Vikan


Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 13

Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 13
AUGU ASTARINNAR minnsta kosti einn eða tveir af þeim eru mjög efnilegir". „Það er alls staðar sama barátt- an", varð mér að orði, og nú veitti ég því athygli, að ég var enn með flösk- una. „Ég er með víndreytil meðferðis, sem ég ætlaði að taka heim með mér. Má bjóða yður glas?" „Nei, þakka yður fyrir". Og tor- tryggni hennar vaknaði aftur. „En yður er velkomið að fá yður glas, ef þér viljið". Ég sótti glös fram í skápinn. „Þessi íbúð yðar er nákvæmlega eins og mín", sagði ég. Það stóð lampi á skápnum og ég kveikti á honum á meðan ég var að finna glösin. Svo skenkti ég í þau og bar henni ann- að þeirra. „Þér ættuð að bragða á þessu", sagði ég. „Þetta er ágætt vín". Ljós- ið af lampanum á skápnum féll á and- lit henni og hún leit upp, þegar ég rétti henni glasið. Hún horfði yfir öxl mér, en hvorki á mig né glasið. Þá varð mér Ijóst, að hún var blind. Mér brá ákaflega, og það var eins og hún yrði þess einhvernveginn vör, því að hún flýtti sér að taka til máls, eins og hún vildi leysa mig úr vand- anum. „Þakka yður fyrir, ég ætla að fá mér bragð", sagði hún og rétti fram höndina til þess að taka við glasinu, ö.rugglega og hiklaust. „Þá ætla ég að Ijúka úr mínu glasi", sagði ég, „og hypja mig svo heim. Það er orðið áliðið, og í raun- inni hefði ég alls ekki átt að valda yður þessu ónæði". Að svo mæltu drakk ég í botn. Ég hikaði rétt andartak og gekk síðan til dyra. Hún reis úr sæti sínu á legubekknum og fylgdi mér fram. Rétt sem snöggvast stóðum við út við dyrnar. „Mér þykir fyrir þessu með nemendurna", sagði hún. „Ég skal gæta þess að gluggarnir séu lokaðir". „Það er allt í lagi mín vegna", flýtti ég mér að segja. „Hafið ekki neinar áhyggjur af því. Ég tek mér hvort eð er alltaf hvíld frá ritstörfun- um um það leyti dagsins". Að svo mæltu opnaði ég dyrnar og hélt á brott. Hana bar við Ijósið, granna og íturvaxna, og enn var and- lit hennar skugga hulið. „Góða nótt, Pete", sagði húr> og rödd hennar var hlý og róleg. „Góða nótt, Andrea", sagði ég. Svo lokaði hún dyrunum hljóðlega. I stað þess að halda aftur í veit- ingakrána, fór ég beina leið heim. Það var runnið af mér, og ég harm- Framhald á bls 36. VIKAN 13. tw. — Jg 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.