Vikan - 20.09.1962, Síða 9
\' '
Sámsstaðir við Búrfell eru í byggð að
nýju. Þar voru 60-70 manns í sumar við
rannsóknir fyrir stórvirkjun Þjórsár. -
Hér eru nokkrar svipmyndir frá starf-
inu þar.
■ ■
MiW
Rása Krisimundsdóttir og Anna Eydal hella upp
á könnuna.
'fxiMMií
Elinir fjórir vísu á teiknistofunni, Páll Ólafsson, Sigurður
Ingvarsson, Samúel Ásgeirsson og Jakob Jakobsson, bera
saman ráð sín.
Læknaneminn og menntaskólaneminn hjálp-
ast að við að halda litla borkrílinu gangandi.
Doktorscfnið, Arnar Finnbogason, tottar pípu
sína, og félagi hans Jakob Kristinsson stend-
ur fyrir aftan.
Guðmundur Sigurðsson verk
stjóri bormannanna.
Guðmundur vildi, að við snerum okkur tii
enn hærri virðingarmanna á staðnum og fylgdi
okkur inn á teiknistofuna, þar sem verkfræð-
ingar og kortlagningarmenn staðarins ráða ríkj-
um og brjóta heilann um torráðnar gátur í aug-
um okkar leikmanna. Þarna hittum við að máli
fjóra unga menn, Pál Olafsson verkfræðing, Sig-
urð Ingvarsson, sem unnið hefur við kortlagn-
ingu í suðurlöndum, Samúel Ásgeirsson, sem
lagt hefur stund á verkfræði í Miinchen, ein-
hverri mestu bjórframleiðsluborg heims og
Jakob Jakobsson verkfræðinema. Þeir skýrðu
fyrir okkur í höfuðdráttum hvað verið væri
að gera á staðnum.
Vinnan er að mestu leyti þríþætt. í fyrsta
lagi er verið að sprengja göng inn í Sámsstaða-
múla til þess að kanna til hlítar jarðlögin í
fjallinu. í öðru lagi stendur yfir nákvæm kort-
lagning á umhverfinu og í þriðja lagi fara þarna
fram umfangsmiklar jarðboranir í sambandi við
jarðvegsrannsóknirnar. Að þessu öllu vinna
flokkar frá ýmsum aðilum, Almenna bygginga-
félaginu, Raforkumálaskrifstofunni og heims-
þekktu bandarísku fyrirtæki, Harza Engineering
Company. Harza hefur með höndum vatnsvirkj-
anir víða um heim svo sem á Formósu og
Filipseyjum, í Pakistan, Iran og Iraq og víðar.
Frá því fyrirtæki er hingað kominn verkfræð-
ingur að nafni Svante Hjertberg. Hann er yfir-
maður yfir öllum þeim rannsóknum, sem þarna
eru framkvæmdar, fyrir hönd hins bandaríska
fyrirtækis. Hann mun ganga frá niðurstöðum
rannsóknanna, sem síðan verða lagðar til grund-
vallar, þegar lokaákvörðun verður tekin um
það, hvort lagt verður í að reisa stórvirkjun
við Búrfell.
Áætlað er, að öllum rannsóknum verði lokið
í haust, þannig að ekkert ætti að vera því til
fyrirstöðu að hafizt verði handa um sjálfa
virkjunina á næsta ári, ef aðstæður reynast
jafn heppilegar og búizt er við og fjármagn
fæst til framkvæmdanna.
Við hittum Svante Hjertberg að máli. Tók
hann okkur vel og bauðst til þess að gerast
leiðsögumaður okkar um stund, þegar við vær-
um búnir að hressa okkur á kaffi og sætabrauði
hjá „húsmæðrunum" í eldaskála. — Það leyndi
sér ekki, að maðurinn var af norrænu bergi
brotinn eins og nafnið benti raunar berlega til.
Svanti (allir virtust beygja fomafn hans á ís-
lenzkan máta), er maður hár og grannur, Ijós
yfirlitum með ljóst hár, sænskur að uppruna.
Nú, við létum ekki segja okkur það tvisvar
að ganga yfir í „messa“. Þar hittum við tvær
af fjórum stúlkum, sem sjá um, að allur þessi
f jöldi sé vel haldinn í mat og drykk. í eldhús-
inu var töluverður handagangur í öskjunni.
Stöllurnar tvær, sem kváðust heita Rósa Krist-
mundsdóttir og Anna Eydal, voru í óðaönn að
framreiða kaffið. Sveðjum var brugðið af mik-
illi leikni, svo brauðsneiðarnar hrúguðust upp,
áskurðurinn var skorinn, að því er okkur virtist,
í stórhættulegu apparati, sem snérist á fleygi-
ferð og kaffikannan fylltist óðum af rjúkandi
þjóðardrykk íslendinga. Anna var búin að setja
rúllur í hárið, enda ólofuð og ætlaði á ball í
Aratungu kvöldið eftir. Þegar við spurðum Rósu,
hvort þeir 50 karlmenn, sem þær fæddu, bæru
ekki einlæga matarást til þeirra, svaraði hún
því til, að frekar lítið bæri á slíkum einkennum,
en Anna o-jæjaði og brosti kankvíslega um leið
og hún renndi rúllupylsunni í gegnum skurð'ar-
apparatið. „Ég ætla að minnsta kosti að vona,
að þeir bjóði manni með á ballið annað kvöld.“
— Hvernig er það, er ekki eldhúsið allt of • ®
YISAN 9