Vikan


Vikan - 25.10.1962, Qupperneq 39

Vikan - 25.10.1962, Qupperneq 39
þá hefur þú tekið niður allar inn- réttingarnar? „Já, ég reií alltsaman, því það var töluverður viður í því, og mað- ur hafði ekki ráð á því að skiija slíkt eftir i þá daga.“ — Siðan veizt þú ekki til að neitt sögulegt hafi skeð í sambandi við hellinnV „Nei, ekki það ég veit.“ — Hvað er tii unnja hérna i heli- inum, um veru ykkar hér? „Pað má til dæmis sjá förin í hellisveggnum eítir þilið, sem ég setti upp. iig gerði raufar i sand- steininn til að festa horðunum í. Hérna má t. d. sjá örlitinn spýtu- hút, sem enn loðir við mjúkan sandsteininn. Svo sérðu hérna hvar ,ég lief kirotað nafnið í vegginn 1910. Það er að vísu gert áður en ég fór að húa hérna. lig var hér kunnugur áður og kom oft hingað.“ 1 veggnum stendur: „Jón Þ. 1910.“ — Hala ieinhverjar hreytingar orðið hér siðan þú fórst? „Já. liellisgólfið hefur sýnilega hækkað. Liklega heíur hrunið úr loftmu, og svo eru hér ailtaf kind- ur og hafa myndað skán á gólfið, sem saínazt hefur fyrir á þessum 40 árum. — Svo hefur sýnilega hrunið fremst úr hellisopinu, og það bara nýlega, sýnist mér, því það er svo lítið krotað í sárið. Það er allt útkrotað, nema þar.“ ir Það var liðið að kvöldi, þegar við settumst upp i bilinn og ókum. af stað frá hellinum eftir tiltölu- lega góðum vegi niður að Laugar- vatni. Þangað er nú ekkj nema kortérs akstur. Lg setti miðstöðina i gang og kveikti á útvarpinu. Þul- urinn var að lesa síðustu fréttir. Jón haliaði sér makindalega aftur- áhak i sætinu, stakk upp í sig súkku- laðimola og sagði: „Heldurðu að þú vildir fara upp í helli núna, Dísa mín, til að sofa i nótt?“ Það fór hrollur um Vigdisi. Hún vafði fastar að sér kápunni og sagði: „Guð minn góður, Jón minnl Hvað þér getur dottið í hug . . .“ G. K. Augu í heitu myrkri. Framhald af bls. 15. — Ég vona ekki, frú, ekki alvar- lega. En sem sagt, ég er dálítið las- inn. Það kom snögglega rétt áðan, gerði sennilega réttast í að leggja mig. Hún féllst á það, varð öll að móð- urlegri umhyggju. Ég herti mig upp í það að brosa. —• Mér þykir leitt, hve illa ég hef dugað sem félagi þessa elskulegu kvöldstund. En ég þakka yður inni- lega fyrir trúnað yðar og vinsemd. -— Ég gekk til dyra og við tókumst í hendur. — Við skulum vona, ef ógæfan er á ferð, að hún eigi aðeins erindi á nr. 48. Góða nótt! — Góða nótt! Hurðin féll hægt að stöfum. VII. Við borðuðum hádegisverð saman, daginn eftir, fimdum aftur okkar góða lagsbræðratón. Hún virtist mjög glöð yfir því, að ekkert hafði orðið að mér. Hvorugt minntist á skuggann, sem dregið hafði yfir síð- ustu samverustundir okkar kvöldið áður. Við ákváðum að hvíla okkur klukkustund eftir matinn, fá okk- ur síðan bát og róa út í Fögruvík. Þér njótið vaxandi áiits ... þegar þér notið Blá Gillette Extra rakblöð Þér getið verið vissir um óaðfinnanlegt útlit yðar, þegar þér notið Blá Gillette Extra blöð, undrablöðin, sem þér fmnið ekki fyrir. Bó skeggrótin sé hörð eða húðin viðkvæm, þ>á finnið þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra. 5 blöð aðeins Kr.20,50. Gillette er eina leiðin til sómasamlegs raksturs <S> eillette er skrásett vörumerkt. Ég beið hennar í anddyri hótels- ins, settist beint á móti stiganum. Á mínútunni kl. 2 kom hún niður stigann. Hún var í korngulum, létt- um kjól með mosagrænt flosband um hárið, bar litla tösku og bað- slopp. Á neðsta stigapallinum kom hún auga á mig og veifaði til mín hendi með þessari sérkennilegu handarhreyfingu, sem miinnti á blóm á ruggandi stilk. Hún kom brosandi niður þrepin og þetta bros féll yfir mig eins og glitrandi ljós, hamingjubrosið, sem gerði hana eins og bikar, sem flóir yfir barma. — Við reikuðum niður að naustinu og fengum okkur þægilegan bát. Veðrið var eins unaðslegt, eins og það getur fegurst orðið í Finnlandi, blæjalogn, bláheiður sumarhiminn, glampandi sólblik á vötnum, græn- /r skógar eins og hátignarlegir verð- ir umhverfis. Hún vildi endilega róa, en kunni það illa. Það varð úr því kátína og klaufaskapur. Síðasta spöl- inn reri ég einn og við brýndum kænunni í Fögruvík. Við gengum upp í bjarkarlund- inn, settumst og nutum útsýnis og veðurs. Ég veit ekki, hvernig henni leið, en yfir mig færðist einhver munaðarþrungin ró og íullnægju- kennd. Þetta var ein af þeim fágætu stundum, sem máttu vara endalaust. En ég þorði ekki að gefa mig þess- ari tilfinningu algerlega á vald, fannst ég þurfa að rjúfa þennan töfrahring, sem þrengdist nær og nær mér. — Jæja, frú, viljið þér vera svo elskuleg að kjósa yður búningsher- bergi hér, áður en ég kýs mitt. Hún leit á mig eins og ég hefði kallað hana úr fjarlægð, brosti: — Má ég vera hér? —• Með ánægju. Ég stóð upp, tók baðföt mín og kápu og gekk fyrir bjarkarlundinn til vinstri, fann þar innar á eynni grasivaxinn bala meðal granítkletta. Litlu síðar var ég kominn fram á klappirnar og steypti mér út í vík- ina. Vatnið var mátulega varmt, lagð- ist eins og mjúkur svali að líkaman- um. Það var unun að móka í vatns- borðinu, velta sér, kenna yl sólar- innar á votum líkamanum. Stundar- korn gleymdi ég því, að ég var ekki einn á ferð í Fögruvík. Þá kom hún syndandi út til mín með rólegum þaulæfðum tökum, brosti, veifaði hendi til mín. Við syntum lengi hlið við hlið í nokkurri fjarlægð, án þess að mælast við, syntum í takt eins og við vær- um að dansa. Hún leið áfram í vatn- inu að því er mér virtist alveg á- reynslulaust. Ég sá, að hún myndi sigra mig í þolsundi, ef út í það færi, og kærði mig ekki um það, beygði til lands og synti með sama hraða. Hún fylgdist með, eins og það væri ósýnilegt band á milli okkar, unz við stóðum í fjörunni. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.