Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 27
II
* 'i
'biiwap
m
Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags.
HrútsmerkiÖ (21. marz—21. apr.): Þú skalt ekki
vera mikið úti eftir miðnætti í þessari viku, því
að þín bíða þá alls kyns freistingar, sem þú virð-
ist ekki maður til að standast eins og á stendur.
Vinur þinn bregzt þér einhvern veginn, líklega
um helgina, en þú mátt umfram allt ekki taka þetta illa upp
hiá honum, þvi að þetta var óviljaverk.
Nautsmerkiö (21. apr.—21. mai); Kona, sem lítið
hefur komið við sögu þína undanfarið, verður
nú til Þess að áform þín varðandi næstu tvær vik-
ur breytast töluvert og þá líklega til batnaðar.
Þú munt verða hrókur alls fagnaðar í samkvæmi,
sem haldið verður í tilefni merkisdags I fjölskyldunni.
Föstudagurinn er dálítið varasamur.
TvíburamerkiÖ (22. mai—21. júní): Fimmtudag-
urinn virðist vera sá dagur vikunnar, sem skiptir
þig og framtíð þína mestu. Þú skalt fara að öllu
með gát þennan dag, einkum ef peningaútlát eða
stöðubreyting er annars vegar. Á vinnustað gerist
ýmislegt óvænt, sem verður til þess að áhugi þinn vaknar
á nýju tómstundaverkefni.
KrábbamerkiÖ (22. júni—23. júlí): Taktu ekki
mark á Því, sem sagt er um náið skyldmenni þitt.
Helgin verður öll hin skemmtilegasta og i alla
staði afar óvenjuleg. Vinur þinn gerir þér ómet-
anlegan greiða, en ekki er vist að þú gerir þér
grein fyrir því, hversu mikinn greiða hann hefur gert þér,
fyrr en þá eftir eina til tvær vikur.
Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág.): Þetta er vika,
sem á eftir að verða þér lengi minnisstæð, eink-
um hvað öll hjartans mál snertir. Liklega tekur
þú afdrifarika ákvörðun í vikunni, en ef þú hef-
ur ekki hugsað það mál nógu rækilega er hætt
ylð, að ákvörðun þín geti komið þér illilega í koll, þegar
fram liða stundir. Heillalitur rautt.
MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Maður nokk-
ur, sem þú hefur aldrei talað við fyrri, verður
til þess að hjálpa þér mjög mikið I máli, sem þér
er afar hugleikið. Reyndu að votta honum þakk-
læti þitt eins og Þú getur bezt. Liklega verður
helgin ekki nærri eins skemmtileg og þú vonaðist til, en
aftur á móti máttu hlakka til mánudagsins.
VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þú munt eiga
mjög annríkt í vikunni, jafnvel kvöldin verða ef
svo mætti segja hlaðin verkefnum. Um helgina
gefst þér þó tími til að „slappa af“ og skaltu þá
umfram allt ekki fara að spennast út um hvipp-
inn og hvappinn. heldur sitja heima I ró og næði. Amor gæti
þá sýnt sig. Heillatala 7.
DrekamerkiÖ (24 okt.—22. nóv.): Þetta verður
vika mikilla andstæðna. Ýmist mun allt ieika i
lyndi eða þá þér finnst allt á móti þér. Þú ræðst
í eitthvað, sem síðar mun reynast þér einum of-
viða, og verður þú þá að leita til einhvers, sem
gæti orðið þér að liði. Miðvikudagurinn er langbezti dagur
vikunnar. Heillatala 11.
Bogmannsmerkiö (23. nóv -—21. des.): Þessi vika
verður yfirleitt heldur tilbreytingalítil, en þó
eru líkur á þvi, að helgin verði óvenjuskemmti-
leg. ef þú gerir eitthvað til þess sjálfur, en bíður
þess ekki bara, að eitthvað gerist. Þú ert orðinn
fulihlutdrægur i hópi kunningja þinna, og væri réttast fyrir
þig að bæta ráð þitt hið snarasta.
Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þú munt fá
fréttir að utan eða úr fjarlægu landshorni, sem
verða til þess að koma Þér í gott skap. Þú skalt
ekki fara að ráði þér yngri og óreyndari manns í
máli, sem snertir starf þitt. Á vinnustað rís upp
einhver deila, sem þú getur einmitt orðið til að útkljá.
Heillalitur bleikt.
VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Þú ferð að
heiman i vikunni, án þess beinlínis að vita, hvert
þú ert að fara, en einmitt þá muntu lenda i mjög
óverijulegu og skemmtilegu ævintýri. Kona, sem
þér hefur ekkert verið allt of vel við til þessa,
sýnir þér nú, að þú hefur vanmetið hana. Mánudagurinn er
svolítið varasamur fyrir unga fólkið.
Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Þessi vika
verður fremur leiðinleg fyrir flesta þá, sem heima
sitja. Þú ferð að öllum líkindum á einhvern stað,
sem þú munt umgangast talsvert næstu vikur og
kannski enn lengur. Talan 5 skiptir konur mjög
miklu.
Á'*+A
m
%
LÓÐBYSSUR
Sölustaðir:
S í S Austurstræti
og kaupfélögin.