Vikan - 20.09.1962, Page 30
Að vera falleg
og halda fegurð sinni
Suzanne André
er leyndardómur
hamingju og velgengni.
XILKYNNIR
Árum saman hafa læknar og efnafræðingar unnið að rannsókn-
um til undisbúnings framleiðslu á snyrtivörum okkar.
Ævagömul fræði um aðferðir til fegrunar og nýjustu vísindalegar
uppgötvanir hafa verið hagnýttar til að ná sem beztum árangn. —
Framleiðsla okkar Placenta creme inniheldur nátt-
úrleg' efni, sem hörundið drekkur í sig og hefur
góð áhrif á húðina. Hrukkur og drættir hverfa.
Sömuleiðis öll óhreinindi í húðinni
Suzanne André
Kosmetik GmbH Wiesbaden
PLACENTA CREM má nota, ekki aðeins á andlit, heldur á allan
líkamann. Regluleg notkun á háls og brjóst gefa augljósan og
skjótan árangur.
PLACENTA CREM er þægilegt í notkun, það lokar ekki svita-
holunum, og frekari snyrting er óþörf.
PLACENTA CREM mun yður brátt finnast eins ómissandi og
dagleg snyrting yðar.
PLACENTA CREM fæst í snyrtivöruverzlunum og víðar.
PLACENTA CREM er borið á húðina eftir hreinsun. Ögn af
kreminu, á stærð við baun, er núið á milli fingurgómanna og
klappað léttilega inn í húðina á andlitinu. —
Einkaumboð:
H. A. TCLIAIUS
STUDEBAKER.
Framhald af bls. 2.
að stýrishringurinn ver það algjör-
lega, svo að ekki er nein hætta að
bílstjórinn skelli á það við árekst-
ur, en spölunum, sem tengja stýris-
hringinn stönginni, er svo hagað, að
þær skyggi sem minnst á mælanna.
Utan mælaborðsins sjálfs eru allar
brúnir ávalar til að draga úr
meiðslahættu.
Bílaspámenn erlendis telja, að yf-
irleitt verði allar helztu breyting-
ar á bandarískum bílum við það
miðaðar, að sem bezt fari um far-
þega og bilstjóra; t. d. verði sætin
stórlega bætt. Um leið sé og að því
stefnt, að aksturinn verði sem þægi-
legastur og öruggastur — og beri
allt því ljóst vitni, að bandarískir
b-’laframleiðendur ætli sér elrki aö
láta í minni pokann fyrir þeim í
Evrópu, m. a. leggi þeir æ meiri á-
herzlu á framleiðslu fjögurra og
fimm manna bíla, og sé ekki ólík-
legt, að sókn evrópsku smábílafram-
leiðendanna á undanförnum árum,
hafi snúizt í vörn áður en langt um
líður. ★
LIFUR.
Blandið öllum hinum efnunum í
hana og kælið deigið vel. Síðan eru
búnar til úr því lengjur, sem er
velt upp úr eggjum og tvíböku-
mylsnu og steiktar í heitri feiti í
djúpum potti cins og kleinur.
Þurrkaðar á þykkum pappír áður
en þær eru bornar fram.
BÖKUÐ LIFUR.
Lifrarsneiðum er velt upp úr
krydauðu hveiti. Settar í smurt
form, smjörmolar eða baconræmur
lagðar ofan á. Bakað í meðalheit-
um ofni í 30—40 mín.
LIFRARKÆFA.
500 gr lifur, 250 gr ósaltað svína-
flesk (spæk), 1 egg, 1 matsk.
hveiti, 2% dl rjómi, 5 kryddsíldar
eða hakkaður laukur, 4 matsk.
salt, 1 tesk. hvítur pipar, V2 tesk.
karrý.
Lifrin látin liggja í ediksvatni í
minnst klukkutíma. Skorpan er tek-
in af svínafleskinu, og lifrin og
fleskið hakkað mörgum sinnum í
hakkavél. í tvö síðustu skiptin eru
kryddsíldirnar hakkaðar með. Oll
hin efnin sett saman við og deigið
sett í form og í vatnsbað inni í ofni,
og bakað í klt. Sé ekki óslcað eftir
skorpu, er málmpappír lagður þétt
ofan á. ★
Framhald af bls. 13.
að í raspinn með feitinni, sem af
því rennur. Af þessu er nú sett 1
matsk. á hverja lifrarsneið, þeim
síðan rúllað þétt saman og bundið
um með seglgarni. „Fuglarnirf‘ eru
svo brúnaðir í smjörlíki og sjóðandi
vatni síðan hellt yfir. Lokið sett á
og látið sjóða við mjög lítinn hita
í 2 klst. Stöku sinnum er hrært var-
lega í pönnunni. Fuglamir bomir
fram á fati með soðnum kartöflum,
en soðið kryddað eftir smekk og
borið í sósukönnu með.
LTFUR ESPANOLA.
8 baconsneiðar, 400 gr lifur, 1 rif-
inn laukur, 50—75 gr steinlausar
rúsínur, 1—2 matsk. edik.
Baconið skorið í smábita og steikt
þar til það er hart. Lifurin er skor-
in í fingurþykkar ræmur og brúnuð
í baconfeitinni. Hún er tekin upp
úr, haldið heitri meðan laukurinn
er brúnaður í sömu feiti. Ef feitin
verður of lítil má bæta smjörlíki
í hana. Nú er rúsínunum og edik-
inu bætt í og allt sett aftur í pott-
inn og látið gegnhitna. Löng, frönsk
brauð borin með, eða kartöflur.
INNISKÓR.
Framhald af bls. 12.
áfram að hekla 2 fastal. í hvern boga
að miðju að aftan.
Útábrotið: Festið garninu við
miðju að aftan og heklið 2 loftl.,
sleppið 1 fastal., heklið 1 fastal. í
næstu 1., þannig áfram þar til við
miðju að framan. Þá er aukið út
eins og á tánni, þá aftur heklað 2
loftl. og 1 fastal., þar til við miðju
að aftan, þá er aukið út eins og að
framan. Heklið nú þannig áfram 4
umf., klippið á þráðinn og gangið
frá honum. Heklið annað stk. eins.
Takið nú skinnið og sníðið það 2
sm. stærra en leppinn. Brjótið það
yfir leppinn og leggið niður við með
þéttum sporum. Sníðið fóðrið 1 sm.
stærra en leppinn, brjótið inn af því
og leggið niður við með þéttum spor-
um aðeins fyrir innan brúnina.
Takið síðan heklaða stykkið og
saumið við sólann og ath. að láta það
ekki togna að framan. Dragið teygju
í við samskeyti útábrotsins. ★
HRÆRÐ EGG MEÐ LIFTJR.
6 egg, % tesk. salt, % tesk. pipar,....
2 matsk. smjör, afgangur af jí;
steiktri lifur, u. þ. b. 300 gr eða*
eftir ástæðum. (J,*
Eggin eru þeytt lauslega saman, eðafe
rétt þar til rauðurnar hafa sprungið,
salti og pipar bætt í. Smjörið brætt,
en ekki brúnað og eggjunum hellt
í. Mjög lítill hiti hafður á og hrært
öðru hverju varlega í. Tekið af hit-
anum áður en það er alveg stíft.
Hakkaðri, brúnaðri lifrinni stráð
yfir.
LTFRARKRÓKETTUR.
Vi kg lifur, 1 bolli hvítur upp-
bakaður jafningur, 2 matsk. soð-
in hrísgrjón, Vi tesk. sæt paprika,
1 tesk. rifinn laukur, Va tesk. pip-
ar, % tesk. salt, V2 tesk. sftrónu-
safi.
Látið lifrina sjóða við hægan hita
í saltvatni þar til hún er meyr.
NÚTÍMAKONAN.
Framhald af bls. 13.
urreisnartímabilinu hefur átt sér
'stað óeðlilega mikil tilbeiðsla á orð-
(inu gáfur, og það höfum bæði við
og aðrar kynslóðir á undan okkur,
orðið að borga fyrir — aðrir mann-
legri og dýrmætari eiginleikar hafa
beðið lægri hlut.
Þetta á ekki bara við um konuna,
við mennirnir höfum líka misst mik-
ið. Því konan hefur hjartahlýju, sem
hversdagslíf mannsins hefur kann-
ske ekki þörf fyrir, en sem lífið sjálft
hefur þörf fyrir. Þann dag, sem þess-
ar uppsprettur þorna, er allt búið að
vera. Þá munu fæstir finna lífsham-
ingjuna.
Þetta er það, sem Herbrand Lavik
hafði að segja, og ekki er hægt að
neita því, að það vekur umhugsun.
Við látum ykkur svo eftir, lesendur
góðir, að kappræða málið. ★
30 VIKÁN