Vikan


Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 20
Dragspilið cr þanið í brsnicncii sc -irhitanum. Hér eru þrír Zuludansarar albúnir þess að hefja dansinn. eðlilegt að gullborgin nýja risi þar. Ekki veit ég hvert var framlag þessa lands til gullstóls jarðarbúa þennan septemberdag fyrir 78 árum, en ég les í kveri litlu að héðan komi nú árlega 66 hundraðshlutar gullsins, sem framleitt er utan Sovét- ríkjanna. Eg gleymdi því í dag að afla mér uplýsinga um fjölda þeirra, sem vinna við gullnámurnar hér í Jóhannesarborg, en ég sé að í öllu landinu er talið að við gullnámurnar einar vinni tæplega 400 þúsund blámenn og um 50 þúsund hvítir, og þar sem um þriðji hluti af gulli landsins er unnin hér þá er ekki ólíklegt að starfsmannafjöldinn við námurnar sé hátt á annað hundrað þúsund. Áður en ég segi meira frá þeim þætti úr lífi námufólksins, sem ég sá í dag, þá langar mig — ef það mætti síðar verða einhverjum lesanda Vikunnar til fróðleiks, að skýra frá því, að í bæklingnum, sem ég gat um áðan, segir, að heildar- tekjur íbúa Suður-Afríku séu þrefalt hærri en meðaltekjur fbúa annarra Afríkulanda, að þetta land framleiði þrisvar sinnum meira stál en öll önnur Afríkulönd til samans; að hér sé helmingi meiri raforka nýtt en í öllum þessum fyrrgreindum löndum, og héðan komi 80% af kolafram- leiðsiu Afríku að hér séu 41% af bifreiðum og 50% af símalínum allrar Afríku, að af rúmlega 12 milljón dökkum íbúum Suður-Afríku hafi um 3 þúsund lokið háskólaprófi, en af þeim 174 milljónum, sem búa milli Suður-Afríku og Sahara eyðumerkur hafi ekki nema rúmlega 1700 lokið námi við háskóla. Fyrst ég er nú á annað borð farihn að svitna hér yfir tölum, sem stjórn þessa lands hefur nefnt sér til afbötunar í þeim bæklingum, sem ég hef, og gefnir eru út af opinberri hálfu, þá er rétt að geta þess að hér les ég það, að fyrir þrem árum upplýsti Alþjóðavinnumálastofnunin, að meðal- laun svartra manna hér í landi samsvöruðu um 6 krónum á klukkustund og var það miklu meira en í nokkru öðru ríki Afríku. Árið 1958 voru meðalárstekjur Bantunegra hér miklu hærri en meðalárstekjur Indverja og meira en helmingi hærri en meðalárstekjur Pakistana. Jóhannesarborg er svo vestræn, að hún gæti verið í Kj iforn.'u. Hún grund- vallaðist á s.num t.'ma á gullnám- unum, sem voru og eru einhverjar hinar mestu í hsimi. Eitthvað af því umróti sést í forgrunni myndarinnar. umir kalla hana Jew-burg — Gyðingaborgina — og rök- styðja þá nafngift með því að fullyrða, að gildustu þræð- ir verzlunarsambandanna renni oft saman í einhverju hinna sjö sam- kunduhúsa Gyðinga hér í borg. Svert- ingjarnir, sem koma hingað að norðan frá r.ágrcnr.ar.'kjurium — kaiia hana bara Goii — g j iborgina. Hinir hvítu feður nefna har.a „The Go'den City" — gullnu borgina eða „The City of Go'.djn P.og^ss" — borg hinna gullnu framfara — Jóhannesarborg heitir hún, en hlð spcugi.rga er, að menn greinir stundum á um það við hvaða Jóhannes hún sé kennd, þar sem fjórir heiðursmenn m_ð þessu postullega nafni áttu ailir þátt í grundvöllun hennar. Eftirláta munum vér þeim Suður-Afríkubúum cð útkljá það deiiumál, en rétt er þess hér að geta, að allir eru scmmála um að saga hennar hefjist moð þessari svo mjög umdeildu nafr.gift 20. sept. 1886 þegar Jóhannnesar tveir — hinir fyrri af J.ihc.tnesu fjórum — lýstu því yfir að hæðadrög nokkur, skyldu héoan í fiá v:.rð~ g .nd.ö.'ur borgar þeirrar, er bera skyldí fram til vegsimdar nt n þoss g:ða guðspjallamanns. Og hvers vegna borg á Randjeslacig:t !.coðum? Vegna þsss að þar í grendinni hafði fundizt mikið af cu '.' og þar s;m stjórnin í Pretoriu var bæði búin að lýsa þvf yfir cð þ tía gull í Witwatersrand væri ríkisins réttmæl eign og að Randjeslaagte hæðadrögin voru í eigu hins opinbera, þá var Þá er staðhæft að í Eþíópíu, einu elzta sjálfstæða ríki Afríku, gangi 0,7% íbúanna í skóla og Liberiu, sem lengi hefir verið undir handleiðslu Ameríkumanna 4,3%, en hér í Suður-Afríku 18,1%. í Eþíópíu er eitt sjúkrarúm á hvérja 3 þúsund íbúa, Liberiu eitt fyrir hverja 1600, en hér eitt pr. 240 íbúa, í Liberiu einn læknir fyrir hverja 20 þúsund og einn á um 100 þúsund í Eþíópíu. Þá segir að hér jafngildi árstekjur hinna 12 milljón dökku íbúa landsisn árstekjum þeirra 35 milljóna, sem eiga heima í Nigeríu. Eg sel þessar tölur ekki dýrar en þær voru keyptar. Mér þykja þær mjög fróðlegar, og allar styðja þær fullyrðinguna, sem ég hef heyrt hér af vörum hvítra og svartra, að þó að með réttu megi margt að finna, þá hafi svartir menn hvergi meira að borða á meginlandi Afríku en hér og menntunarskilyði þeirra séu hvergi betri. Enda þótt þetta sé út af fyrir sig engin réttlæting á skilnaðarstefnunni, þá væri þó ranglátt að þetta kæmi ekki fram í málinu áður en fullnaðardómur er felldur yfir dr. Veerword og félögum hans. Eg ætla að segja frá dönsum mámumannanna, sem ég sá í morgun, en áður en ég geri það er bezt að skrifa eitthvað meira um Jóhannesar- borg. Við skildum þar við fyrir tæpum 8 áratugum, sem hópur em- bættismanna hafði haslað henni völl, en þar stendur hún nú — ég verð að segja í allri sinni dýrð — því þetta er mikil borg — rúmlega einnar milljón íbúa — og fögur er hún, þó að borgarstæðið sjálft sé frá náttúrunnar hendi ekki eins og það er bezt á öðrum stöðum — Rio, Haifa, Bergen, Hong Kong — svo að ég nefni staði, sem eru eftirminnilegir vegna náttúrufegurðar. Stundum finnst mér þessi borg minna á Los Angeles, en svo sannfærist ég aftur um að hún er í einhverjum öðrum flokki, t.d. vegna gróðursins, sem er miklu meiri hér, en háhýsahverfin mörg eru svipuð, ysinn í umferðinni, þröng á aðalgötum, verzlanir, sem vel gætu verið í Californíu. Veðrið er miklu betra hér en í Los Angeles. Hér er loftið oftast tært, hæfilega hlýtt — um 16 gráður á Celcius að meðaltali — vegna þess að borgin er í rúmlega 17 hundruð metra hæð yfir sjávarmáli. Hér er næst- um alltaf sólskin meðaltal ársins 8,7 stundir á dag. Hér er allt sem eina stórborg má prýða, fagurt ráðhús, lista- og menn- 2Q — VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.