Vikan


Vikan - 20.09.1962, Síða 39

Vikan - 20.09.1962, Síða 39
— En... góða madame Duprés,, það var ekki nema sjálfsagt, enda var aðstoð mín ósköp lítilfjörleg. Þér gerið mig feimna með öllu þessu þakklæti. Maður mætti halda, að ég hefði bjargað yður úr dauðans greipum. — Það fannst mér lika meðan á því stóð. En eigum við ekki að fara niður á baðströndina, þegar við er- um búnar að borða? Madame Duprés leit tortryggnislega á síðbuxurnar, sem Lilian hafði brugðið sér í. Lilian kinkaði kolli. — Ég kann alltaf bezt við mig í síðbuxum, þegar ég er í sumarleyfi, sagði hún. Yður fellur ekki slíkur klæðnaður, madame Duprés, þykist ég vita. — Því ekki það? Ég geng ekki þannig klædd, eingöngu fyrir það, að manninum mínum fellur það ekki; hann telur það ókvenlegt.... — Það má vel vera, að siðbuxurn- ar séu ókvenlegar, svaraði Lilian og yppti öxlum. En mér stendur á sama um það, einungis ef um hent- ugan klæðnað er að ræða. Ég hef ekki sérlega mikinn áhuga á fatnaði yfirleitt. — Æ, það er beinlínis synd, eins vel og þér eruð vaxin, Ranvi lækn- ir. Fallega vaxin og kvenleg. Lilian hló. — Ég kvenleg. .. . Ég er viss um, að samstarfsmenn mínir og kunn- ingjar gætu ekki hlátri varizt, ef þeir heyrðu því haldið fram í al- vöru. Það sannar líka bezt hve lítt kvenleg ég er, að ég skuli ekki láta klæðnað minn meiru skipta en raun ber vitni. Þegar þær gengu út úr herberg- inu, varð Lilian litið um öxl — á bókahlaðann á náttborðinu. Ef það hefði ekki verið fyrir madame Du- prés, mundi hún hafa tekið eitthvert sérfræðiritið með sér, en sú fjör- mikla og skrafhreifna, franska frú mundi sjá til þess, að ekki yrði mik- ið naeði til að sökkva sér niður í lestur. Næstu tvo dagana böðuðu þær sig saman í ylhlýjum sjónum, lágu í sólbaði eða fóru í gönguferðir um hið fagra umhverfi á meðan þær biðu þess að monsjör Duprés kæmi. Madame Duprée reyndist gædd sér- stökum hæfileikum til að vekja á sér athygli og aðdáun, ekki hvað sízt karlmannanna meðal sumar- leyfisgestanna, sem hópuðust að henni. Lilian var ekki fyllilega viss um, hvort heldur það var hið franska lífsfjör frúarinnar, fegurð hennar eða fataburður, sem þessu olli helzt — en af fatabirgðum þeim, sem hún hafði meðferðis, og ótrúlegri fjöl- breytni þeirra, hefði helzt mátt halda, að hún væri sýningardís, sem ferðaðist um á vegum einhverrar meiri háttar tízkuverzlunar. Annan daginn, sem þær dvöldust þarna, kom ungur, sænskur verk- fræðingur fram á sjónarsviðið og bættist þegar í hirðina, kringum madame Duprés. Þegar þær voru að halda í háttinn, mælti Lilian, og ekki alveg hæðnis- laust, við madame Duprés. — Einkennilegt hve Herwig verkfræðingur sækist eftir að vera návistum við yður, þótt hann sé svo að segja ómælandi á frönsku — en virðist ekki vita af mér. Madame Duprés brosti. — En góða Ranvi iæknir, hvers vegna reynið þér ekki neitt til þess að hann veiti yður athygli? Þér er- uð mun glæsilegri en ég. Vitið þér Þér njótið vaxandi álits ... þegar þér nofið Blá Gillette Extra rakbiöð Þér getið verið vissir um óaðfinnanlegt útlit yðar, þegar þér notið Blá Gillette Extra blöð, undrablöðin, sem pér finnið ckki fyrir. Pó skeggrótin sé hörð eða húðin viðkvæm, þá finnið þér elcki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra. 5 blöÖ aðeins Kr. 20.50. Gillette' er eina leiðin tiI sómasamlegs raksturs ® Glllette er skrásett vörumerKl. það, að ég sáröfunda yður af því, hve hávaxin og grönn þér eruð, og ekki síður af hinum bjarta litar- hætti ... en þér virðizt ákveðin í að setja ljós yðar undir mæliker. Það vill nú svo til, að þeir góðu herrar sköpunarverksins eru alltaf veikir fyrir ytra útliti manns, hvað svo sem þeir láta í veðri vaka. — Aftur á móti er ég þannig gerð, svaraði Lilian, að ég læt mér ger- samlega á sama standa hvað Her- wig verkfræðingi og öðrum herrum sköpunarverksins finnst um útlit mitt. Ég vil eingöngu láta dæma mig eftir starfi mínu — og engu öðru. — Það skyldi vera, svaraði ma- dame Duprés og virtist þó hugsa fleira en hún sagði. Ætli við séum ekki allar undir þá sömu sök seldar, að við viljum láta veita útliti okkar athygli, og það eins þótt við kunn- um að vera hálærðar og gáfaðar og allt það. .. . — Engin regla án undantekningar, mælti Lilian stutt í spuna. En þegar Lilian kom inn í herbergi sitt, varð henni það fyrst fyrir að setjast frammi fyrir speglinum, skoða sjálfa sig vandlega og spyrja í hljóði í hverju útliti sínu væri á- fátt, fyrst allir karlmenn hópuðust kringum madame Duprés, en veittu henni ekki neina athygli. Auðvitað stóðst hún ekki neinn samanburð við madame Duprés hvað glæsileik og heimskonubrag snerti — en voru karlmennirnir þá í rauninni þann- ig gerðir, að þeir létu sig ekkert annað en ytra útlit konunnar máli skipta? Sjálf hafði hún að vísu full- yrt, að hún léti sér gersamlega á sama standa hvernig Herwig verk- fræðingi og öðrum herrum sköpun- arverksins fyndist útlit hennar. Það var satt, svo langt sem það náði — og það náði ekki lengra en til ann- arra herra sköpunarverksins en hans. Lennart Herwig var sannar- lega aðlaðandi maður, mikill vexti, ljóshærður og karlmannlegum, — eins og norrænn víkingur, sagði ma- dame Duprés. Hvað Lilian snerti, var það æskugáski hans, sem hafði mest aðdráttarafl. Hann var líka að minnsta kosti fjórum árum yngri en hún.... kannske voru það systurleg- ar tilfinningar, sem ollu því, að hún hafði áhyggjur af aðdáun hans á ma- dame Duprés og vonaði, að ekki gæti átt sér stað, að hann væri ást- fanginn af henni í alvöru. Daginn eftir fannst henni kjóllinn, sem hún hafði verið í við morgun- verðarborðið, allt í einu kurfslegur og gamaldags, samanborið við hinn glæsilega kjól, sem madame Duprés skartaði í daginn áður, svo hún gat ekki með neinu móti fengið sig til VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.