Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 39
VALIN
EFNI
VONDUD SMÍÐ
VQLUNDAR
TIMDUR
FURA
OREGONPINE
MAHOGNY
EIK
TEAK
AFZELIA
RAMIN
Carda-gluggar hafa not-
ið alheimsviðurkenning-
ar og eru nú framleidd-
ir í 17 löndum.
Það hafa verið smíðað-
ir yfir 5000 Carda-glugg-
ar hér ó landi og fer
stöðugt fjölgandi.
TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR HF
ur, sem fór með mig á dansleiki,
og göfuglyndið rauk af honum og
allir í borginni dáðust af honum
fyrir gæði hans og hugulsemi við
vesalings blindu stúlkuna".
„Þú ert falleg", sagði ég.
„Kannski hefurðu gert honum rangt
til".
„Þeir hafa verið fleiri honum
líkir", sagði hún ásakandi. „Margur
karlmaðurinn hefur haldið að hann
mundi komast yfir mig fyrirhafnar-
laust, og hugsað sem svo, að ekki
þurfi konur sjón til allra hluta. En
ég hef ekki neina þörf fyrir ást af
því taginu".
Þögnin reis eins og múr á milli
okkar,- það var orðið myrkt í stof-
unni og ég varð gripinn einhverju
annarlegu eirðarleysi og gerði mig
líklegan til að rísa á fætur.
„Eg skal fara og kveikja", sagði
hún. „Þú rekur þig bara á í myrkr-
inu".
Hún reis á fætur, gekk yfir þvert
gólfið, hröðum, öruggum skrefum
og kveikti á lampanum. Ljósið skar
mig í augun fyrst í stað. Hún stóð
þarna, há, grönn og íturvaxin og
tinnusvart hárið gerði frítt andlitið
enn fölara.
„Ætlarðu einhverntíma að lesa
eitthvað fyrir mig, sem þú hefur
skrifað?" spurið hún.
„Vissulega", sagði ég, „en þú
mátt ekki búast við að það verði
í stíl við Emily Dickinson".
Hún kom með kápuna mína og
hattinn, og nokkur andartök stóð-
um við frammi við dyrnar.
„Þú ert hávaxinn", sagði hún
rólega. „Þú hefur sterkan málróm,
dálítið þreytulegan á stundum, en
hreimfallegan. Hvernig líturðu út?"
„Þú mundir aldrei villast á mér
og kvikmyndaleikara", varð mér að
orði. „Ég er hrjúfur og veðurbitinn
f andliti, eins og lélegur rithöf-
undur mundi orða það".
„Ég get ímyndað mér þig eins
og ég vil", svaraði hún. Svo brosti
hún og rétti höndina að mér.
Fingurgómar hennar snertu höku
mína örlétt og mjúkt. Aldrei hefði
ég getað gert mér f hugarlund að
konufingur gætu snert svo Ijúft.
Þeir léku um enni mér og hvarma,
niður vangana.„Þú hefur miklar
brúnir og augun liggja innarlega",
sagði hún og svipur hennar var
eins og hún hlustaði. „Kannski er
nefið helzt til breitt. Efri vörin er
þróttmikil og þú hefur djúpt Péturs-
spor í hökuna — og svo þyrftirðu
að raka þig".
Það seytlaði heitur straumur um
mig allan við snertingu hennar og
ég fékk ómótstæðilega löngun til
að snerta hana. Ég laut að henni
og kyssti hana, fyrst létt á ennið,
síðan fast og ákaft á heitar, þvalar
varirnar. En þegar ég hugðist vefja
hana örmum, hratt hún mér frá sér.
„Hvað viltu?" spurði hún og ann-
arlegri hörku brá fyrir í röddinni.
„Hvað viltu?"
„Andrea", sagði ég. „Hlustaðu
á mig . .
„Ertu strax orðinn ástfanginn af
mér?" spurði hún hæðnislega. „Eða
er það kannski bara girndin — eða
kannski að þú viljir miskunna þig
yfir veslings blindu stúlkuna?"
„Mig langaði einungis til að
kyssa þig", svaraði ég. „Emily
Dickinson hefði áreiðanlega skilið
það".
Andartak brá fyrir iðrun f svip
hennar, en svo hristi hún hana af
sér. „Ég þakka þér að minnsta
kosti fyrir kjötmaukið", sagði hún.
„Fiskmaukið", leiðrétti ég.
„Allt í lagi", sagði hún og nú
vottaði fyrir brosi á andliti hennar.
„Einhverntíma í næstu viku ætla
ég að fá lánaðan bíl", sagði ég,
„og bjóða þér í ökuferð".
Hún dró svarið. „Kannski", sagði
hún að lokum. „Kannski; við sjáum
til . . ."
Ég hafði aldrei lagt trúnað á þá
þjóðsögu, að ást gæti vaknað við
fyrstu sýn eða fyrir eina hand-
snertingu. Og ég hef alltaf gert
gys að þessum ástrfðuþrungnu
sonnettum, sem skáld miðaldanna
orktu í ástarbríma. En það gerðist
þennan vetur, að þrátt fyrir skamm-
degið og kuldann, vaknaði ég morg-
un hvern án þess að kvíða deginum.
Og í fyrsta skipti í mörg ár vakti
rökkrið hvorki hjá mér þreytu-
kennd né leiða.
Við Andrea fórum í langar
gönguferðir. Sátum hvort við ann-
ars hlið á bekkjum í görðum und-
ir hrímguðum trjám og þegar hún
hlustaði eftir lágu þruski íkorn-
anna, eða strauk fingrunum um
frosinn börkinn, eða fann vindátt-
ina breytast án þess ég yrði þess
hið minnsta var, þá urðum við bæði
ung aftur og heimurinn aftur töfr-
um þrunginn. Þegar við vorum sam-
an, var sem ég sæi alla hluti í
skýru Ijósi, rétt eins og þokunni
létti.
„Andrea", sagði ég eitt sinn þeg-
VIKAN 13. tbl. — 3Q