Vikan - 22.04.1964, Blaðsíða 28
DREYFUSARMALIfl
Framhald af bls. 19.
stuðning, og Brisson forsætisráð-
herra varð að leita lengi fyrir
sér áður en hann fann mann,
sem reyndist tilleiðanlegur að
taka við embætti hermálaráð-
herrans. Það var Zurlinden hers-
höfðingi, æðsti maður setuliðs-
ins í París, en hann setti það skil-
yrði, að hann fengi skjölin í
Dreyfusarmálinu til athugunar
áður en ákveðið væri að taka
það til meðferðar á ný.
Ekki leið á löngu áður en Zur-
linden hershöfðingi lýsti yfir því,
að nákvæm athugun hans á sönn-
unargögnunum hefði fullvissað
hann um sekt Dreyfusar. Meiri-
hluti ríkisstjórnarinnar var því
hins vegar svo fylgjandi að málið
yrði tekið upp aftur að Zurlind-
en tók aftur við embætti sínu
sem yfirmaður setuliðsins í París
— og Frakkland varð enn einu
sinni hermálaráðherralaust.
Zurlinden hafði vikið du Paty
de Clam úr embætti, og einnig
hafði hann séð svo um, að málið
gegn Piquart yrði lagt fyrir her-
dómstól. Hershöfðingjaklíkan
hafði svarið að ganga á milli bols
og höfuðs á honum, og innan
skamms stóð hinn hugprúði of-
ursti enn fyrir rétti.
Endurskoðuninni jókst stöðugt
fylgi, einnig hjá dagblöðunum,
en „La Libre Parole“, og nokkur
önnur héldu áfram Gyðingaof-
sóknum sínum og birtu nýjar af-
hjúpanir. Hvarvetna gætti stjórn-
málalegrar óvissu og öngþveitis,
orðrómur um uppreisnarundir-
búning og byltingu komst á
kreik og hernum var skipað að
vera við öllu búinn. Esterhazy
var flúinn til Englans, eftir sjálfs-
morð Henrys, og ól nú brezk
dagblöð á sífelldum æsifregnum
og „afhjúpunum". Og þegar hann
að lokum gekk svo langt að lýsa
yfir því við eitt af blöðunum, að
hann hefði sjálfur skrifað hið
margumrædda „bordereau11, trúði
honum enginn!
Ekki var annað sýnna en að
hið pólitíska öngþveiti mundi
leiða algert stjórnleysi yfir
Frakkland, og loks tók hæstirétt-
ur rögg á sig þann 3. júní, 1899,
ógilti dóminn yfir Dreyfusi og
bauð að málið skyldi tekið upp
aftur fyrir herrétti í Rennes.
Tveim dögum síðar gekk yfir-
fangavörðurinn inn í kofa Dreyf-
usar á Djöflaey, og sýndi hon-
um símskeyti: „Samkvæmt
ákvörðun hæstaréttar er Dreyfus
höfuðsmaður ekki lengur háður
ákvæðum þeim, sem gilda um
útlæga fanga . . . og hefur aftur
leyfi til að bera einkennisbúning
sinn . . . Varðhaldi hans er lok-
ið og skal hann vera frjáls ferða
sinna. Beitiskipið „Sfax“ lætur
í haf frá Fort-de-France í dag til
að sækja hann og flytja aftur
heim til Frakklands".
DÓMURINN í RENNES.
„Sfax“ flutti Dreyfus aftur
heim til Frakklands, þar sem
hann var settur í herfangelsið 1
Rennes, en Mathieu bróðir hans
sagði honum hvað gerzt hafði á
undanfömum árum.
Zola sneri heim aftur eftir
ellefu mánaða útlegð á Englandi.
Picquart var látinn laus og
málsókn á hendur honum frestað
um óákveðinn tíma.
Dómararnir sjö, sem skipaðir
voru í forsæti herréttarins í
Rennes, voru einskonar samnefn-
ari yfirmanna héraðsherfylkj-
anna. Að vísu hefur hlutleysi
þeirra verið dregið nokkuð í efa,
af skiljanlegum ástæðum, en að
öllum líkindum var þetta þó rétt-
sýnasti og ábyrgasti dómstóllinn,
sem herinn gat sett á stofn. Hlut-
verk hans var þó engan veginn
eins auðvelt og Dreyfus hafði
gert sér í hugarlund, þegar hann
las fagnaðarboðskapinn í sím-
skeytinu á Djöflaey. Þegar deilt
var um málið í þinginu, hafði
því verið hreyft að Mercier hers-
höfðingi, sem gegnt hafði em-
bætti hermálaráðherra, þegar
dómurinn yfir Dreyfusi var upp
kveðinn, yrði tekinn höndum, og
í rauninni höfðu blöð þjóðernis-
sinna lög að mæla, þegar þau
fullyrtu að dómararnir yrðu að
velja á milli hans og Dreyfusar.
Demange, sem áður hafði var-
ið mál Dreyfusar, áleit, að Dreyf-
us ætti að miða málsvörn sína
að þessu sinni við það, að hann
hefði verið dæmdur á röngum
forsendum og byðist nú tækifæri
til leiðréttingar á því. Hann hafði
alltaf verið því mótfallinn að
pólitík væri blandað í mál þetta.
Labori, hinn skeleggi málafærslu-
maður sem annazt hafði vörnina
í máli Zola og Picquarts, vildi
einnig fá að hafa með höndum
vömina í máli Dreyfusar, en það
var endurskoðunin, sem hann
lagði fyrst og fremst áherzlu á,
hann vildi byggja vömina á sið-
gæðislegum kröfum, en ekki lúta
svo lágt, að viðurkenna að um
eiginlegt afbrotamál væri að
ræða. Dreyfus-fjölskyldan tók að
lokum þá ákvörðun að þeir
skyldi báðir annast vörnina, en
það sýndi sig að hún varð veik-
ari fyrir bragðið.
Samkvæmt herréttarvenjum
hófust réttarhöldin klukkan sex
að morgni, og augu allra við-
staddra beindust að Dreyfusi,
þegar hann var leiddur inn í
dómsalinn. Þeir fáu þar, sem ver-
ið höfðu viðstaddir brottrekstur
hans úr hernum 1894,könnuðust
við vélrænt göngulag hans og
stjarfan hermannsbrag. Hann
var nú 39 ára, en leit út sem
gamalmenni, grár fyrir hærum,
veikburða, og augun sljó bak við
þykk og kúpt gleraugun. Hann
vakti meðaumkun fyrst í stað,
eða þangað til hann tók til máls.
Hann gerði sér allt far um að
beita kaldri skynsemi og rök-
festu; það kom að vísu fyrir að
gráthreim brá í röddina og að
hann missti stjórn á tilfinningum
sínum, en annars var rómur hans
annarlega hlutlaus og kaldrana-
lengur, rétt eins og málið snerti
hann ekki neitt persónulega.
HEFÐI HANN DÆMT
SJÁLFAN SIG?
Heraginn og virðingin fyrir
yfirmönnunum var honum svo
samgróið, að skelfingu brá í svip
hans, þegar hann heyrði að Picqu-
art, sem einungis var ofursti að
tign, dirfðist andmæla herfor-
ingjunum. Það var sagt um hann,
að hann mundi hafa dæmt sjálf-
an sig ef hann hefði setið í dóm-
arsæti. Clemenceau lét einu sinni
svo ummælt, að Dreyfus hefði
sjálfur verið sá eini, sem ekkert
skildi í gangi Dreyfusmálsins, og
sjálfur sagði Dreyfus löngu síð-
ar: ,,Ég var einungis stórskota-
liðsforingi, stöðvaður á frama-
braut minni fyrir hörmuleg mis-
tök. Sá Dreyfus, sem gerður var
að píslarvotti réttlætisins, var
alls ekki ég —- það voruð þið,
sem skópuð hann“.
Og svo var Dreyfusmálið sett
á svið öðru sinni, og áherzlan
lögð á „bordereauið" og bréfið,
sem þeir Henry og de Paty höfðu
betrumbætt á glæpsamlegan hátt.
Það varð undarleg leiksýning,
sem þeir fáu útvöldu urðu þar
vitni að bak við lokaðar dyr
dómsalarins. Mercier hershöfð-
ingi var aðalvitnið, og hann lagði
allan sinn mikla persónuleik á
metaskálarnar. Hann hagaði sér
alls ekki sem vitni, heldur sem
harðskeyttur saksóknari.
Dómararnir litu á Mercier og
herinn sem eitt og hið sama.
Hann festi á þá hvöss augun á
meðan hann gerði grein fyrir sök
Dreyfusar og sekt. Hann lék hlut-
verk hins gamla og reynda yfir-
boðara, sem vill leiðbeina undir-
mönnum sínum; malaðli fram-
burð varnarvitnanna mjölinu
smærra með nýjum sakargiftum,
óljósum skýringum og gaf stöð-
ENN EIN
NÝJUNG
«*flWk$JÖFN
rrvi 4 Li ~L/
Ío'-J ^7
1
NÝJA REX SKIPAMÁLNINGIN ER AFBRAGÐS STERK OG ENDINGARGOÐ
XTS
ii
4ÖI
□
REYNSLAN SANNAR GÆÐI REX VARANNA
1
2g — VIKAN 17. tbL