Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 32
Skinnhúfan. Frh.
sk.iftið um í Bartop . . .
Var honum illt í hálsinum? HvaS-
an fékk hann þessa bassarödd?
— Takk, þetta var afskaplega
elskulegt af yður. Iværar þakkir!
— Drottinn minn! hvíslaði ég. —
Hverslags vofa er nú þetta?
Palli lyfti brúnum og leit á leo-
pardahattinn og svo á mig.
— Nú, hvernig líturðu sjálf út?
sagði hann reiðilega.
Ég fann hvernig ég fölnaði.
— Hv . . hvað meinarðu?
— Ef þú ætlar að vera með þessa
heysátu, geturðu farið ein á bíó!
Ég fann hvernig reiðin sauð i
mér. Þetta sagði Palli! Palli!
— Erum við ekki bráðum komin?
Er langt að ganga? Haidið þér, að
það sé hægt að ná í nokkurn hurð-
armann? Ég hef svo hræðilega mik-
ið að bera, og Minou verður líka að
fá að hreyfa sig. Litla hjartað, er
hún ekki indæl?
Leopardakonan Iiélt upp litlum
kjölturakka, sem hún var með í
bandi, og Palli — sem kallar svona
liunda kerlingahunda •— klóraði
bundinum svo ákaft á hálsinum, að
lokkur úr ljósu hári hans straukst
við leopardahattinn.
— Ég vil gjarnan bera nokkrar
töskur og ganga ineð vður að hinum
vagninum, sagði hann. Það tekur
enga stund , , .
— ö, nei, þér hafið sjálfsagt eitt-
livað annað að gera. Leopardinn
hringlaði mótmælandi með arm-
böndunum.
— Ég næ þvi samt, sagði piltur-
inn, sem ég elskaði heitast af öllu
i heiminum. Mér fannst ég verða
að engu þar sem ég sat. Mig langaði
til að kasta mér um hálsinn á Palla
og halda honum fast, því að ef
hann færi með henni væri öllu tap-
að!
— Ef þú ferð með henni, segi ég
henni að þú sért bara skólastrákur,
sem hafir ekki einu sinni sett upp
stúdentshúfuna enn! Þú með þessa
bassarödd!
— Gjörðu svo vel — gerðu það
hara, ég ætla aldrei framar á æv-
inni að tala við þig!
— En bióið? spurði ég kjánalega
meðan ég fann hvernig augnahára-
liturinn hyrjaði að svíða í augna-
krókunum á mér.
Svo fóru þau. Fyrst liún á háum
mjóum hæluin með litla tösku í
hvorri liönd, og á eftir Palli, hann
Palli minn — klyfjaður eins og
burðarjálkur gekk hann út úr lífi
mínu. Hann hafði mikið að bera
— alla mína drauma um börn og
kaffi og inniskó, fyrir utan allar
töskurnar liennar. Ég heyrði þau
ldæja og svo hurfu þau innan um
hílana.
Hvað átti ég að gera? Ég gekk
yfir torgið, stóð dálitla stund við
hryggjuna þar sem lúristabátarnir
lögðust að og hugsaði með mér að
réttast vséri að kasta sér i sjóinn,
þegar manni hefur verið kastað
þannig burt eins og nöguðum epla-
kjarna. Ég gæti að minnsta lcosti
kastað húfunni, sem alltaf mundi
minna mig á fyrsta og mesta ósigur
minn. Ég tók Irana líka af mér, en
þcgar ég hélt á henni, langaði mig
meira til að þrýsta andlitinu að
henni og gráta i liana —- og það
gerði ég.
Hvað álti ég að gera, hvert átti
ég að fara? Ekki vildi ég fara í
bió, og ekki gat ég vel farið aftur
upp í vagninn og farið heim?
Mamma mundi sjá allt á mér —
við fyrstu spurninguna mundi ég fá
móðursýkiskast! Og dásamlega og
dýra húfan min — hvað verður nú
um okkur? Hvað verður nú um
okkur?
Ég heyrði einhvern ganga í átt
til min, og nú fann ég allt i einu
hve dimmt var orðið og hve ein-
mana ég var, ég sem alltaf hafði haft
Palla við hlið mér, stóra, góða,
elsku P . . . .
— Pía?
Það var hann. Hjartað i mér barð-
ist um.
— Pía. Röddin var ósköp eymd-
arleg. Þú . . .
— Fór bíllinn svona fljótt? Rödd
min var kaldari en sjórinn, sem
skvampaði við bryggjuna.
— Fjandinn hafi það!
— En hve hún átti fallegan hund!
sagði ég. Var það ekki Minou, sem
hann hét?
— Fjandinn hirði hann!
— Hún var reglulega lagleg —
daman, meina ég. Iivað sagðirðu að
hún héti?
— Pía! Hann öskraði næstum. Ég
hef aldrei vitað það áður, að þú
gætir verið svona illgjörn. Þú nýtur
þess, að pína mig!
— En þú? Ég stappaði niður fæt-
inum. Það lield ég að þú hafir notið
þess að burðast með þennan
heimskulega hund hennar og tosk-
urnar og allt dótið. Þú hefur von-
andi haft hugsun á að fá heimilis-
fangið hennar, svo að þú getir hitt
hana aftur, einhvern tíma þegar þú
ert laus við mig?
En nú gat ég ekki meira.
— Geturðu ekki hælt að tala um
þessa manneskju! Það var eins og
röddin brysti skyndilega — eins
oð hún hefði verið klippt í sundur
með skærum. Hann horfði ekki
lengur á mig, en ég liorfði á liann.
Svo rétti ég út höndina og stakk
henni i vasa hans.
— Það stóð einhver náungi á bið-
stöðinni og beið eftir henni. Hún
kallaði: Ástin mín! og kaslaði sér
í faðm hans meðan ég stóð hjá og
hélt á liundinum hennar. Svo tók
hann liundinn af mér og fékk mer
nokkrar krónur fyrir aðstoðina og
bauð góða nótt! Hún sagði ekkert,
hún hafði sjálfsagt gleymt þvi að ég
var til.
— Asni! hvíslaði ég af tilfinn-
ingu.
— Konur eins og hún eiga engan
tilverurétt! sagði Palli borginmann-
lega.
— Alls ekkil
Hann stóð þögull og starði í
gegnum mig svo hitru augnaráði,
að mér lá við gráti.
— Henni fannst ég sjálfsagt
hlægilegur . . .
— En það varstu ekki. Það skaðar
aldrei að vera kurteis!
Þá birti yfir svip hans og hann
þrýsti lófa minn I vasanum.
— Þú ert að minnsta kosti ágæt,
Pía-Mía! Þú skilur allt án allra
málalenginga og uppistands! Þú —
heyrðu, ef við lilaupum, náum við
í bíó!
Svo kyssti hann mig snöggt á nef-
ið og enginn gat séð í myrkrinu
hvernig ég roðnaði. En hann minnt-
ist ekkert á húfuna, en það sýnir
INNOXA
INNOXA - SNYRTIVÖRUKYNNING VIKUNNAR.
Vikunni er ánægja að kynna fyrir lesendum sínum samstarf við hið
heimsþekkta snyrtivörufyrirtæki INNOxA, London og París.
Vörukynning sem þessi er áður óþekkt hérlendis, en INNOXA hefur
tekið upp slíka kynningu í mörgum löndum í samstarfi við þekkt
tímarit og vikublöð.
Útsölustaðir INNOXA snyrtivara eru:
REGNBOGINN s.f., Bankastræti, Verzlunin STELLA, Bankastræti,
SÁPUHÚSIÐ h.f., Austurstræti, Verzlunin OCULUS h.f., Austurstræti,
Verzlunin EDDA, Keflavík, Verzlunin STRAUMUR, ísafirði,
SILFURBÚÐIN, Vestmannaeyjum, APÓTEK NESKAUPSTAÐAR,
Neskaupstað.
Hér kynnir INNOXA tvær af vinsælustu og mest seldu andlitskrem-
tegundum, en þær eru:
INNOXA TENDER TOUCH MÓISTURISING CREAM og
INNOXA CLEANSING CREAM.
Kremin eru pökkuð í litlar umbúðir (15 gr.) og er verðíð mjög lágt
þar sem þetta er gjört í kynningarskyni.
Þær konur sem vilja notfæra sér þetta, meðan hið takmarkaða magn
endist, geta fengið afhent tvær ofangreindar kremtegundir, gegn kr.
25,00 greiðslu og meðfylgjandi seðli í einhverjum eftirtöldum
INNOXA-útsölustöðum eða með því að senda seðilinn í pósti til
VIKUNNAR ásamt ofangreindri greiðslu og mun varan þá verða
send yður í pósti.
INNOXA . INNOXA . INNOXA . INNOXA .
xn
s
Ph
NAFN: .....................................
Heimili: ...................................
Kaupst. eða sýsla: ........................
VIKAN - P. O. Box 149 - Reykjavík.
INNOXA . INNOXA .INNOXA .INNOXA .
32 VIKAN