Vikan


Vikan - 22.04.1964, Síða 36

Vikan - 22.04.1964, Síða 36
^AN^A STER Lancaster Juvenil Skin er notað sem dagkrem fyrir viðkvæma húð sem hætt er við ofnæmi. Þetta krem styrkir húð- ina og gerir hana eðli- lega. Tilhneigingin til 'ofnæmis minnkar og hverfur og brátt fær húð- in á sig blæ æsku og heil- brigðis. 3 jJU iLaeruxe Irv ÚTSÖLUSTAÐIR. — REYKJAVÍK: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Orion, Holts-Apótek, Tjarnarhárgreiðslustofan. — AKUREYRl: Vezlunin Drífa. gg — VIKAN 17. tbl. líka oft um samskonar ástæður fyrir makavali að ræða. Jú, það er merkilegra og um leið mikil- vægara fyrir það, að þar giftist fólk, sem gefin er sama snilli- gáfa. Ef til vill gengur hún að erfðum, og kannske er hún álíka sjaldgæf og rautt hár, svo að dæmi um erfðaeiginleika sé nefnt. Sé það staðreynd, gætu fyrr áminnzt hjónabönd orðið til þses að tóngefnu fólki fjölgaði, eins og sagt er að hjónabönd rauðhærðra karla og kvenna hafi leitt til þess með frum og Skotum, að í sumum þorpum þar sé hver einasti maður rauðhærð- ur. Sama verður að vissu leyti uppi á teningnum hvað snertir skáld og rithöfunda, þó að það sé ekki eins almennt. Karlar og konur, sem fást við skáldskap og rit- störf, fá mörg tækifæri til að kynnast; sameiginleg virðing fyr- ir starfinu og sameiginlegur áhugi gerir sitt til, að rithöfund- urinn laðast frekar að stúlku, sem fæst við sama eða svipað starf og hann, heldur en til dæmis lag- legri hjúkrunarkonu, sem lítið gerir að því að líta í bók. Ekki er að vita hvort sama gildir um afburða stærðfræðinga — þeir eru svo fáir, og stúlkur þær, sem við stærðfræði fást, þó enn færri. En hvað eðlisfræðingana snertir, kemur það í ljós, að um helming- ur þeirra stúlkna, sem leggja stund á eðlisfræðinám í háskól- um, giftist eðlisfræðingum —- og að þær og hinar, sem aldrei gift- ast eru yfirleitt þær einu, sem gera eðlisfræðina sér að ævistarfi þar eð flestar, sem „gera það glappaskot" að giftast út fyrir námsgrein sína virðast ekki geta samrýmt kröfur eiginmannsins og heimilisins kröfum vísinda- starfsins, þegar til lengdar lætur. Hvernig er það svo með mynd- listarmenn og húsagerðarmeist- ara — verður það uppi á teningn- um meðal þeirra, að hver elski sér líkt? Um það eru ekki held- ur neinar skýrslur. Þarna virðist um merkilegt at- riði að ræða, en að hverju það svo verður, um það getur mað- ur vitanlega ekkert sagt. í raun- inni væri það eitt merkilegt út af fyrir sig, ef það kæmi á dag- inn, að hæfileikar til sköpun- ar, sem byggist á óhlutlægum táknum og formrænni meðhöndl- un þierri, gengi í erfðir, þar sem þessi tákn virðast til orðin fyrir menningarlega þróun, en ekki eiga sér líffræðilegar rætur í eðli mannsins. Kannske eiga ný tákn og ný form eftir að koma fram og verða tæki til listsköpun- ar í meðferð óborinna snillinga. En hvort heldur þama er um erfðir að ræða, eða uppeldis- áhrif, þá ber að sama brunni með það, að öll líkindi eru til að hjónabönd þau, sem byggjast á samkvæmri snilligáfu, eigi eftir að valda þarna straumhvörfum — verða upphaf að ættum snill- inga, enn meiri en þeirra, sero við þekkjum nú að afrekum, snillinga, sem eiga eftir að vinna tónlist, stærðfræði og vísindum, Ekki hvað sízt, þegar bæði fjar- lægðir og kynþáttahleypidómar verða úr sögunni, og snilligáfan ræður makavalinu. Kannske verða þeir álika hátt hafnir yfir Newton, Beethoven og Michel- angelo að gáfnastigum eins og við erum að meðaltali hátt hafnir yfir górilluna ... ★ FRÍ FRÁ SKRIF- STOFUNNI Framhald af bls. 17. ið alltof mikið undanfarið, eins og venjulega! Ég er að hugsa um að taka þig með mér til Clovis Bay. Þér mun líða vel þar. John er farinn til Skot- lands í æfingaleiðangur, svo að við verðum einar lieima og tökum lífinu með ró. — En skrifstofan? mótmælti Frances ineð liálfum huga. —- Ég skal tala við þá. Hvar eru fötin þín? Við leggjum af stað núna strax. Húsið í Clovis Bay var i rauninni tveir fiskimannakofar, sein tengdir höfðu verið saman. Húsið hafði þykka veggi og það var lágt undir loft í lierbergj- unum og það úði og grúði af mjóum göngum og smástigum, svo að það var hreint ekki hent- ugt eða auðvelt í viðhaldi, en það hafði sérstæðan og skemmti- legan þokka. Fyrstu dagana lét frú Carr Frances halda kyrru fyrir, með- an hún dekraði við hana i mat og drykk. Svo brá hún sér til næstu borgar og kom aftur með fulla tösku af sumarkjólum. — Þú ættir að sjá livernig þessir fara þér, sagði hún glað- lega. — En ég á nóg af sumarkjól- um, mótmælti Franses. ■—- Já, já, ég veit það — hent- ugum og óslitandi. En þessir eru svo töfrandi, Frances. Farðu nú i þá, gerðu það fyrir mig, Frances. Frances mátaði þá fyrir fram- an spegilinn í svefnherherginu. Þeir voru sannarlega fallegir — sá hlái mcð livíta kraganum, græni með viða pilsinu og sá Ijósfjólublái. Þeir fóru mjög vel við nýju hárgreiðsluna, sem frænka hennar liafði fengið hana til að reyna kvöldið áður, og hún leit út eins og ný mann- eskja. — Það verður að stífa þá, er það ekki? spurði hún. — Það tekur sjálfsagt óratíma að stifa þá. — Það verður ágætis æfing fyrir þig, sagði frú Carr bros- andi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.