Vikan - 22.04.1964, Page 9
þessu, og þar var útkoman að meðal-
tali 14,3 — og sá hæsti með 23
rétt svör. Hann á metið ennþá.
Hópurinn í Háskólanum var að
meðaltali með 13 rétt svör og þar
var sá hæsti með 16 rétt.
Einn bekkur í tækniskóla var með
11 svör rétt að meðaltali, og sá hæsti
var með 15.
Húsmóðirin, sem aðeins hefur
gengið í barnaskóla, hafði 14 svör
rétt, og 14 ára drengur með 15 rétt.
Því miður — eða kannske sem
betur fer — þá gátum við blaða-
mennirnir á VIKUNNI ekki tekið
þátt í þessu, vegna þess að við
höfðum verkefnin til þýðingar og
lagfæringar, og gafst því ekki tæki-
færi til þess. Annars hefðum við
vafalaust verið einhversstaðar á
milli 20 og 30. Það finnst okkur að
minnsta kosti.
Súpermenn!
En eitt er nauðsynlegt að taka
fram, sem hefur töluverð áhrif á
þessar útkomur, að smávægilegar
villur voru á þrem stöðum í verk-
efnunum, þegar þessar tilraunir
voru gerðar. Þær gætu hafa gert
það af verkum, að menn hefðu yfir-
leitt haft þrjú svör rétt í viðbót.
Samt reikna ég ekki með því, en
mundi bæta einu réttu svari við að
jafnaði.
Þessar villur hafa nú verið leið-
réttar, og ég vona að nú sé allt
rétt.
En hvað um það. Þessar tilraunir
okkar sýna áþreifanlega, að mennt-
un og skólalærdómur hefur ekki
neina úrslitaþýðingu í sambandi við
lausnirnar, svo að allir sæmilega
skynsamir einstaklingar geta tekið
þátt í að leysa þær og borið gáfur
sínar saman við aðra.
En ég aðvara ykkur. Þótt spurn-
ingarnar séu 40 talsins, þá telst
það semsagt til undantekninga að
leysa helminginn af þeim.
En ef . . .
Ef einhver finnst, sem leysir 26
spurningar eða fleiri réttar, sem-
sagt einstaklingur með „mjög góðu
gáfnafari" skv. þessari prófun, þá
förum við þess vinsamlega á leit
við hann, að við fáum að vita um
það. Við munum þá reyna að koma
því til leiðar að hann (eða hún)
verði prófaður meir og betur. Við
munum mynda hann í bak og fyrir
og, setja hann á opinberan sjení-
lista VIKUNNAR. Hver veit nema
einhversstaðar leynist einhver Ein-
stein meðal okkar, og hafi það að
aðalatvinnu að líma frímerki á um-
slög allan daginn? Við mundum
þá leggja til að hann yrði hækk-
aður í tign og fengi að loka um-
slögunum líka . . .
I alvöru talað. Við höfum mik-
Framliald á hls. 31.
VIKflN
prófaði skólanemend-
ur. Meðalútkoman 12,83 atriði
rétt aff 40 samsvara
greindarvísitölu lOO (I meðali.)
-£> Meðalgreindur chimpansi hefði svarað 3 spurn-
ingum rétt og það samsvarar greindarvísitölu 40.
Einstein er ta.linn hafa haft greindarvísitölu 180. Hann
hefði með öðrum orðum svarað öllum þessum spurn-
ingum rétt og hann hefði verið innan við hálftíma að
svara þeim. [)
Mismunur á gáfnafari þeirra skólanemenda, sem VIK-
AN prófaði, virtist vera allmikill. Tveir svöruðu til
dæmis aðeins 6 spurningum réttum, meðaltalsútkom-
an af öllum var um 13 (greindarvísitala 100: meðal-
lag) en nokkrir sköruðu framúr, stúlka á Laugarvatni
með 19 svör og piltur í Menntaskólanum í Reykjavík
með 23 svör rétt. Það samsvarar greindarvísitölu 130.
lllllllllfiP
Verður stökkbreyting á gáfnafari manna? Sjá grein í næstu opnu.
A
VIKAN 17. tbl.
9