Vikan


Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 19

Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 19
TIZKAN KJOLAR OG SKARTGRIPIR eftir GUÐRÍÐI GÍSLADÓTTUR. í . .. ' Kjólar og skartgripir. Peysur og dagkjólar eru oft með háum, lausum kraga, nokkurs konar rúllukraga. Kjólarnir eru með ísettum ermum upp á öxlinni og ermarnar eru þröngar niður - þó er stundum svolítill útslátt- ur á þeim neðst. Breið belti er aftur farið að nota með dagkjólum og pilsum. Kvöldkjólarnir eru sléttir í sniðinu og venjulega mjög flegnir. Oft eru örmjó bönd lögð á ýmsa vegu í hálsmálið á flegnum kjól. Við flegna kvöldkjóla þykir sjálfsagt að eiga perlusaumaðan jakka, og slár, sem brydd- aðar eru með strútsf jöðr- um eru það nýjasta við kvöldkjóla. Strútsfjaðrir eru eitt af því nýja sem fram kom í París í haust, og eru þær notað- ar sem skraut 1 hár og hvar sem hægt er að koma þeim við. Buxnapilsið sést líka á síðdegiskjólum og er mynd af einum slíkum á næstu síðu. — „The Dandy-Look“ kom fram í sumar og heldur sér enn, Framhald á bls. 21.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.