Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 26
lýsir eftir
sterkasta manni
landsins
— VIKAN 13. tbl.
í skemmstum orðum sagt: VIKAN hefur látið smlða krafta-
mæli og nú á að fá úr því skorið, hver mesta og bezta krafta
hefur í kögglum. Þið sjáið mæta vel á myndinni hér að ofan,
hvernig mælirinn lítur út og hvernig ber að taka á honum.
Svo er um að gera að bíta á jaxlinn og gretta sig hæfilega
til þess að reka endahnútinn á átakið. En sem sagt: nú þýðir
ekki lengur að belgja út brjóstið og vera laundrjúgur. Mæl-
irinn sýnir svart á hvítu svo ekki verður um villzt, hvort
einhver seigla er I sinum eða einungis loft í blöðrunni.
Allt að einu er þetta saklaust gaman og margir hafa haft
gaman af því að spreyta sig. Við ætlum að fara með mæl-
inn á vinnustaði og jafnvel á skemmtistaði (það vita allir
hvað menn verða sterkir, þegar þeir hafa fengið einn lít-
inn). Við ætlum að sjá, hvernig skrifstofumenn standa sig
á móti erfiðismönnum, hvort lögreglan er eins sterk og orð
fer af og ef til vill munum við fá einhverja þekkta kraftajötna
til að taka á. Við höfum þegar farið í eina smiðju og til
lögreglunnar og það voru mikil átök á báðum stöðum. Við
segjum frá því seinna. Svona kraftamælir sýnir raunar að-
eins krafta við eitt átak, en það gera allir mælar, hvort held-
ur þeir eru kreistlr í lófa, eða settir fastir f gólf. Svo raunar