Vikan


Vikan - 22.04.1964, Side 40

Vikan - 22.04.1964, Side 40
LAUGAVEGI 33 Alltaf mjög gott úrval af TÆKIFÆRIS- KJOLUM Norgonhjólor Doghjólor VeriS vel klæddar meSan þér bíSiS. Sendum gegn póstkröfu um allt land. JANUS STRETCH- BUXUR • TÍZKULITIR • GOTT SNIÐ • FARA VEL KAUPIÐ STRETCH-BUXUR KAUPIÐ „JANUS"-BUXUR Söluumboð: HEILDV. THEODÓR NÓASON, Lækjargota 6b, sími 20262. Framleiðandi: L. H. MULLER, FATAGERÐ, Langholtsv. 82, sími 13620. það, því að þau höfðu ekkert frétt frá henni. Hann sagðist vona, að hún hefði það betra og að þau lilökkuðu til að sjá hana, þegar hún væri aftur orð- in fullfrísk. Bréfið gerði hana ergilega. Hún vildi ekki lengur hugsa um skrifstofuna og gat varla hugsað sér að byrja að vinna aftur. Enginn þar hafði neinar áhyggjur vegna heilsu hennar, og Willie hafði sjálfsagt verið falið að komast að þvi livenær hún kæmi aftur. Hún svaraði á korti með eins fáum orðum og hún komst af með. Á laugardagsmorgni var dyra- bjöllunni hringt. Frances og Peter voru nýkomin utan af ströndinni, og Peter var í þann veginn að fara, þvi að von var á einhverjum ættingjum hans heim til hans. — Þetta er sjálfsagt þvottur- inn að koma, ég skal fara til dyra, sagði Frances. Hún gekk fram ganginn og lauk upp — og frammi fyrir henni stóð Willie. — Willie! hrópaði hún. •— Hvað í ósköpunum . .. ? — Ég er í veiðiferð hér i nágrenninu um þessa helgi, sagði hann hrosandi. — Mér fannst þvi að ég ætti að reyna að hafa upp á þér. Þeir vísuðu mér veg- inn hingað á pósthúsinu. En hvernig hefurðu það, Frances? —• Alveg ágætt, þakka þér fyrir .. . — Heyrðu, elskan mín, sagði Peter bak við hana — frú Carr bað mig að athuga, hvort bláa liandklæðið hafi fundizt. — Þetta er ekki þvottasendill- inn. Dyrnar opnuðust beint út á götuna, svo að ekki var hægt að láta fólk standa þarna við dyrnar. —- Komdu inn, Willie, sagði hún og vék til hliðar, svo að hann kæmist fram hjá henni Þau fóru inn í stofuna til hinna tveggja, en samræðurnar voru heldur stirðar. Willie sagði, að það gleddi hann að sjá Fran- ces svona lirausta. Frances spurði nokkurra kæruleysislegra spurninga um skrifstofuna. Frú Carr spurði hvort Willie liefði verið áður í CIovis Bay, hvort honum líkaði dvölin á hótelinu og hvað hann ætlaði sér að veiða. Willie svaraði spurning- um hennar kurteislega, en augu hans leituðu stöðugt Frances og Peters, sem sátu saman. — Eruð þér líka hér i fríi? spurði Willie Peter. — Nei, ég á hér heima, svar- aði Peter kuldalega. — Peter er nýkominn heim frá Ástralíu, sagði frú Carr. Willie tautaði að það væri skemmtilegt, hann hefði alltaf langað sjálfan til að koma þang- að og hvernig væri þar umhorfs? Spurningarnar voru látlausar og venjulegar, en af einhverjum á- stæðum löðuðu þær gortið fram i Peter, en það liafði henni fund- izt ókostur við hann fyrst þegar þau hittust. Hún varð fegin, þeg- ar hann leit á klukkuna og sagði, að hann yrði að fara. — En ég kem aftur, sagði hann — strax og ég losna. Frances fylgdi honum til dyra. — Er liann yfirmaður þinn? spurði Peter lágt, þegar þau gengu fram ganginn. — Ekki beinlínis, svaraði hún og fór undan í flæmingi. Hún hafði af ásettu ráði ekki sagt honum frá stöðu sinni hjá Ren- tons, og Peter hélt, að hún væri venjuleg vélritunarstúlka. — Jæja, láttu hann ekki neyða þig til að fara strax aftur! sagði hann. —■ þvílík frekja — koma hér til að forvitnast um hvernig þú hafir það! Ég þekki þessa manngerð. Þegar þeir eru komn- ir á þennan aldur, hugsa þeir ekki um annað en þessar drep- leiðinlegu skrifstofur sínar! Þegar þeir komast á hans ald- ur ... Frances horfði hugsandi á Willie, þegar hún kom aftur inn. Hann var að byrja að fá nokkur grá hár og linurnar við munninn, þegar hann brosti, gerðu hann eldri i útliti en hann i rauninni var — en hann var aðeins fjórum árum eldri en Frances. — Ég er búin að fá Mott til að verða til hádegisverðar, sagði frú Carr. — Það var indælt, sagði Fran- ces, en engrar hrifningar gætti í rödd hennar. Meðan þau borðuðu, svaraði hún hæversklega öllu, sem hún var spurð að, en lét annars frænku sína og Willie um að halda uppi samræðum. En eft- ir hádegisverðinn rak frænka hennar þau út i garðinn og þá var Frances ekki lengur undan- komu auðið. — Jæja, Frances, sagði Willie brosandi. — Hvernig hefurðu haft það? Hefurðu notið þess að vera laus við skrifstofuna? Og hvenær hefurðu hugsað þér að koma aftur? — Ég er ekki viss um að ég komi yfirleitt aftur. Stríðnislegt brosið hvarf af vörum Willie, og Frances sá sér til ánægju að hann var jafn reið- ur og hún sjálf. — Lítið sumarævintýri er á- gætt, sagði hann. — En að taka það alvarlega á þinum aldri, það er ... það er eins og barna- sjúkdómur. Þetta er ekki líkt þér, Frances. — Þú veizt ekkert um þetta sumarævintýri mitt, eins og þú kallar það, sagði Frances ösku- vond. Willie lyfti brúnum. — Ég hef hitt hann. Fimm minútur voru nógu langur tími. Vina- legur náungi með fábreytta skapgerð, Hann ætti að kvæn- ast sterklegri stúlku, sem hefði garnan af íþróttum og hefði ný- 4Q — VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.