Vikan


Vikan - 20.09.1962, Page 41

Vikan - 20.09.1962, Page 41
loksins, að hann sá ekki madame Duprés, en starði á Lilian, orðlaus af undrun og aðdáun. Og þegar hann dansaði við hana fyrsta dans- inn, varð honum eins og ósjálfrátt að orði: — Ég fæ ekki skilið hvern- ig eða hvers vegna þér hafið falið yðar sanna ég fram að þessu. Lilian brosti. Sitt sanna ég — hvað var eiginlega hennar sanna ég? Var hún ekki eins og hver önnur Ösku- buska, sem stóð uppi í gömlu tötr- unum, þegar klukkan sló tólf á mið- nætti? Eða var þessi nýja Lilian, sem naut aðdáunar allra, hennar sanna ég? Hvernig átti hún að vita það? Þrem vikum síðar hélt Lilian Ran- vi heimleiðis. Þó ekki með járn- brautarlest, heldur í bíl, og það var Herwig verkfræðingur, landi henn- ar, sem sat undir stýri. Hann hafði ekki þurft að beita hana neinum for- tölum. Hún hafði sannfærzt um það undanfarnar vikur, að hún ætti hvergi annars staðar heima en við hlið honum. . . . Ég bjóst ekki við, að þú mund- ir taka það svona bókstaflega, þeg- ar ég kvaðst vona, að þú kæmir sem ný manneskja heim úr sumar- leyfinu, sagði Jansson dósent og brosti við, þegar Lilian hafði sagt honum upp alla söguna, og þar með, að hún segði upp starfi sínu við sjúkrahúsið með tilskildum fyrir- vara. Ég hélt satt að segja, að starf- ið væri þér meira virði... .bætti hann við. — Það hélt ég líka, svaraði hún. Þangað til ég kynntist Lennart Her- wig. En fjórum mánuðum síðar kom hún aftur að máli við hann, og í það skiptið tilkynnti hún honum, að ekkert yrði að því að hún giftist Herwig verkfræðingi. í sumarleyf- inu suður í Taormina vorum við hamingjusömustu manneskjur í heimi, sagði hún, en nú höfum við komizt að raun um að við eigum fátt sameiginlegt. Hann getur ekki með neinu móti skilið hve starfið er mér mikils virði. Og nú er mér orðið það ljóst, að ég muni hvergi una mér nema hér í sjúkrahúsinu. . . . Jansson dósent reis úr sæti sínu. — Það var ekki fyrr en þú varst farin, sagði hann, að ég gerði mér það ljóst, að enda þótt ég saknaði þín sem aðstoðarlæknis, saknaði ég þín enn meir sem. . . konu. Ég hafði að vísu ákveðið, að ég skyldi aldrei oftar láta hjónabandið freista mín, en nú held ég að ég verði að endurskoða þá ákvörðun.... okkar beggja vegna, Lilian. — Haraldur. .. . þú ert þó ekki að biðja mín? — Því ekki það? — Madame Duprés kom mér í skilning um, að ástin væri hið eina, sem konunni er nokkurs virði í líf- inu. Það er að segja, ef manni tekst að velja hinn eina rétta lífsförunaut Og þessa dagana hef ég komizt að raun um, að það er ekki eingöngu starfið, sem ég sakna, ekki einu sinni fyrst og fremst það, heldur ... . ó, Haraldur.... Haraldur Jansson vafði hana örm- um og kyssti hana. Og á þeirri stund sannfærðist Lilian um, að ma- dame Duprés hafði lög að mæla.... einnig þegar hún hélt því fram, að aldursmunurinn hefði ekkert að segja.... ★ VAUXHALL. Framhald af bls. 3. Gírkassinn er 3 gírar áfram allir syncroniseraðir og skiptistöng á stýri. Einnig er hægt að fá fjögurra gíra kassa og er þá skiptingin í gólfi, og verðið 3500,00 kr. hærra. Hemlar eru vökvaþrýstihemlar, venjulegar skálar, léttar í ástigi og virka vel. Aðeins 4 smurvörtur eru í biln- um, í spindilkúlunum. Vélin er fjögurra strokka fjór- gengis toppventlavél, vatnskæld, 56.3 hö við 4.600 sn/m, staðsett framan í bílnum. Rafkerfið er 12 volta. Hjólbarðastærð 590x13. Helztu mál: Heildarlengd .... 4.40 m Lengd milli hjóla . .. . . . 2.50 - Sporvídd framan . . . . 1.29 - Sporvídd aftan 1.30 - Breidd Þyngd 954 kg. 1.63 - Verð méð miðstöð og vatnssprautu á framrúðu er kr. 158.500,00 Umboð: S.Í.S., véladeild. ★ Vikan segir: Vauxhall Victor Super er mjög frambærilegur bíll án þess að þar komi fyrir nokkrar byltingar, sem getið verði í sögu bílsins, þegar fram líða stundir. Þvert á móti hef- ur verið reynt að nota það bezta úr fenginni reynslu og sterkasta sölutromp verksmiðjanna mun vera góðar viðtökur hvarvetna. Bíllinn er stílhreinn að útliti og látlaus hvar sem á hann er litið. Það eru litlar líkur til þess að nokkuð í út- litinu meiði smekk vanafastra kaupenda, en hinum nýjungagjörnu finnst það ef til vill helzt til lítið spennandi. Það er alveg óhætt að hrósa akst- urseiginleikum þessa bíls, ekki sízt á vondum vegi. Fjöðrunin er prýði- leg og vinnslan er eins og bezt er hægt að búast við um 56.3 ha vél. En það er ástæða til að finna að sætunum. Þau láta alltof mikið undan og bakið gefur engan stuðn- ing að mjóhryggnum. Flestum stjómtækjum er prýðilega fyrir komið og útsýnið er ákjósanlegt. „ _ ___________ .... gs. EINKAÞOTA. Framhald af bls. 3. manna fylgdarlið, þótt þessi stærð sé gerð fyrir að minnsta kosti hundr- að farþega auk áhafnar. Og nú get- ur Ibn Saud flogið viðkomulaust til svo að segja hvaða borgar í Evrópu, Asíu og Afríku sem er, af flugvell- inum í grennd við höfuðborg sína — og stjórnað ríki sínu úr lofti á leið- inni, fyrir stöðugt símasamband við stjórnarskrifstofurnar. En þeir em víst ekki margir, sem hafa efni á því að kaupa sér slík einkafarartæki, þótt engir fátækling- ar séu, því að þotur þessar kosta ekki einungis of fjár, heldur eru þær allra farartækja dýrastar í rekstri. Aftur á móti spara þær þeim, sem annríkt eiga, meiri tíma en nokkurt annað farartæki, sökum þess hve hraðfleygar þær eru. Að því leyti eru þær hið hentugasta farartæki fyrir þá, sem hafa í mörgu að snúast og þurfa oft að ferðast landa og héimsálfa á milli í sam- bandi við starf sitt. Til þess að verða við þörfum þeirra manna, eru sumar flugvéla- verksmiðjurnar nú farnar að fram- leiða minni eerð af farþegaþotum, viðlíka hraðfleygar og þær stóru, en miklum mun ódýrari í rekstri, og birtist hér mynd af einni slíkri. Er þetta ný þota frá De Havilland verk- smiðjunum, sem flýgur með 500 mílna meðalhraða á klukkustund — DH-125 — og er knúin tveim þotu- hreyflum frá Bristol-Siddeley verk- smiðjunum brezku. Ekki virðast þeir, ráðamenn De Havilland verksmiðjanna, mjög hjá- trúarfullir, eða að minnsta kosti haldnir venjulegri hjátrú, því að þota þessi fór sitt fyrsta reynsluflug mánudaginn þann 13. ágúst síðast- liðinn. VáUXHALL VICT0R FJÖGURRA DYRA, FIMM MANNA, AFGREIÐSLUFRESTUR 3 DAGAR REYNSLUBÍLL FYRIR HENDI. VERÐ MEÐ MIÐSTÖÐ KR. 159.200,00. SAHIt t\l» ISI.I{\ZKIt A SAtlllWI l i:i,ALA Bifreíðadeild Sambandshúsinu. Sími 17080. VIKAN 4X

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.