Vikan


Vikan - 13.09.1962, Side 42

Vikan - 13.09.1962, Side 42
 D/AÍ ilmar befur DIAL endist betur DIAL freyðir bctur 'Dial kostar yður ekki meira ■7: Þyí gceðin eru óviðjafnonleg ;.,V . " , .. Heildsölubirgðir KRISTJÁN 6. SKACFJORD H.F taki þetta herbergi undir sínar þarf- ir, hvort heldur það er skrifstofa eða smíðaverkstæði. Það gæti jafn- vel hvort tveggja komið til greina, því stærðin er næg. En þá höfum við upprætt eitt barnaherbergið og ekki er það gott. Þá er sá möguleiki eftir, að taka þetta umrædda húrbónda- herbergi undir hjónaherbergi, en skipta núverandi hjónaherbergi í tvennt. Þá yrðu tvö barnaherbergi og lítið herbergi fyrir húsráðand- ann. Á ganginum, sem myndast við innganginn í álmuherbergið, er góð aðstaða fyrir saumavél, strauvél og þvílíkar sýslur húsmóðurinnar, enda er þar stór gluggi. Sé fjölskyldan lítil, er sá mögu- leiki til að sleppa álmunni, sem hús- bóndaherbergið er merkt í. í því tilfelli ætti samt sem áður að fram- lengja vegg til jafns við álmuna, svo skjólgarðurinn haldi sér. Þá yrðu tvö lítil herbergi auk hjónaherberg- isins, ef við gerum ráð fyrir, að eitt þeirra yrði tekið undir baðherbergi. Þegar baðherbergi og salerni er á svefnherbergisgangi, þykir kostur að hafa lítið salerni nærri anddyri hússins. Nú er ekki gert ráð fyrir því hér, en auðvelt væri að koma því fyrir með smábreytingu á hægra vegg anddyrisins, þegar inn er kom- ið. G. S. Singer Vogue. Framhald af bls. 3. Varahjólbarðinn er á leiðinlegum stað undir gólfi farangursgeymsl- unnar, óvarinn fyrir aur og bleytu. En reynt er að gera þægilegt að ná honum, þar sem hann liggur í sleða sem skrúfaður er upp og niður með lykli innan úr farangursgeymslunni. Fóthemlar eru vökvaþrýstihemlar með venjulegum skálum. Flatarmál hemlaborða er 781 cm2. Hemlar eru léttir í ástigi og virka vel. Hand- hemill er við hlið framsætis og virk- ar á bæði afturhjól. Fjöðrunin er gormar að framan og fjaðrir að aftan. Demparar taka bæði slög. Aksturseiginleikar eru góðir en þó mætti vélin vera kraft- meiri. Gírkassi er 4 gírar áfram, allir syncroniseraðir nema fyrsti gír. Hægt er að fá bílinn með gírskipti- stönginni í gólfi eða á stýri eftir vild. Vélin er fjögurra strokka fjór- gengis toppventlavél, vatnskæld, 62 hö við 4800 sn/m. Staðsett framan í bílnum. Rafkerfið er 12 volta. Hjólbarðastærð 590x13“. Helztu mál: Lengd milli hjóla 2.56 m Heildarlengd ........... 4.20 — Sporvídd framan ........ 1.31 •— Sporvídd aftan 1.23 — Breidd ................. 1.58 — Þyngd 1059 kg. Verð með miðstöð og vatnssprautu á framrúðu er kr. 179.800,00. Umboð: Raftækni h.f. Blaðamaður Vikunnar: Singer Vogue er ofarlega í milli- flokki, kostar 180 þúsund. Þetta er brezkur bíll „fram í fingurgóma“, útlitið virðulegt og frágangur að innan afar fallegur; öllu vel fyrir komið sem máli skiptir og maður Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: DÓRA JÓELSDÓTTIR, Garðarsbraut 2, Húsavík. Nú er það örkin hans, Nóa, sem ungfrú Yndisfríð hefur falið í blaðinu. Kannski í einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ung- frú Yndisfríð heitir góðum verð- launum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang Örkin er á bls. Sími DIAL ALLA DAGA DIAL ALLA DAGA hefur það á tilfinningunni að aka sérlega traustum bíl. Útlitið er mjög traustlegt, en ómögulegt er að segja um það, hvort bíllinn er að nokkru traust- ari fyrir það, vegna þess að línur eru mjög blekkjandi. Sumar línur gefa hugmynd um styrkleika og þannig er Singer Vogue. Framleið- endur þessa bíls hafa farið hægt í sakirnar að „modernisera“ útlit- ið, svipað og Volvo, en þeir hafa í staðinn fengið einhverja kjölfestu í frágang og útlit, sem virðist muni þola það betur þótt árin líði, en ýmsar aðrar gerðir. Vinnslan er mjög ákjósanleg, jafnvel fyrir þann, sem gerir tals- verðar kröfur og hefur gaman af spretthörðum bíl. Aksturseiginleik- ar eru góðir undir öllum kringum- stæðum. Útlit er að vísu alltaf smekksatriði, sem hægt er að deila um, en ég býzt varla við öðru, en menn yrðu sammála um aksturs- hæfni bílsins. Á bílnum sem ég prófaði var stýrisskipting. Hún var frekar stirð, en það var talið óeðlilegt tilfelli, sem ekki væri mark á takandi. Bíllinn er fáanlegur með gólfskipt- ingu eða stýrisskiptingu. Sætin eru í heilu lagi þvert yfir og óvenju góð af slíkum sætum að vera. Singer Vogue hefur yfir sér virðulegan svip sumra dýrra lúxusbíla. G. S. Hvar er örkin hans Nóa? Ungfrú Yndisiríð 42 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.