Vikan - 22.04.1964, Qupperneq 44
U Itima
Biðjið
bólstrara
yðar um
aluilar-
áklæði
frá
ÚLTÍMU
Þér vitið ekki hversu
falleg húsgögn þér eigið
fyrr en þau hafa verið
klædd með áklæði frá
Ú LTÍM U
vopnasérfræðingurinn hugsað sér
að ég bæri hana?
— Það eru til alveg sérstök hulst-
ur, sagði major Boothroyd. — Það
er auðveldast að hafa það við
buxnastrenginn vinstra megin. En
það er líka hægt að hafa það rétt
undir höndunum. Hulstrið er úr stífu
leðri. Og byssan liggur á gormi í
því. Ég býst við að það sé fljót-
legra að draga hana úr slíðrum
heldur en þessa, sagði hann og
benti á Berettuna á borðinu. —
Þrír fimmtu úr sekúndu til þess að
taka upp byssuna og hitta mann
á tuttugu metra færi, er um það
bil skikkanlegt.
— Þá er það ákveðið. Rödd M
gerði ekki ráð fyrir frekari mót-
mælum. — Og hvað þá um eitt-
hvað svolítið stærra?
— Þá er aðeins ein byssa, sir,
sagði major Boothroyd ákveðinn.
— Smith & Wesson Centenneal Air-
weight. Skammbyssa. Hlaupvídd
.38. Það er enginn hamar í henni,
svo að það er engin hætta á að
hún festist í fötum. Lengd alls sex
og hálf tomma og þyngdin er að-
eins rúmlega hálft fjórða kíló. Til
þess að halda þyngdinni niðri eru
aðeins fimm skot í hleðslunni. En
þegar að búið er að skjóta þeim
öllum — og major Boothroyd leyfði
sér að brosa þurrlega — hefur ein-
hver verið drepinn. Skotin eru .38
S & W Special, alveg prýðileg skot.
Skothraðinn er átta hundruð og
sextíu fet á sekúndu og skotþung-
inn er tvö hundruð og sextíu pund
á fetið. Hér er um að ræða ýms-
ar hlauplengdir, þrjár og hálfa
tommu, fimm tommur . . .
— Allt í lagi, allt í lagi. Ég treysti
yður fullkomlega, sagði M. — Ef
þér segið að þetta sé það bezta,
þá trúi ég yður. Með öðrum orð-
um, það er Walther og Smith &
Wesson. Þér skuluð senda 007 eina
af hvoru. Og komið því svo fyrir
að hann geti æft sig með þeim.
Byrjum í dag. Hann verður að vera
orðinn útlærður eftir viku. Er þetta
í lagi? Þá þakka ég yður kærlega
fyrir, vopnasérfræðingur. Ég skal
ekki tefja yður frekar.
— Þakka yður fyrir, sir, sagði
majór Boothroyd. Hann snerist á
hæl og skálmaði út úr herberginu.
Það var stundar þögn, slyddan
glumdi enn sem fyrr á gluggunum.
M sneri stólnum sínum og horfði út.
Bond notaði tækifærið til að líta
á úrið sitt. Klukkan var tíu. Hann
renridi augunum til byssunnar og
hulstursins á borðinu. Hann hugs-
aði um fimmtán ára samveru sína
með þessu Ijóta málmstykki. Hann
mundi þá tíma, þegar eitt hljóð
þessa hlutar hafði bjargað lífi hans
— og einnig þegar það hafði ver-
ið nóg að sýna það. Hann hugsaði
um þá daga, þegar hann hafði ein-
sett sér að drepa — þegar hann
hafði tekið byssuna sundur og
smurt hana og komið skotunum
vandlega fyrir í magasíninu og
hleypt einu sinni eða tvisvar af,
jafnvel tæmt skothylkin í rúmdýnu
í einhverju hótelherbergi einhvers
staðar í heiminum. Svo var hann
vanur að strjúka að lokum yfir hana
með þurri tusku og stinga henni
í hulstrið, stanza aðeins fyrir fram-
an spegilinn til þess að ganga úr
skugga um að það sæist ekki utan
á honum að hann væri vopnaður.
Svo hafði hann farið út af stað til
þess stefnumóts sem batt enda á
annað tveggja: Myrkur eða Ijós. Hve
oft hafði hún bjargað lífi hans?
Hve marga dauðadóma hafði hún
uppkveðið? Bond fann til óskiljan-
legs dapurleika. Hvernig var hægt
að finna til vináttu við jafn líf-
lausan hlut og meira að segja Ijót-
an, og þar að auki vopn, sem að
hvergi nærri komst í hóp þeirra
sem að vopnasérfræðingar viður-
kenndu? En þessi vinátta var fyrir
hendi og M hafði bundið endi á
hana.
M sneri sér að honum aftur. —
Mér þykir þetta leitt, James, sagði
hann, en það var engin samúð í
röddinni. — Ég veit hvað þú ert
hrifinn af þessum járnklumpi. En
hann verður að hverfa. Það á
aldrei að gefa vopni annað tæki-
færi — fremur en manni. Ég hefi
TVÖ N Ý HEFTI
Þriðja heftið af Nýjum danslagatextum
var að koma út. í heftinu eru aðeins
íslenzkir textar við öll nýjustu lögin.
Beatles — mynda- og danslagatexta-
heftið er fyrir nokkru komið út í því
eru 23 textar við Beatleslög1 og 23
myndir af þessari heimsfrægu hljóm-
sveit.
Sendið kr. 25,00 fyrir hvoru hefti og
þið fáið það sent um hæl burðargjalds-
frítt.
NÝIR DANSLAGATEXTAR
PÓSTHÓLF 1208 — RVÍK.
44 — VIKAN 17. tbl.