Vikan - 20.09.1962, Síða 36
mvn’s barnapúður
noli’ÍS .TON'SOX'S bnniíi])iV\ir rflir livrrt ImÖ og niltaf þegnr
it imi blt'yju.
fvtmnm’s barnavörur
Iíarnapúður. OIíi, Lolion. Shampoo, Sápa, Eyrnapinnar,
li i i jn r. l’t ollacl m.
(jjvkwívndjfQnwxon
Hcildsöiiiljirgðir: FUIDIUK BERTELSEN & CO. H.F.
l.augategi 178. —• Sími'3G620.
"S'ií; ■«;;
c ""'í: i
í
!
i
i
BABY
POWDER
i Þegar búið var að taka af okkur
| hjálmana, eina virðingartáknið, sem
j við bárum í ferðinni, ók Svanti okk-
ur niður að skálanum aftur. Hann
! benti okkur á, að við mættum ekki
láta undir höfuð leggjast að finna
að máli stéttarbróður okkar á staðn-
um. Hér væri nefnilega gefið út
blað og héti ritstjórinn Jón Sigurðs-
son. Jafnframt því, að hann ritstýrði
merkisblaðinu ,,Búrfelli“, hefði hann
umsjón með veðurathugunum á
staðnum íyrir veðurstofuna.
Aður en við gengum á fund rit-
stjóra fengum við nð skoða eina
húsdýrið á staðnum. TJti undir skála-
vegg hafðist ljónfiöru"ur yrðlinc-
ur v'ð í búri sínu. Hafði hann verið
handsamaður á fjöllum uppi og
fluttur í fjötrum til mannabústaða.
Refurinn va'; kallaður Pálína í höf-
uðið á Páli Ólafssyni sem hafði veg
og vanda af uppeldi rebba.
Eitt af því, sem Páll var búinn
að kenna skjólstæðing sínum, var
að reykja pípu. Við heyrðum meira
að segja útundan okkur, að sá stutti
væri farinn að setja sig upp á háan
hest og vildi ekki sjá annað tóbak
en Prins Albert. Ef til vill hefur
runnið blátt blóð í æðum kauða,
en ekkert vitum við um það.
Inni á ritstjórnarskrifstofu hitt-
um við Jón Sigurðsson ritstjóra.
Hann var í óða önn að undirbúa
útgáfu næsta tölublaðs. Sagði hann
okkur, að útgáfan gengi bara sæmi-
lega. Einu mistökin, sem enn höfðu
orðið, voru þau, að hausinn á fyrsta
tölublaði hefði misritazt, svo að úr
varð Búrell í staðinn fyrir Búrfell.
Þetta lítilræði hafði þó enginn tekið
neitt nærri sér. Dálítið kvartaði
Jón undan því, að hann neyddist
til að „prenta“ blaðið á sænska rit-
vél, sem á vantaði þó nokkra ís-
lenzka stafi. Umburðarlyndir lesend-
ur fyrirgáfu þennan ókost einnig
að fullu, svo þetta var kannski ekki
svo afleitt eftir allt saman.
Vegna þess hve blaðið var gefið
út í fáum eintökum, kunnum við
ekki við að fara fram á, að við
fengium að hafa eintak með okkur.
fffí stað þess fengu.m við leyfi til að
_ófskrifa nokkrar frétt.ir upp úr blað-
inu.
Fyrir utan „hel’ismunnann“ hitt-
um við fyrir þi Árna Snævarr,
Svavar Jónatansson verkfræðing við
göngin og Guðmund Hermannsson
verkstjóra í göngunum. Ræddu þeir
um verkið r.iej alvörusvip, og á-
ræddum við ekki að blanda okkur
í samtalið, cnda vafasamt, að við
hefðum getað lagt nokkuð gáfulegt
til málanna!
En ætlunin var að labba sér inn
í göngin, svo við fengum allir
hjálma, sem við settum þegar upp
og vorum hinir vígalegustu. Auk
þrss voru dregin stígvél á fætur
okkar, þar 'eð botninn í göngunum
var ökkladjúp, seigfljótandi leðja.
Var nú haldið af stað inn göngin,
hinir kunnugu á undan, en við í
humátt á eftir „svona til vonar og
vara“. Göngin voru á þriðja metra
ó hæð og um tveir metrar á breidd,
þrúðbein og regluleg. Veggir og loft
úr jökulleir sem verður að fíngerð-
um salla við sprengingarnar. Þegar
sari”>-i bl tn?.r lítur þetta ósköp
svipað út og venjuleg sements-
steypa. Svavar sacði okkur, að held-
ur seinlegt væri að sprengja gegnum
þetta fíngerða jarðlag. Jökulleirinn
er svo laus í sér að holurnar, sem
boraðar eru fyrir sprengiefnið,
fyllast gjarna á svipstundu um leið
og borað er. Þess vegna gengur þetta
ekki eins rösklega og við hefðum
kosið, sagði Svavar.
/— Hvað eru göngin orðin löng,
Svavar?
•—• Rúmlega 100 metrar. Ætlunin
er, að þau verði minnst 800 metra
löng áður en líkur.
— Og hvað komizt þið langt á
sólarhring?
— Að meðaltali á fjórða metra.
En nú þykjumst við sjá merki þess,
að við séum að komast niður úr
þessu leiða jökulleirlagi og niður
á klöpp, og þá vonumst við til, að
afköstin aukist.
Eftir göngunum liggja járnbraut-
arspor. Á þeim rennur eimreiðin,
sem dregur fulla flutningavagna upp
úr göngunum. Eftir að hreinsað hef-
ur verið til eftir hverja sprengingu,
þarf að bæta við spori og þannig
sniglast verkið áfram, lengra og
lengra inn í bergið.
Inn eftir göngunum liggja fjórar
leiðslur, sem flytja vatn, þrýstiloft,
rafmagn og ferskt andrúmsloft inn
í enda. Bæði er því allbjart og sæmi-
lega gott loft þarna í iðrum jarðar,
en engu að síður leið okkur ekki
nema sæmilega vel niðri í jörðinnL
Ef til vill hefur því verið um að
kenna, að við minntumst þess, að
í gamla daga stóð fólk á því fast-
ara en fótunum, að gegnum Heklu-
tind lægi „beinn og breiður vegur“
beinustu leið niður til bústaðar
kölska. Þarna vorum við svo
ískyggilega nærri Heklu, að það var
ómögulegt að vita nema við værum
komnir óþarflega nálægt stað, sem
okkur þótti alls ekkert eftirsóknar-
verður. Við vorum því þeirri stund
fegnastir, þegar við komum upp á
yfirborðið aftur, þótt við værum
reyndar dálítið upp með okkur eftir
að hafa staðizt þessa eldraun og
værum auk þess reynslunni ríkari.
Við spurðum Guðmund Her-
mannsson verkstjóra við göngin,
hvort ekki kæmi fyrir, að mönnum
liði hálfilla þarna inni, fengju inni-
lokunarkennd eða eitthvað þess
háttar. Guðmundur varð undrandi
á jafnkjánalegri spumingu. Hann
kvaðst hafa unnið við neðanjarðar-
göng síðan 1949 og reyndi að full-
vissa okkur um, að sér liði hvergi
betur en inni í sem allra lengstum
göngum. Það var ekki laust við,
að vði bærum þó nokkra virðingu
fyrir svona fífldjörfum fullyrðing-
um.
Frétt úr Búrfelli, 2. tbl. I. árg.:
REFURINN: Refurinn sem náðist
lifandi 12. júlí, er við róða heilsu
eftir atvikum. Hann fer í gönguferð
k hverjum degi og er þvegið með
sápu og volgu vatni tvisvar í viku.
Hann étur allar tegundir af hráu
kjöti, sem honum er boðið, en hann
lítur ekki við kökum. Hann er vin-
sæl 1 j ósmyndafyrirsæta.
MINKUR: f síðustu viku fór Jðn
Ogmundsson á refaveiðar, en veiddi
mink. Það var karldýr.
— -------Undir hausnum á blað-
inu stóð eftirfarandi:
Efni:
Þeir, sem komu með efni í blaðið:
Haukur Tómasson, Jón Sigurðs-
son, Stefán Stefánsson.
Prentun:
Blaðið er prentað á Olivetti ritvél
af Jóni Sigurðssyni.
Við vildum ekki tefja ritstjóra
lengur frá störfum, smelltum af
honum mynd og höfðum okkur á
braut.
Að síðustu rákumst við á unga
stúlku, sællega og rjóða í kinnum.
Hún heitir Celia Washbourn, er tví-
tug að aldri og leggur stund á jarð-
fræði í hinni frægu háskólaborg,
Cambridge. Framhald á bls. 88.
36 VIKAN