Vikan


Vikan - 13.09.1962, Síða 30

Vikan - 13.09.1962, Síða 30
HUMBER HILLMAN SUNBEAM SINGER' COMMER* KARRIER Commer vörubíll — 7 ',4—8 tonn. Kraftmikill — sterkur — rúmg:óður. Mývatnssveit Framhald af bls. 10. er það ekki bújörð lengur, því Héð- inn Valdemarsson keypti skikann og byggði þar sumarbústað. Ekkia Héð- ins er þar á súmrin og landið hefur allt verið grætt skógi. Ofan á sjálfum höfðanum er svo fagurt um að litast, að ólíklegt er að nokkur gleymi þeirri sjón, sem á annað borð hefur einhverja til- finninsu fvrir náttúrufegurð. En það er að sjálfsösðu skilyrði, að veður sé fagurt. Mývatnssveit er eins og viðkvæmt strengiahljóðfæri. f regni os súld er hún naumast svipur hjá sión. Þá verður öll þessi dásamlega lita- os formsvmfónía fölsk; eins og veikt bersmál eða slæm eftirherma af þvi. sem bezt get.ur orðið. Það var stillilosn í þetta skipti og víkurnar voru miólkurhvítar. Hin- um meain við vatnið rann allt sam- an í hillinsavef. Þessi feeurð lætur þó suma ósnortna. Fylgdarmaður minn kvaðst hafa komið á Höfða með ungri og fallegri stúlku úr Reykjavík og innt hana eftir því, hvort henni þætti ekki fagurt um að litast. Hún leit sem snöggvast í kringum sig, yppti öxlum og sagði: „Jú, jú, þetta er ágætt. En hvar er sjoppan?" Vegurinn liðast milli hraunbolla og tilbreytingin er óendanleg. Það er bær á vinstri hönd; húsin standa tæpast á vatnsbakkanum og horfa fram á lygnuna, hólmana og hill- ingarnar hinum megin. Geiteyjar- strönd, segir fylgdarmaður minn. Túnið er afskaplega lítið þarna á Geiteyjarströnd, en mannvirki öll með nokkuð sérstökum hætti: Vall- 30 VIKAN grónir veggir, gamlar tóftir og gras heim að dyrum. Rétt eins og stiklað hefði verið á stígnum og það var- lega. Gamalt fólk, datt mér í hug. Þó var þar snoturt, nýmálað íbúð- arhús. Þar hitti ég bræðuma á Geit- eyjarströnd, Jóhannes, Jón og Sig- urð. Þeir eru 74 ára, 79 og 81 árs. Ég rabbaði við þá á bæjarhóln- um í blikandi júlísólinni. Þeir höfðu fæðzt á þessum stað, alizt þar upp og lifað fram á þessa daga. Mynd? jú, það var ekki nema sjálfsagt að gera það fyrir blessaðan manninn, að lofa honum að taka mynd. Við gengum þessa fáu faðma niður að vatninu, þar sem rænfang og hvönn vaxa villt. Þar voru tveir bátar. Ég bar þá um að standa við bátana og það var sjálfsagt. Einn þeirra gekk við tvo stafi, hinir vom emari. Hér hafði verið gnótt um silung, sögðu þeir. Að minnsta kosti í þeirra ungdæmi. Síðan hafði allt farið versnandi. Þessir ungu menn fóru gandreið um vatnið á mótorbátum og fældu burt allan fisk. Stundum höfðu þeir komið alveg út að landi á Geiteyj arströnd og veitt fyrir framan nefið á þeim. Veitt í land- helgi, eins og þeir sögðu. Nei, það var betra að fara að öllu með gát. Ég spurði þá, hvort allt hefði yfir- leitt verið miklu betra hér áður fyrr. Þeir voru dálítið hikandi við að svara því, en þó varð það niður- staðan, að margt hefði nú verið býsna gott í þá gömlu og góðu daga. Nei, þeir voru ekki vissir um, að þessar svokölluðu framfarir væru alltaf til bóta. Þetta vom barnslegir og einlægir gamlir mexm. Þeir kvöddu mig með virktum og þökk- uðu kærlega fyrir heimsóknina. Það Einkaumboð á íslandi fyrir ROTES : Símar 20410 - 20411. P. O. Box 1187. Glæsilegur — Commer sendiferðabíll — % tonn. rúmgóður. — Verðið hagstætt. — Leitið upplýsinga. eru þeir, sem standa við bátana á forsíðumyndinni. Ströndin meðfram Mývatni breyt- ir sífellt um svip. Hún er ólík eins og árstíðimar, en hver hluti henn- ar hefur sína sérstöku fegurð, svo maður hugsar aftur og aftur: Ef til vill er allra fallegast hér. Geiteyjar- strönd er að baki og þeir gömlu standa eftir rétt eins og hraunhól- arnir og hólmarnir í vatninu. Svo erum við í nýju umhverfi; við höf- um færzt til í hringnum, litahjólinu hefur verið snúið og hér heita Vog- ar. Þessari jörð hefur verið skipt í átta hluta og túnin eru hingað og þangað í lautum í hrauninu. Við ók- um heim að fallegu húsi syðst í hverfinu og hittum húsfreyjuna, Kristínu Sigfússdóttur. — Ert þú héðan frá Vogum, Krist- ín? — Já, ég er frá Vogum, en þetta hús, sem ég bý í, heitir að Stuðlum. Þetta er ekki býli. Þótt einkennilegt megi virðast, þá er ég sjómanns- kona. — Er bóndinn á sjó núna? — Já, hann er í síldinni. Hann heitir Bóas Guðmundsson og er frá Reyðarfirði. Hann er alltaf á sjó og hefur stundum langar útivistir, eins og.títt er um sjómenn. Þess vegna er í rauninni jafngott fyrir mig að búa í Mývatnssveit, því hann kemur til okkar, þegar hann fer í land. Það kom til greina, að við settumst að á Reyðarfirði, en þegar á átti að herða gat ég ekki hugsað mér að flytja héð-S an, svo að við byggðum íbúðarhús ■* hér og nefndum það Stuðla. — Hafa mörg ung hjón byrjaðl. búskap í Mývatnssveit að undan- förnu? — Já, mjög mörg. Ungt fólk er ánægt hér og ungu mennirnir ná sér í konur og setjast svo að heima hjá sér. Það eru fjölmargar aðflutt- ar eiginkonur í sveitinni og geysileg fólksfjölgun. f mörg ár var ekki fermt eitt einasta barn, en nú hefur það heldur en ekki breytzt og Mý- vetningar fjölga mannkyninu af miklum móði. — Eigið þið mörg böm? — Við eigum sex. — Heldurðu að þau setjist öll að hér í Vogum? — Ég vil ekki spá neinu um það. — Er ekki ólíkt hér að sumri og vetri? — Ojú, það er snjóþungt. Stund- um verður að nota snjóbíla og trukka og samt er verið allan sólar- hringinn að brjótast með mjólkina til Húsavíkur. En á sumrum er lát- laus gestastraumur og krökkt af út- lendingum með vatninu. — Koma fáir gestir að vetrinum? — Þá koma bara innansveitar- menn. Það er talsvert gert af því að fara á aðra bæi. Margir klúbbar starfandi, t.d. spila-, skák- og sauma- klúbbar. Þar að auki kórsir, ung- mennafélag og kvenfélag. — Og ykkur leiðist ekkert að vera Mývetningar, hef ég heyrt. — Nei, það er alveg satt, okkur leiðist það ekki neitt. Og erum miklu stoltari af því að vera það en til dæmis Reykdælir og Bárðdælir. — Viltu benda mér á einhverja aðflutta frú hér í næsta nágrenni? — Já, já. Talaðu við hana önnu Villu. Hún á heima þarna í húsinu með rauða þakinu. Það stendur á- ’ývi afe

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.