Vikan


Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 19

Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 19
 jfi'f'l'oiul, ''"■ "h, ,„ ' : ■ 4 Þau eru fullt eins vön að skemmta öðrum, þessi hjú, eins og að njóta skemmtunar ann- ffarra. Þau eru Nadja Tiller og Jean-GIaude Brialy. |jj Þetta eru þekkt hjón úr stjórnmálaheimin- um: Franz Josef Strauss og Marianna kona hans. „Spiegelmálið" fékk mjög á Strauss á sínum tíma, en nú hefur hann varpað af sér öllum áhyggjum og dansar glaður og sæll við konuna sína. 0 Rock Hudson leikur nú í nýrri skemmtidag- skrá í sjónvarpinu vestur í Bandaríkjunum. Þetta er öðrum þræði auglýsing fyrir ýms fyrirtæki, þeirra á meðal Jeep. Þar af Ieiðir, að Rokkurinn verður að fara í útilegu, til þess að sjónvarpsskoðendur sjái greinilega, hve fjöl- hæft farartæki Jeep Wagoneer er. Hér er hann að taka dótið niður af og út úr bílnum til þess að búa sér náttstað, og notar við þetta alla sína útlimi. 1 „Mir geht's gut . . .“ Manni dettur ósjálf- rátt í hug þessi vinsæli slagari Heinz Rúhmanns, þegar maður sér þessa mynd af honum, þar sem hann er í góðum félagsskap úti að skemmta sér. VIKAN 13. tbl. — 19 1 Svona lítur My Fair Lady út, þegar Audrey Hepburn leikur hana. Warner bræður eru byrjaðir að kvikmynda þessa frægu sögu, en það er eitt að, sem þeir athuguðu ekki nægi- Sega vel í upphafi. Audrey Hepburn er svo heilsutæp, að ekkert má út af bera, og læknir hennar verður stöðugt að vera til taks og hressa upp á hana milli atriða. 2 Hóteleigandinn Morris Lansbrugh á Miami bauð Brigittu Bardot 70.000 dollara á viku, ef hún vildi koma vestur og skemmta í einum næturklúbbanna hans. Hún sendi honum skeyti: Ég skal hugsa málið fyrir milljón dollara. Hann sendi aftur svarskeyti um hæl: Fyrir milljón verður þú að gera gott betur en hugsa. 0 Hin þekkta sígaunaspákona Kali á það til að stöðva frægt fólk, sem gengur um götur Parísarborgar og spá fyrir því. Nýlega stöðvaði hún Ginu Lollobrigidu, og spádómurinn var eitthvað á þessa leið: Á næsta ári mun Gína eignast dóttur, og hljóta Óskarsverðlaunin. Lík- ur eru til, að hún taki að umgangast þekktan pólitíkus að einhverju ráði og síðast, en ekki sízt, stendur í lófa hennar að hún muni hljóta stórt og gott hlutverk, sem Soffía Lóren keppir um á móti henni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.