Vikan


Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 6

Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 6
Þegar fjölskyldan fer út aÖ skemmta sér, skemmt- ir hún sér bezt meö því að vera ekki aðeins óhorf- andi, heldur þótttakandi í skemmtuninni. Hér eru þrjór frúr, sem hafa fengið það verkefni að blása upp blöðrur. Síðan eiga þær að setjast á þær með pomp og pragt. i) FJÖLSKYLDAN FER OT AÐ SKEMMTA SÉR Það er búið að borða sunnudagsmatinn; pabbi lætur fara vel um sig með vindilinn, mamma lítur í blöðin og börnin eru að leika sér. Þá heyrisl allt í einu sagt: — Hvað á að gera í dag? Þau líta öll hvert á annað, því þetta hafði líkt og legið í loftinu. — Ættum við að fá okkur göngutúr, segir pabbi. — Æ, nei, það er rigning og hárið á mér verð- ur svo agalegt, segir mamma. — Getum við ekki farið í bíltúr, út á Nes eða upp í Skíðaskála? — Við erum svo oft búin að fara þangað, segja börnin og það er sýnilegt, að það hefur ekkert aðdráttarafl. — En í bíó klukkan þrjú, segir pabbi. Gáðu hvaða myndir eru. — Ó, þær eru allar svo lélegar. Ég held það borgi sig ekki. — En að fara til afa og ömmu, segir mamma. — Já, eða til Stínu og Stjána. Það er nú svo langt síðan við höfum komið þangað. — Já, en þá talið þið fullorðna fólkið bara saman, segja börnin, og við getum þá alveg eins verið heima. Sem sagt: það eru ekki margar viðhlítandi lausnir á málinu og fjölskyldan er alveg ráðþrota. Það var Hermann Ragnars, danskennari, sem sagði okkur þessa dæmisögu og eftir öllum sólar- merkjum að dæma, munu margir geta kannazt við sjálfa sig í henni. Sannleikurinn er sá, að það er ekki margt sem öll fjölskyldan getur gert sam- an sér til skemmtunar. Hins vegar er það mjög æskilegt; það treystir fjölskylduböndin, að for- eldrar geti verið með börnum sínum — að minnsta kosti á sunnudögum. Hermann fór að hugsa um þetta vandamál. Hann sagðist hafa verið búinn að sitja svo marga „kaffi- og vínarbrauðsfundi" með allskonar forráðamönnum æskulýðsmála. Þar var bent á alls konar leiðir, en hingað til hafa það einkum verið orðin tóm. Hermann afréði að láta til skarar skríða og talaði við ýmsa stjórnendur samkomuhúsa, en talaði yfirleitt fyrir daufum eyr- um unz Konráð Guðmundsson í Sögu ákvað að koma til móts við Hermann. Þegar þetta er skrifað hefur Hermann Ragnars haldið þrjár slíkar skemmt- anir í Hótel Sögu og aðsóknin var svo mikil, að margir urðu frá að hverfa. g — VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.