Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 50
HOMG
KIK
Heildsölubirgðir:
Símí 11400
EGGERT KRISTJANSSON & CO HF
að sér að kyssa hana. —
Peggy sagði: — Og ef þú vilt
hafa þetta lengur á þessu fyrir-
litlega auga þínu þá geturðu hald-
ið því sjálfur. Hún fleygði kjöt-
sneiðinni til hans og um leið og
hann greip hana stakk Augustus
Green höfðinu inn um dyragætt-
ina.
Hann sagði: — Hvernig geng-
ur?
Það varð stutt þögn.
— Jæja?
Peggy sagði og horfði á Julian:
— Hann er heppinn að bæði aug-
un á honum er ekki orðin eins.
Green lyfti annarri augabrún-
inni. — Hvað gengur eiginlega á?
Peggy sagði: — Ekkert, alls
ekkert, og sneri sér snöggt að
dyrunum.
Green leit á þau til skiptis.
— Lögreglan er komin, Soames
— maður að nafni Malraux og
svo annar maður. Dittaðu að aug-
anu svolitla stund en síðan skul-
uð þér koma. Hann lokaði á eftir
sér.
Malraux lögregluforirigi reynd-
5Q — VIKAN 13. tbl.
ist vera dökkur yfirlitum, skarp-
leitur eitthvað á fimmtugsaldri.
Hann stóð í miðju herberginu og
krotaði eitthvað hjá sér. Félagi
hans var lögregluþjónn í ein-
kennisbúningi. Þegar Julian kom
inn var hann að segja: — Og
þér segið, Mam'selle Mehaffey,
að annar þessara manna hafi
verið miklu stærri og meiri en
sá mjói.
—- Og hvað stór?
— Að minnsta kosti sex fet
og fjórir þumlungar.
— Um m m m m — það eru
193 senimetrar, Mam'selle. Og
þeir töluðu ensku?
— Sá minni, ftalinn. Hinn
sagði varla orð.
— Aha. Svo annar var ítali.
Annabelle sagði: — Ja, það
heyrðist mér á framburðinum.
— Einmitt. Annar talar með
ítölskum hreim. Þetta mjakast í
rétta átt. Jæja, Monsieur Grúne-
wald. Haldið þér lika að maður-
inn hafi verið ítalskur?
Henri sagði: — Ég þori ekki
að fullyrða það. Mér heyrðist
hann frekar vera Svisslendingur.
— Nújá. Mam'selle Browning
er ekki viss. Mam'sellc Mehaffey
segir að hann hafi verið ítalskur.
Og þá er hann allt í einu orðinn
Svisslendingur. Þér, bílstjóri,
Soames. Hvað segið þér um þenn-
an granna?
Julian sagði: -— Ég er alveg
viss. Þeir voru báðir Þjóðverj-
ar.
Malraux hvessti á hann augun.
— Ekki Pólverjar? Eða Finnar?
Eða kannski Kínverjar?
Julian sagði grafalvarlegur: ■—
Nei, lögregluforingi, Þjóðverjar.
— Það er vonandi ekki af
ástæðulausu, að þér haldið þetta?
— Sá sem sló mig í hausinn
hét Ludwig. Ég man greinilega
að hinn kallaði hann Ludwig.
-— Og hvernig mynduð þér
lýsa þessum Ludwig?
Julian sagði og gretti sig til
þess að sýnast meira sannfær-
andi: — Ja . . . Mér fannst hann
nú ekki alveg eins stór og Miss
Annabelle segir. Ég held hann
hafi verið eitthvað á stærð við
mig. Ef þá það.
Annabelle sagði gröm: — En,
Soames, hann var risastór.
— Monsieur Grúnewald? sagði
Malraux.
Henri sagði: -— Ég held að ég
sé sammála Soames.
■— Og sá mjói?
— Ég hefði haldið að hann
væri fremur grannvaxinn en ekki
mjór. Og hann var alls ekki lít-
ill.
Malraux lögregluforingi leit á
Annabelle, Peggy, Julian og
Henri.
— Jæja, sagði hann, — það
er einmitt það. Við höfum fjög-
ur vitni. Og fjórar mismunandi
lýsingar á mönnunum tveimur.
Við skulum þá snúa okkur að
bílnum þeirra — við skulum sjá,
hvað ætli þeir hafi verið í mörg-
um bíltegundum? Mam'selle Me-
haffey?
— Ja, ég tók eiginlega ekki
eftir því.
— Mam'selle Browning.
— Ekki ég heldur. Nema að
hann var svartur.
— Monsieur.
— Það er rétt. Þetta var svart-
ur Citroen.
— Nei, ég er hræddur um að
Mr. Grúnewald hafi ekki rétt
fyrir sér. Þetta var Renault.
Skyndilega minnti Malraux
lögregluforingi á grimman mörð.
-— Þá erum við komin, sagði
hann, — að þrautalendingunni,
og það er bílnúmerið. En auð-
vitað man ekkert ykkar bílnúm-
erið.
Julian sagði hressilega eins og
vel lesinn nemandi í barnaskóia:
— Það geri ég.
— Og hvað, sagði Malraux
lögregluforingi, -— var svo núm-
erið?
Julian gaf honum upp númer-
ið á bílnum sem hann hafði far-
ið fram úr ásamt Mr. Pimm þenn-
an sama morgun. Malraux krot-
aði þetta hjá sér og sagði: —
Loks höfum við að því er virð-
ist eina staðreynd, sem enginn
mælir á móti. En ég vildi vita
áður en við hefjum eftirleitina.
Monsieur Grúnewald, þeir voru
báðir vopnaðir, er það ekki?
— Jú, áreiðanlega. Ég er alveg
viss um það.
— Og það var ekki hleypt af
neinu skoti.
— Við vorum í návígi, sagði
Henri eins og ekkert hefði í
skorizt. — Og við lögðum strax
í þá, svo að þeir gátu ekki grip-
ið til vopnanna; þeir höfðu nóg
annað að gera.
Mairaux kinkaði kolli: — Ég
get ímyndað mér það. Jæja, lát-
um það gott heita. Jæja, við ger-
um ekki meira í kvöld. Hann
sneri sér að Matildu frænku og
Green. — Verið viss um það,
Monsieur, Madam, að við gerum
allt sem í okkar valdi stendur.
Við verðum ekki meira en í einn
eða tvo daga að ná í þessa þorp-
ara. Framhald í næsta blaði.