Vikan - 25.03.1964, Blaðsíða 15
Iningur. ÞiS getiS bara sjálf séS þaS meS því aS lesa þessa grein, hvaS þaS er einfalt. Grein eftir G.S.
ykkur.
— Hræddur er ég um það, sagði Jón
í PURK og tróð sér í pípu. Ja, það er
nú það. Hvað var það nú aftur?
— Mýrarflöt 7 . . .
— Alveg rétt. Á hvaða veðrétt fer
þetta?
Þetta var það versta, sem hann gat
spurt mig um. Ég reyndi að hugsa skýrt,
hugsa rökrétt, hugsa fljótt . . . og sagði:
Getum við ekki haft það á sama veðrétti?
Ég hafði hitt á býzna gott svar. Hann
sagði:
■—- Olræt, þetta er með ríkisábyrgð.
Sem sagt: Annar veðréttur í Austurbrún
35, 25. hæð, 15 íbúð, ekki satt? Og hér
er frumrit félagsins og afrit félagsins og
afritið af því. Ég held ég sé búinn að
skrifa samþykki mitt þar sem við á.
— Svo þá er þetta tilbúið til þinglesn-
ingar.
— Nei, hvað er ég að segja. Við verð-
um auðvitað að aflýsa þessu bréfi og
útbúa nýtt. Og það verður að fara gegn-
um Fjármálaráðuneytið. Ég skal útbúa
þa allt saman fyrir þig. Komdu bara aftur
seinna í vikunni.
Ég kom aftur eftir viku.
Jón var enn að troða í pípuna. Hann
sagði:
— Jæja góði, þetta fer nú að lagast.
Ég talaði við Kristján og þú þyrftir að
fara þangað.
— Hvaða Kristján? spurði ég steinhissa.
-— Var ég ekki búinn að segja þér
það? Hann Kristján í Byggingasamvinnu-
félaginu SKURK. Jú, sjáðu til; þessi íbúð,
sem þú varst að kaupa er háð reglugerð-
um þess félags. Þú verður víst að ganga
í það félag líka.
— Kristján í SKURK? já, einmitt það.
Jú, ég skal fara til hans Kristjáns. Hvað
átti ég aftur að gera? Já, auðvitað, ég
skal muna það.
Kristján var við. Hugsa sér að geta
gengið svona milli manna og þeir eru
allir í stólunum sínum. Ef það væri
sumar og allir í laxinum: Hvar stæði ég
þá?
— Látum okkur sjá, sagði Kristján og
rótaði í spjaldskránni. Þetta verða tvö
hundruð og fimmtíu krónur. Það er bara
formatriði. Skrifa undir þetta og þá segj-
um við að það sé í lagi.
Ég setti kvittunina í veskið og skund-
aði niður í PURK.
— Jæja, Jón, þá er þetta víst loksins
búið, sagði ég og sýndi honum kvittunina
til sannindamerkis um að ég hefði geng-
ið Byggingafélagið.
— Aðeins eitt lítilfj örlegt atriði forms-
ins vegna. Við sáum að þú skuldar tíu
ára árgjöld hér í Byggingasamvinnufélag-
inu. Það eru reglur að menn standi skuld-
lausir til þess að geta fengið fyrirgreiðslu.
Annars er ég búinn að útbúa nýja bréfið
með afritum.
— Jæja já, er það mikið?
— Það er eitt þúsund krónur.
— Já, það er einmitt það, þúsund krón-
ur, nei, ég skal ekki láta standa á því.
Ég vissi, að ég yrði að taka það af
matarpeningunum hjá konunni, en hvað
um það. Ég dró upp veskið og rétti hon-
um einn þúsundkallinn, sem, sem ég hafði
áætlað að ég þyrfti í þinglýsningarkostn-
aðinn.
— Þá er það ráðuneytið, sagði Jón.
Ætli ég komi ekki með þér.
Ég var afar feginn því. Verst ef ég
yrði nú rukkaður þar fyrir einhvern
skrambann. Ég fór að reyna að rifja það
upp fyrir mér, hvort ég væri í einhverj-
um félögum. Hvort það gæti verið að það
biðu tíföld árgjöld úti í ráðuneyti. Okkur
var vísað inn í tekkskrifstofuna hjá Völ-
undi Grímssyni. Hann tók gamla skulda-
bréfið, sem hafði verið í vörslu bygg-
ingasamvinnufélagsins og bar það saman
við allar þrjár kópíurnar af nýja skulda-
bréfinu. Síðan skrifaði hann eitthvað og
stimplaði hingað og þangað og skrifaði
líka á spjald í spjaldskrá.
-— Þetta er frumrit Fjármálaráðuneytis-
ins, sagði, hann. Það á að vera hér. En
nú þarf að þinglýsa því og það er bezt
að ég komi með ykkur.
Indælismaður Völdundur Grímsson. Mér
þótti vænt um að hann skyldi koma.
Hann mundi útskýra pappírana fyrir þeim
hjá fógetanum. Ég var hvort eð er alveg
hættur að botna í þeim.
Framhald á bis. 33.
VIKAN 13. tbl. — Jg