Vikan


Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 17

Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 17
Þetta er aldargömul saga. og hún er sönn. Hins vegar er hún lítið þekkt, því að allir þeir, sem hafa ritaS um háðar orrustur, sagnfræðingar og hersérfræðingar, hafa helzt kosið, að hún félli í gleymsku. Hún fjallar um atburð úr borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum, og samkvæmt her- fræðinni er ekki hægt að heyja svona orrustur. En sagan er jafn sönn og hún er skemmtileg, svo þar er full ástæða til að rifja hana upp. Hún er á þessa leið: Sönn frásögn ur þrælastríðinu og einkennisbúningar sáust ekki. Mennimir voru allir eins litir og leirinn, sem var allt í kringum þá. — Það er ástæðulaust, hélt hann áfram, þegar hláturinn rénaði, — að gera því skóna, að við höfum eitthvað að segja í þessa fíra, ekki einu sinni að við getum haldið þeim í skák svolitla stund. En það er heldur engin ástæða til að ætla, að þeir fari ekki rétt inn í innsiglinguna, og með þessari brellu, sem við settum upp í morgun, ætt- um við að minnsta kosti að geta gert þeim svo- lítinn usla, áður en þeir koma og taka okkur. Svona lítur dæmið út, piltar. Hvað eigum við að gera? Hlýða skipunum hans hátignar eins og góðir, litlir Surðurríkjamenn? Eða vera kyrrir og æfa skotfimina? Hann bjóst ekki við öðru svari en því, sem hann fékk. Þessir írskættuðu viðskiptavinir Bakk- usarbankans, varðir fyrir moskítóflugunum að utan með leirlagi og svartsýni að innan með viskíbaði, hefðu brugðizt eðli sínu, umhverfi sínu og sjálf- um sér, hefðu þeir lagt á flótta. Það væri rangt að taka það ekki fram, að Dowling gerði sitt bezta til að láta renna af mönn- um sínum um morguninn. Hann skipaði svo fyrir, að menn skyldu skiptast á um að sjá um kaffigerð, og alltaf væri nóg heitt kaffi fyrirliggjandi. En fallbyssubátar Sambandsstjórnarinnar neituðu samvinnu á þessu sviði, og sendu langdræg fall- byssuskeyti inn til strandarinnar. Eitt hið fyrsta þeirra lenti í eldhúsinu og blés því með kaffi og öllu saman af yfirborði jarðar Strandverjendurnir fleygðu sér niður og fólu höfuð sín, þegar skothríðin byrjaði, en brátt sáu þeir, hve heppilegt efni til virkisgerðar votur leir er. Sprengjurnar sukku í hann og sprungu þar án þess að gera minnsta usla, því leirinn lagðist að þeim og eyddi krafti þeirra. Yfir 100 fallbyssukúlur, sem nægt hefðu til þess að gereyðileggja steinhlaðið virki, svo ekki sé talað um raftavirki, hurfu í leir- inn og voru þar með úr sögunni. Loksins linnti þessari skothríð, og Dick og menn hans fóru að svipast um eftir einhverju, sem þeir gætu barizt við sína eigin timburmenn með. Nú var kaffið úr sögunni, svo þeir urðu nauðugir viljugir að grípa til sama meðals og hafði vald- ið timburmönnunum, og sem betur fór var talsvert eftir á viskívagninum. Morguninn leið, án þess að flotinn réðist til annarrar atlögu. Sólin hækkaði á lofti og geislar hennar helltust eins og bráðinn málmur yfir hermennina 43, og eimurinn af leirnum fyllti loftið. Þeim fór að leiðast biðin ■—- Af hverju koma þeir ekki að sækja okkur? spurðu mennirnir. — Eftir hverjum fjandanum eru þeir að bíða? Rétt um hádegið kallaði útvörður þeirra, að hjálp væri á leiðinni. Dick klöngr- aðist upp á sólbakaðan leirbakkann og leit upp eftir ánni. Jú, mikið rétt, þarna kom fallbyssubáturinn Uncle Ben niður eftir með Suðurríkjafánanna við hún. — Sjáið skútuna, piltar? sagði hann glaðlega. — Þarna kemur hún eins og hnarreistur hundur til þess að gelta að úlfahópnum. Takið nú vel á móti. Um leið og mennirnir lustu upp fagnaðarópi, tók sambandsskipið Sachem sig út úr hópnum og kom nær ströndinni. Fjarlægur hvellur heyrðist, og sprengju- gos varð í ánni rétt hjá Ben frænda. Fallbyssubáturinn sveigði snarlega í hring og sigldi upp ána aftur af fulum krafti. — Ja, fari það nú í sótsvart og hurðarlaust . . . byrjaði Dick, en svo náði kímnigáfan aftur yfirhöndinni. — Svona fer það — snautar heim aftur með skottið milli fótanna, um leið og fyrsti úlfurinn urrar, sagði hann og hló. Hlátur hans smitaði út frá sér, og menn hans héldu áfram að vera í góðu skapi. Og ekki rénaði það, þegar föðurlandselskar konur frá næsta þorpi komu stuttu síðar með mat handa þeim. Dick var aldrei eins í essinu sínu, og þegar konur voru meðal viðstaddra, svo það var ærið glatt á hjalla í litla leirvirkinu, þar til mjög varð

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.