Vikan


Vikan - 22.04.1964, Síða 31

Vikan - 22.04.1964, Síða 31
hægt andlát eftir langa sjúk- dómslegu. f kirkjugarðinum í smábænum Harpenden á Englandi, stendur legsteinn með áletruninni „Greifi Jean de Voilemont“. Undir því nafni duldist Esterhazy greifi síð- ustu æviár sín í fátækrahverf- unum í London. Einu sinni í mánuði fór hann í pósthúsið og sótti þangað peningapréf. Hvað- an honum komu þeir peningar, vissi enginn. Þannig lauk ævi greifans. Var hann „svikarinn D“? Það er staðreynd að leyniskjöl hurfu jafnt og þétt úr vörzlum franska herforingjaráðsins — einnig eftir að komizt hafði upp um Ester- hazy greifa. Schwarzkoppen hafði sem sagt orðið sér úti um annan meðhjálpara. Hver hann var vitnaðist aldrei. NÝR EINSTEIN HEFUR EKKI... Framhald af bls. 9. inn áhuga á því að heyra um það, ef einhver leysir 26 spurningar eða meira, við rétt skilyrði, sem fyrst og fremst er að tíminn sé ekki lengri en 30 mínútur og ekki sé kíkt í svörin. Það er að sjálfsögðu aðalatriðið. Og svo óskum við ykkur góðs gengis og vonum að þið reynist miklu gáfaðri heldur en þið eruð. VerSur stökkbreyting á gáfnafari manna? Framhald af bls. 11. Og það eru mörg félagsleg vanda- mál, sem við getum ekki fengizt við að finna lausn á, nema við getum lagt á þau einhverskonar mælikvarða, eða að minnsta kosti stuðzt við hann, þó að hann sé ekki algildur, varðandi ein- staklinga eða undantekningar. Gáfnaprófsmælikvarðinn er áhrifamestur fyrir það, að örlítill mismunur á hæfni til að leysa vissa þraut, kannski 10 gáfna- stiga munur, eða sem svarar einu vitþroskaári, gerir mikinn mun, þegar um er aó ræða hve erfiðar prófþrautir viðkomandi geti leyst. Fullorðinn sjimpansi getur leyst starfræna þraut ámóta vel og sex ára barn, og gæti fengið 40 gáfnastig, ef hann væri mað- ur. Hálfviti mundi fá um 70, meðalgefinn maður 100, gáfaður háskólanemandi 140, og menn á borð við Pasteur og Einstein 180 eða enn hærri einkunn. Tíu stiga munurinn er ekki síð- ur mikilvægur á bilinu milli 140 og 180 en þegar komið er niður í 100 stig. Gáfaður háskólanem- andi finnur hæfnismun á prófess- orunum, sem meðalgefinn og meðalmenntaður maður fyndi ekki. Námi og vísundum svipar að því leyti til fjallgöngu, að menn þurfa sjálfir að hafa eitt- hvað klifið kletta, til þess að kunna að meta afrek frækinna fjallagarpa. Þjóðfélagið verður því að við- urkenna þá staðreynd, að eins og einungis fræknustu fjallagarpar geta farið torggengustu leiðir, verða vissar þrautir einungis leystar af mönnum, sem hafa frá- bæra hæfileika. Til þess að geta uppgötvað hættuna, sem mönn- um stafar af sýklum, eða leyst kjarnorkuna úr læðingi, þarf við- komandi að ná að minnsta kosti 180 gáfnastigum. Sama verður uppi á teningnum í lífefnafræði, heimspeki og stjórnvísindum; sennilega líka í tónlist og skáld- skap; kannske einnig í myndlist, eins og ráða má af Leonardo da Vinci. Það er vita þýðingarlaust að fela mönnum, sem náð hafa einungis 170, enn síður 160 gáfna- stigum, að leysa slíkar þrautir, nema þá í von um að einhver, sem ætti að réttu að hafa náð 180 stigum, kynni að leynast á meðal þeirra. Seytján sæmilegum skáldum getur aldrei tekizt að yrkja á borð við Jónas Hallgríms- son. Þeir menn sem vinna að lausn einhvers verkefnis, sem krefst annaðhvort nákvæmrar skilgreiningar eða skapandi hugs- unar, eru næmir fyrir þriggja stiga mun á hvers annars gáfna- fari. Sé um að ræða 10 stiga mun, miðað við gáfnapróf, get- ur það ráðið úrslitum, þegar um erfið viðfangsefni er að ræða — hvort það verður leyst eða allt lendir í hrærigraut. Kannske er hvergi að finna jafn augljós dæmi einmitt þessu til sönnunar en í sögunum af Sherlock Holmes. Sherlock mundi ná 170 gáfnastigum, en klaufa- bárðurinn, Lestrade lögreglu- spæjari um 140. Bróðir Sherlocks, Mycroft, sem getur ráðið hverja þraut með því að beita hugsun- inni eingöngu, og án þess að rísa úr sæti, mundi sennilega ná 180 gáfnastigum. Mistök Lestrades eru sérkennandi fyrir 140 gáfna- stig —• fyrirfram mótuð afstaða, skortur á skilningi á gildi sann- ana og tilrauna. Hann hugsar af kappi, ekki vantar það, og dugn- aðinn ekki heldur; það sem hann vantar er rökhyggjan. Sherlock er gefið það innsæi, sem með þarf til að finna lykilinn, sem gengur að lásnum, en innsæið verður vart skýrt eða skilgreint fyrr en sönnunin er fengin. Á sviði vísinda veldur það hvað mestum trafala, að þar eru að verki að minnsta kosti 20 Lestradesar, sem gera ekki ann- að en þvælast fyrir sérhverjum Sherlock Holmes. Þannig er það komið á daginn, að mikill fjöldi tilrauna í sambandi við kjarn- orkuranrsóknir hefui annaðhvort leitt til þess að niðurstöður urðu rangar eða villandi, og þó er betur ástatt þar en í mörgum öðrum vísindagreinum. Sú saga er sögð um stærðfræð- inginn, John von Neuman, — sennilega 180 gáfnastiga mann, — sem sýnir muninn á leiftur- skjótri hugsun og skörpum gáf- um. Samkvæmt þeirri sögu, á sálfræðingur einn að hafa lagt eftirfarandi reiknisþraut fyrir Neuman: Tveir hjólreiðamenn leggja af stað samtímis sinn frá hvorum stað og er tíu mílna vega- lengd milli staðanna. Báðir hjóla með 10 mílna hraða á klukku- stund. Samtímis leggur fluga af stað af nefi annars hjólreiða- mannsins, fiýgur með 20 mílna hraða á klukkustund að nefinu á hinum hjólreiðamanninum, þar sem hún snýr óðar við, og flýgur þannig fram og aftur, þangað til hjólreiðamennirnir mætast. Hvað hefur hún þá flog- ið langa leið? Svo segir sagan, að sálfræðing- urinn hafi lagt reikningsdæmi þetta fyrir ýmsa eðlisfræðinga og stærðfræðinga, í því skyni að fá sannað, að hvor hópurinn um sig notaði sína aðferð til að finna lausnina. Gert var ráð fyrir, að það tæki stærðfræðingana eina mínútu að finna lausnina, þar sem þeir myndu reikna út hve langa leið flugan flygi hverju sinni og síðan leggja allar þær útkomur saman. En eðlisfræðing- unum var ætlað að leysa þraut- ina á mun skemmri tíma, eða 15 sekúndum, vegna þess að þeir myndu strax sjá, að það yrði nákvæmlega hálf klukkustund þangað til hjólreiðamennirnir mættust, og þar sem flugan flaug með 20 mílna hraða á klukku- stund, mundi hún fljúga 10 míl- ur á þeim tíma. En svo brá við, að það tók Neuman ekki nema tíu sekúnd- ur að leysa þrautina. „Hvernig má það vera?“ spurði sálfræðing- urinn, „þar sem þér eruð stærð- fræðingur en ekki eðlisfræðing- ur. Samkvæmt því hefðuð þér átt að nota þá aðferðinai, að reikna út hve langt flugan flygi hverju sinni og leggja síðan all- ar útkomurnar saman“. „Það gerði ég líka“, svaraði John von Neuman. Að undanförnu hafa sálfræð- ingar reynt að rannsaka og gera sér grein fyrir hugsanastarfsemi ýmissa frábærra eðlisfræðinga — og komizt, eins og vænta mátti, að hinum fáránlegustu niðurstöð- um. Einn þeirra taldi til dæmis sannað, að um helmingur þeirra, sem hann sneri sér til, væru van- gefnir, hvað snerti hæfni til að samlagast skipulögðu þjóðfélagi — vegna þess að þeir svöruðu ekki bréfum hans. Þegar náung- ar af slíkri Lestradesargerð taka sér annað eins fyrir hendur, mætti líkja því við að veitinga- Fermingarkjólar Fermingarkápur JERSEY KJÖLAR VOR OG SUMARKÁPUR Austurstræti 8. VIKAN 17. tbl. — gj

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.