Vikan


Vikan - 22.04.1964, Side 45

Vikan - 22.04.1964, Side 45
ekki efni á slíku. Mínir menn verða að vera sómasamlega útbúnir. Skil- urðu það? Byssan er mikilvægari en hönd eða fótur í þínu starfi. Bond brosti veiklulega. — Eg veit það, sir. Eg skal ekki mæla á móti því. Mér þykir aðeins fyrir því að þurfa að skil|a við hana. — Allt í lagi þá, við skulum ekki tala meira um það. En ég hef svo- lítið meira að segja þér. Það er vinna framundan. A Jamaica. Það er vandamál varðandi starfsfólk. Eða þannig lítur það út. Bara þessi ven|ulega eftirgrennslan og skýrsla. Sólskinið kemur til með að gera þér gott og þú getur æft þig með nýju byssurnar á dúfunum eða hvað það nú er, sem þeir skjóta þarna ÞAÐ ER SPARNAÐUR í AÐ KAUPA GfNU Öskadraumurinn við heimasaum Ómissandi fyrir allar konur, sem sauma sjálfar. Stærðir við allra hæfi. Verð kr. 550.00 m/klæðningu kr. 700.00 Biðjið um ókeypis leiðarvísi Fæst í Reykjavík hjá: Dömu- & iierrflbóðinni Laugavegi 55 og 6ÍÉ Narteinssyni Garðastræti 11, simi 20672 suður frá. Ég hugsa að þú getir notað þér svona hálfgildings frí. Mundirðu vilja taka þetta starf að þér? Bond hugsaði: Hann er ennþá sár út í mig vegna þessa síðasta máls. Finnst að ég hafi svikið hann. Treystir mér ekki fyrir neinu erfiðu. Ætlar að sjá til. Jæja. Upphátt sagði hánn: — Þetta lítur nú út fyrir að vera mesta sældar líf, sir. Það ligg- ur nú við að ég hafi fengið full- mikið af því upp á síðkastið. En ef þetta þarf að gerast . . . Ef þér mælið svo fyrir, sir . . . 3. KAFLI - FRÍSTUNDAVINNA. Það var tekið að rökkva. M teygði fram höndina og kveikti á borðlampanum með græna skerm- inum. Gulur Ijósgeislinn í miðju herberginu gerði það hlýlegra. M ýtti þykku leyniskjalamöpp- unnl yfir borðið. Nú fyrst tók Bond eftir henni. Hann las það sem utan á hana var letrað. Hvað hafði kom- ið fyrir Strangways? Hver var True- blood? M þrýsti á hnapp. — Ég ætla að ná í yfirmann starfsliðsins, sagði hann. — Ég veit svona undan og ofan af þessu máli, en hann getur frætt okkur betur um það. Ég er hræddur um að þetta sé heldur lítið spennandi mál. Yfirmaður starfsliðs kom inn. Hann var á aldur við Bond, en hár hans var orðið grátt fyrir tímann af mikilli vinnu og ábyrgð. Aðeins sterkar taugar hans og góð kímni- gáfa höfðu bjargað honum frá því að falla saman. Hann var bezti vinur Bonds i aðalstöðvunum. Þeir brostu hvor til annars. — Komið þér með stól. Ég hef látið 007 hafa Strangwaysmálið. Ég verð að koma þessu á hreint áður en við ráðum nýjan mann þarna suður frá. A meðan getur 007 gegnt störfum Strangways þar. Hann á að fara eftir viku. Munduð þér vilja ganga frá þessu við nýlendumálaráðuneytið og landsstjórann? Og nú skulum við fara aðeins yfir málið. Hann sneri sér að Bond. — Ég held að þú hafir þekkt Strangways, 007. Ég sé hérna að þú hefur unnið með honum í þessu fjársjóðsmáli fyrir fimm árum. Hver er skoðun þín á manninum? — Þetta var ágætur maður, sir. Kannske dálítið spenntur. En ég mundi nú halda að hann hefði stillzt dálítið núna. Fimm ár er langur tími í hitabeltinu. — Og aðstoðarstúlkan hans, þessi Trueblood, Mary Trueblood. Hafið þér nokkurn tíma hitt hana? — Nei, sir. — Hún fær nokkuð góðan vitnis- burð sé ég er. Hún fær góð með- mæli frá hernum. Lítur ágætlega út ef dæma skal eftir myndum. Og þar liggur kannske hundurinn graf- inn. Myndirðu segja, að Strang- ways hefði ve'rið svolítið upp á kvenhöndina? — Gæti skeð, sagði Bond var- færinn, því að hann langaði ekki til að segja neitt á móti Strang- ways. — En hvað kom fyrir þau sir? — Það er það sem okkur lang- ar að komast að, sagði M. — Þau eru horfin, gufuð upp. Hurfu bæði sama kvöldið fyrir um það bil þrem vikum. Þegar að var komið, var hús Strangways brunnið til grunna, senditæki, bækur, möppur. Ekkert eftir nema rústirnar. Stúlkan hefur skilið allar eigur sinar eftir. Hún hefur ekki tekið nema það sem hún stóð í. Jafnvel vegabréfið henn- ar var í herberginu. En það hefði nú verið auðvelt fyrir Strangways að búa til tvö vegabréf. Hann gaf út vegabréf á þessum eyjum. Þau geta hafa tekið hvaða flugvél sem var — til Flórida eða Suður-Ameriku eða einhverrar eyju á hans yfir- ráðasvæði. Lögreglan er ennþá að fara yfir farþegalistana. Það hefur ekkert komið fram ennþá, en þau geta alltaf hafa horfið i einn eða tvo daga og komið svo fram þegar þau voru tilbúin .Þau geta hafa litað hár stúlkunnar o.s.frv. Það er ekki mikið eftirlit á flugvöllum í þessum hluta heimsins. Er það ekki rétt, yfirmaður starfsliðs? — Jú, sir. Yfirmaður starfsliðs virtist eitthvað vantrúaður. — En ég skil ekki ennþá með þetta síð- asta skeytasamband. Hann sneri sér að Bond. — Sko, það var haft samband við þau eins og venjulega klukkan 18,30 á staðar tíma. Ein- hver, og stuttbylgjueftirlitið heldur að það hafi verið stúlkan, tók á móti kallmerkinu og svo var það búið. Við reyndum að ná sambandi aftur, en það var auðheyrilega eitt- hvað að, svo að við hættum. Það var ekkert svar við „bláa" kallinu né heldur því „rauða". Daginn eftir sendi deild III 258 frá Washington til Jamaica. Þá hafði lögreglan tek,- VIKAN 17. tbl. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.