Vikan - 13.09.1962, Side 41
við hver salurinn öðrum fegurri:
kinverskir, japanskir, indónesískir
allir búnir þeim húsgögnum, sem
við eiga á hverjum stað, skreyttir
og lýstir svo sem bezt má verða og
hver smáhlutur dýrmætt listaverk.
Bella og Charlie ganga um meðal
gestanna, brosleit og elskuleg, eins
og þau væru að fagna vinum á sínu
eigin heimili. Það leynir sér ekki,
að hjónabandið er ástrikt; brosin og
augnatillitin, sem þau senda hvort
öðru, minna á unga og ástfangna
elskendur. Börnin þeirra þrjú eru
aðlaðandi sambland af austri og
vestri: elzt er Lawsonia, sem leggur
stund á kínversk fræði við háskól-
ann í London og er trúlofuð ensk-
þýzkum menntamanni; þá er Law-
son, sem hefur í hyggju að feta í
fótspor föður síns, og loks er Law-
rence, sem er þeirra yngstur.
Lawson er nýorðinn átján ára, og
var afmælishóf hans haldið í
draumahöllinni með mikilli rausn
og viðhöfn. Charlie vildi endilega,
að við kæmumst að raun um, hvað
ósvikin mandarínveizla hefði upp
á að bjóða, þegar íburðurinn næði
hámarki, en sjálfur er hann af göml-
um mandarínaættum. Ekki viljum
við ráðleggja neinum, sem er á
megrunarkúr, að taka þátt í slíku
hófi; réttirnir voru óteljandi og
bragð þeirra óleyfilega gott.
Ekki spillti það fagnaðinum, að
töfrandi, austurlenzk söngmær
skemmti gestum yfir borðum með
þjóðlögum fjölmargra landa. Pan
Wan Ching er frægasta kabarett-
söngkona í borgarríkinu Hongkong,
syngur á átta tungumálum, dansar
og hreyfir sig með einstæðum ynd-
isþokka. Búningar hennar hæfðu
umhverfinu; þeir voru ævintýraleg
listaverk, handsaumaðir, glitrandi af
perlum í margvíslegum litbrigðum.
Nafn hennar þýðir „Mærin ástúð-
lega ‘, og ástúðlega tók hún okkur,
er við heimsóttum hana skömmu
síðar. „Gaman væri að koma til ís-
lands“, sagði hún með sérkennilegu
röddinni sinni. „Það hlýtur að vera
ótrúlegt land — allt öðruvísi en
Kína. Ég hef heyrt, að kabarett-
söngvurum sé vel fagnað þar; haldið
þið ekki, að einhver myndi vilja
ráða mig?“
í salarkynnum Bellu og Charlie
mætast menn af öllum þjóðernum,
þar eru allir jafnréttháir, hvar sem
þeir hafa fæðzt á jörðinni og hvaða
lit sem hörund þeirra kann að bera.
Chong Mong Yong hefur kynnt
vestrinu hina fáguðu matgerðarlist
austursins, og í húsakynnum hans
er enn við lýði hin ljúfa gestrisni
ævafornrar menningarþjóðar. Við
hlið hans stendur Bella, fulltrúi
vestursins, og umhverfis þau börn-
in þrjú, heilbrigð dæmi um þann
nýja kynstofn, er risið gæti upp af
samsetningu fjarlægra þjóða, mis-
munandi hörundslitar og óskyldra
ættstofna.
„Ef þú hefur hreint hjarta og
hreinar hendur, þá mun blessunin
fylgja þér“, sagði Björninn dreym-
andi. ★
Tækniþáttur
Framhald af bls. 3.
hafðar eru á björgunarklefum kaf-
báta, sem froskmennirnir gætu
skriðið inn í, tekið þar af sér höfuð-
búnaðinn og snætt sig metta einn og
einn í einu.
Það er nefnilega fleira starf, sem
bíður froskmanna þar niðri, en að
rannsaka líf og lifnaðarhattu fiska
og athuga botngróðurinn, þótt það
eitt sé þýðingarmikið erindi þangað.
Sjávarbotninn er auðugur af ýms-
vun verðmætum, t. d. málmum og
olíu, en hagnýting þeirra krefst ná-
kvæmra undirbúningsrannsókna,
sem örðugt er að koma við nú, en
það viðhorf mundi gerbreytast, þeg-
ar froskmennirnir gætu unnið þar
tafalaust tímimum saman.
Og þar sem verðmætin eru ann-
ars vegar, vantar ekki áhugann hjá
þeim, sem þegar ráða yfir nægum
verðmætum til þess að efla tækn-
ina og vísindin, eftir því sem með
þarf. Má því hiklaust gera ráð fyrir
því að ekki líði á löngu þangað til
landnámið á hafsbotni hefst fyrir
alvöru undir forystu froskmanna.
Hugmyndaríkustu tæknisérfræðing-
arnir ráðgera nú þegar byggingu
heilla borga á hafsbotni ... og hver
veit? Tækniþróunin er orðin svo
hröð, að það sem við köllum hugar-
óra í dag er orðinn raunveruleiki
á morgun. ★
Hús og húsbúnaður
Framhald af bls. 17.
Að byggja húsið í skeifu utan um
garð eða framlengja einn eða tvo af
útveggjum hússins.
Nú rekst það vitaskuld á að ætla
sér að skapa skjól með því að byggja
í vinkil eða skeifu og hitt, að tak-
marka útveggina sem mest. Þá
verður hver og einn að gera það upp
við sjálfan sig, hvort hann vill leggja
í aukinn kostnað til þess að búa til
skjól, ef hann telur það æskilegt.
Húsið sem hér um ræðir og sést
á meðfylgjandi myndum, er frá
Stafangri í Noregi. Þetta er svipfal-
legt einbýlishús eins og myndirnar
bera með sér. Byggingarefnið: Gróf
fura, múrsteinn og steinsteypa, not-
að á víxl. Þarna er það algjörlega
látið ganga fyrir að mynda gott
skjól; húsið er byggt í U og fyrir
opna endanum er nálega mannhæð-
ar hár veggur. Þarna verður mjög
gott skjól í öllum áttum; það má
segja, að garðurinn sé innbyggður.
Látum okkur athuga sjálft húsið.
í aðalatriðum er skipulagið einstak-
lega gott, en þó mundi óhætt að
mæla með ákveðnum breytingum.
Stofa, anddyri, borðstofa, eldhús,
þvottahús og bakdyrainngangur.
Allt er þetta í prýðilegri innbyrðis
afstöðu hvert við annað. Sökum
breiddar hússins myndast „kjarni“
inni í miðju þess, sem annað hvort
er gluggalaus, eða með þak-
glugga. Ekki er þó gert ráð fyrir
því á þessu húsi. Það þykir að jafn-
aði allmikill ókostur að ekki sé
gluggi á baðherbergi, en yfirleitt er
þörf á rýmra geymsluplássi, en gert
er ráð fyrir á þessari teikningu. Ég
mundi mæla með því að geymslan
yrði stækkuð um það, sem baðher-
berginu nemur, en annað hvort her-
bergið tekið undir baðherbergi. Það
sem merkt er húsbóndaherbergi, var
að vísu ætlað til annarra hluta í
norska húsinu. Þar bjó öldruð móðir
húsráðanda og hafði lítið eldhús og
baðherbergi í enda herbergisins.
Ekki er hægt að gera ráð fyrir, að
þannig yrði það almennt og því
leggur þátturinn til, að húsbóndinn
getið notið fegurðarleyndardóms Mörthu Hyer
„Ég nota Lux-sápu á
hverjum degi“, segir
Martha. „Ég hef
komizt að raun
um, að hún
verndar hör-
undslit minn
eins og bezt
verður á kos-
,,Lux er min sápa", segir Martha Ilyer. ,,Ég lief
notað Lux árum saman Hún var mér góður fé-
lagi, þegar ég kom til Holiywood. Þið megið
ganga að því vísu, að Lux-súpan fyrirfinnst. é
snyrtiborði sérhverrar kvikmyndastjörnu'1.
Já, þegar þér notið Lux-sápu, er ekki eingöngu
um andlitsþvott að ræða — heldur og fegurðar-
meðhöndlun. Og þér munuð verða Martha Hyer
sammála um það, að betri sápu fyrir hörundið
getur ekki.
9 af hverjum 10 kvikmyndastjörnum nota Lux handsápu
X-L.TS 923/IC-M41-S0
YIKAN 41