á ber- svæði," sagði hún með áherzlu. ,,E'f við neyðumst til að halda hér kyrru fyrir, erum við dauðadæmd, nema við höfum komið okkur upp einhverju húsaskjóii og aflað matarbirgða fyrir veturinn." „Skjól .... getum við ekki notazt við flugvélarflakið? Eða Þá tjaldið ?“ spurði hann. „Nei. Hvorugt kæmi okkur að haldi yfir veturinn. Við verðum að reisa bjálkakofa. Það er eina lífsvonin." Hann komst ekki hjá að hugleiða orð hennar, enda þótt hann væri þess fullviss að ekki gæti til þess komið að þau yrðu að dveljast þarna vetar- langt — og hann varð að viðurkenna, að enn einu sinni var það hún, sem hafði lög að mæla. Hann renndi aug- unum í vesturátt, þangað sem hann hafði verið á veiðum um morguninn. Þar undir ásnum var þéttúr skóglund- ur við straumhæga smáelfi. Hann kinkaði kolli og mælti rólega: „Það stendur bjálkaköstur niðri við ána þarna, þar sem ég skaut rjúpurn- ar í morgun. Þessir bjálkar eru orðnir gamlir, börkurinn hefur fletzt af þeim og sumir þeirra eru orðnir mosagrónir, en þeir virðast algerlega ófúnir. Það kynlegasta er, að greinarnar haía ver- ið sniðnar af þeim, og þeim hefur ver- ið hlaðið í köst þarna .... af manna- höndum.“ Hún hætti reitingunni og starði á hann. Það sló bliki á augu hennar. „Lincoln .... þá hafa Montagnais- Indíánarnir einhvern tíma verið á þessum slóðum. Ef til vill hafa þeir haft þarna aðsetur ....“ „Ekki sá ég nein merki þess. Ég svipaðist um eftir viðarösku .... en bjálkakösturinn hefur áreiðanlega staðið þarna árum saman ....“ „Þeir hafa þá hugsað sér að hafa þar vetursetu, en þózt sjá fram á veiði- brest og flutt sig annað,“ sagði hún og starði yfir að ásnum. „En þetta kem- ur okkur í góðar þarfir. Það sparar okkur erfiðið við að höggva bjálka í kofann, og þarna er áreiðanlega ákjós- anlegasta kofastæði. Þeir hafa vit á því, Indíánarnir" Enn hlaut Dahl að viðurkenna það, hvort sem hann vildi eða ekki, að hún gerði honum skömm til sem karl- manni. Það var ekki alveg laust við að honum mislikaði, að hún skyldi þannig umsvifalaust ræna hann öllum heiðri af uppgötvuninni. Svona gat erfðaaf- staða haldið velli fyrir árangri og áhrifum menningarinnar, hugsaði hann; frá þvi hann gerðist fullþroska maður hafði hann risið gegn allri þeirri beinu og óbeinu kúgun, sem konan varð fyrir af hálfu karlmann- anna, einungis fyrir það að þeir voru henni meiri að likamsþreki — en nú mislíkaði honum það sjálfum, þegar kon tók af honum forystuna, enda þótt hann yrði að játa að hún hefði þar flest umfram hann. Ef til vill hafði Alison litla hugmynd um þessa ævarandi togstreitu milli kynjanna og sá þvi ekkert bylltingarkennt við það að taka frumkvæðið í sínar hendur; kom kannski ekki til hugar að hún væri i rauninni að taka fram fyrir hendurnar á þeim, karlmönnunum. Það var ekki að vita nema hún væri einmitt alin upp við jafnrétti kynj- anna, helgað af hinni hörðu og misk- unnarlausu baráttu við náttúruöflin og umhverfið, þar sem sérhver ein- staklingur varð að leggja sig allan fram, hvort heldur hann var karl eða kona .... Hann varð að beita sjálfan sig valdi til að taka eftir því, sem hún var að segja. Nú var það ekki lengur löng- unin í áfengið, sem olli honum óþæg- indum, heldur eitthvað allt annað, sem hann gat ekki gert sér fyllilega grein fyrir. Hann stóð andspænis ein- hverju, sem ógnaði hversdagslegu lífs- viðhorfi hans, þvingaði hann til endur- skoðunar á mati, sem hann hafði hing- að til álitið rökrétt og sjálfsagt. „Indíánarnir hafa horfið héðan sök- um veiðibrests", sagði hún. „Þeir elta veiðidýrin, eiga allt sitt lif undir þeim. Það er vonandi að veiðidýrin hafi komið aftur á þessar slóðir; það getur haft úrslitaþýðingu fyrir okkur. Svo getur farið að við eigum líka líf okkar undir því komið, hvernig veiðin verð- ur.“ „Þeir finna okkur áreiðanlega," sagði Dahl og leit ósjálfrátt upp í loftið." Það fer ekki hjá Því að þeir finni okkur.“ Um leið og hann sleppti orðinu, veitti hann þvi athygli að einhver breyting hafði orðið á umhverfinu. Hann áttaði sig ekki á henni fyrst í stað .... jú, axarhöggin inni í kjarr- inu voru hljóðnuð og ekkert rauf lengur hina djúpu, viðfeðmu þögn auðnanna. Greatorex varpaði írá sér öxinni rétt eins og skaptið væri allt i einu orðið rauðglóandi i greipum hans. Hann tók undir sig stökk urn leið og hann kallaði: „Gættu að þér, Carl .... Tréð er að falla ...." Prowse tók viðbragð. Þeir stóðu hlið við hlið og stöi'ðu á grenitréð. En það hreyfðist varla. „Fjandinn hafi Það,“ mælti Prowse. „Við verðum að höggva betur ...." Þeir störðu á grannan toppinn, sem sveiflaðist lítið eitt til. Varla meir en fáeina þumlunga. „Nei, Carl .... bíddu við ....“ Lágt brak kvað við í trénu, sem nú tók að hallast fyrir alvöru, hægt fyrst en um leið og það missti jafnvægið, jókst fallhraði Þess unz það lá kylli- flatt á jörðunni. Enginn dynkur kvað þó við að ráði, greinarnar tóku af Því skellinn með fjaðurmagni sínu. Greatorex andvarpaði feginsamlega. Um leið og slakaði á spennu eftirvænt- ingarinnar, fann hann aftur til kuld- ans og lúans, en það lá við sjálft að það vekti með honum þægilega kennd. Að vísu varð hann enn að gæta Þess að mæðast ekki, svo hann stæði ekki á öndinni, og hann verkjaði i báða handleggina .... en þessi dofi i vinstra upphandleggnúm, sem hann hafði þjáðst af alltaf öðru hverju um langt skeið, virtist með öllu horfinn. Og Það var góðs merki. Kannski var það einmitt þetta, sem hann þurfti við — stöðugt líkamlegt erfiði undir beru lofti. Og allt í einu minntist hann þess, að hann hafði aldrei heyrt þess getið að skógarhöggs- menn þjáðust af hjartabilun. Framhald í næsta blaSi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.