Vikan - 20.09.1962, Síða 35
tvíþættur, annars vegar lekaprófan-
ir og hins vegar að ná í sýnishorn
af jarðveginum. Haraldur hefur
sjálfur umsjón með lekaprófunun-
um. Hann er ungur stúdent og legg-
ur stund á jarðfræði í Belfast. Þar
er hann einn af þremur íslenzkum
námsmönnum. Ekki fannst honum
útlitið glæsilegt fyrir jarðfræðinga
hér á landi. En áhuginn fyrir faginu
hafði skotið rótum á unga aldri, svo
hann lagði út í námið.
Við ókum nú svolítið áfram og að
næsta bor. — Þarna vinna þeir
Hemingway og general Patton, sagði
Svanti. Þegar betur var að gáð, kom
í ljós, að það var engin tilviljun,
að þeir félagarnir Þórður Kristjáns-
son og Stefán Stefánsson gengu und-
ir þessum frægu nöfnum. Skeggið
á Þórði gaf skeggi Hemingways
heitins ekkert eftir og alls ekki er
ólíklegt, að hjálmur Stefáns hefði
passað nákvæmlega á höfuð hers-
höfðingjans. — En Þórður sór og
sárt við lagði, að hann hefði aldr"'i
á ævinni skotið tígrisdýr, ljón eða
fíl, hvað þá orðið heimsfrægur á
ritvellinum. Stefán var líka harður
á því, að hann hefði aldrei farið með
teljandi ófriði gegn nokkrum
manni hvað þá heilli þjóð. Hvað sem
öllu þessu líður, höfum við heyrt
fyrir satt, að Þórður sé einn geð-
bezti glímumaður á landinu. Félagar
hans í Þjórsárdal báru það allir sem
einn, að það væri sama hvað á
gengi, Þórður væri alltaf í sólskins-
skapi og ljúfmennskubrosið hyrfi
aldrei af ásjónu hans. Þetta þóttu
okkur ekki slorleg meðmæli.
Næst ókum við að vestri bakka
Þjórsár norðan við Búrfell. Þar er
fyrirhugað að gera stíflugarð þvert
yfir fljótið, 6 til 8 metra háan. Þarna
er áin ekki mjög djúp, varla meira
en hálfur annar metri, en breiddin
er þeim mun meiri eða 3 til 4 hundr-
uð metrar.
Svolítið ofar með ánni rákumst
við á tvo unga námsmenn við þriðja
jarðborinn, Arnar Finnbogason, sem
leggur stund á læknisfræði og Jakob
Kristinsson menntaskólanema. Arn-
ar tottaði tóma pípu af stóískri ró,
og hvorugur virtist láta það nokkuð
á sig fá, þótt þeirra bor væri miklu
lítilfjörlegri, en hinir fjórir, sem í
gangi voru.
— Þetta kríli getur svo sem ekki
neitt. Hann rolast þetta í gegnum
vikurlagið 10 til 15 metra og er bara
notaður til þess að bora ofaná fast,
sagði Arnar.
— En hvernig finnst ykkur ein-
veran hérna uppi í óbyggðum,
strákar?
— Hún venst furðufljótt, segir
Arnar. Já, þetta er bara ágætt. Veðr-
ið mætti bara vera betra. Það hefur
verið hálf skítlegt í sumar; það eru
einu leiðindin.
Á bakaleiðinni mættum við lands-
frægum fjallabíl, Petrínu gömlu. Út
úr Petrínu steig flokkur mælinga-
manna, sem nú voru á leið á vinnu-
stað. Það hafði rignt fyrr um dag-
inn, en nú var stytt upp. Mælinga-
menn eru svo skolli „lánsamir", að
þeim er ógjörningur að stunda vinnu
sína nema í þurru veðri. Við smellt-
um einni mynd af flokknum og svo
héldu báðir sína leið.
Leiðin til baka niður af fjallinu
var næstum því enn hrikalegri en
leiðin upp, en landróverinn stóð sig
eins og hetja. Nú var rúsínan í
pylsuendanum eftir það er að segja
að kanna jarðgöngin sem verið var
að gera inn í Sámsstaðamúla.
Tbni heimapermanent
gerir hár yóar mjúkt, gljáandi
og meðfærilegt
Með Toni fáið pér fallegasta og varanlegasta permanentið. Vegna þess að
“leyniefni” Toni heldur lagningunni og gerir hárið svo meðfærilegt, að þér
þurfið aðeins að bregða greiðtmni í hárið, til þess að laga það. Ekkert annað
permanent hefir “leyniefni”. það er eingöngu í Toni.
Toni er framleitt i þremur styrkleikum
REGULAR fyrir venjulegt hár
SUPER fyrir mjög fínt hár
GENTLE fyrir gróft hár, skolað
og litað hár
Einn þeirra er einmitt fyrir yður.
Toniframleiösla tryggir fegursta hárið
VIKAN 35