Vikan


Vikan - 06.08.1964, Page 8

Vikan - 06.08.1964, Page 8
Þegar sá stóri tekur er betra aö tækin séu f lagl Spænir, fiugur og sökkur ávalt til. Vesturröst h.ff. Carðastræti 2 — Sími 16770. ÞEIR ERU VEL KLÆDDIR TRrvtene/45°/ eibourne BUXUM MAKKARÓNUÍS. V2 I. þykkur rjómi, Va bolli flór sykur, 1 tsk. vanilludropar, 3 matsk. sherry, 2 stífþeyttar eggjahvítur, 1 bolli smóar makkarónurkökur. Þeytið rjómann þar til hann tollir vel saman, en er ekki mjög stífur, bætið flórsykrinum og vanilludrop- unum í og sherryinu. Síðast eru þeyttu eggjahvíturnar settar saman við og makkarónukökurnar muldar út í Ofan ó er stráð flysjuðum möndlum, skornum í sneiðar og steiktar á pönnu. Fryst í litlum pappaformum, eða í einu stóru, ef þau eru ekki til. ★ SÚKKULAÐIÍS. IV2 bolli mjólk, 2/3 bolli sykur, % tsk. matarlímsduft, 2 tsk. vanillu- dropar, nokkur saltkorn, 1 bolli þykkur rjómi, V4 bolli rifið suðu- súkkulaði. Sjóðhitið helminginn af mjólk- inni, sykurinn og suðusúkkulaðið í potti. Stráið matarlíminu yfir það sem eftir er af mjólkinni, hellið því svo saman við heitu mjólkina og hrærið þar til matarlímið er bráðn- að. Kælið. Bætið vanilludropunum og saltinu í og setjið í mót og fryst- ið þar til það er stíft. Þá er það tekið úr skápnum og brotið upp með trésleif og síðan hrært í hræri- vél þar til það er smákögglótt, en ekki svo lengi að vökvi myndist. Rjóminn, sem hefur verið þeyttur þar til hann er orðinn sæmilega stífur, er nú settur í og allt fryst aftur þar til það er stfft. Gott er að hafa karamellusósu með fsnum, en hún er gerð þannig: IV2 bolli Ijós púðursykur, Vs bolli smjör, % bolli sýróp, Vs tsk. salt, 1 bolli þunnur rjómi. Setjið sykurinn, smjörið, sýrópið og saltið í pott og hrærið f þar til sykurinn er alveg bráðnaður. Þá er rjómanum bætt hægt f og hrært stöðugt í á meðan. Soðið þar til lögurinn þykknar, en sósan er bor- in fram heit með ísnum. Sé ekki óskað eftir sósu með ísnum, er ágætt að brúna grófgert kókósmjöl inni í ofni og strá nógu af því út á. *: SÍTRÓNU-RASPBÚÐINGUR. V2 bolli rasp, 2 bollar mjólk, '/3 bolli smjörlíki, V2 bolli sykur, 3 egg, 3 matsk. sítrónusafi úr flösk- um, 2 tsk. safi úr sítrónu. Bleytið raspinn í mjólkinni. Hrær- ið saman smjörið og sykurinn, þeyt- ið eggjarauðurnar og bætið þeim í. Síðan er sítrónusafinn og rasp- og mjólkurblandan sett í og loks eggja- hvíturnar, sem hafa verið stífþeytt- ar. Allt sett í eldfast mót og bakað í meðalheitum ofni f u.þ.b. 45 mín., eða þar til það er Ijósbrúnt. Borðað heitt. Bera má með þessu appelsínu- sítrónusósu, en hún er þannig: Va bolli smjör, 1 bolli flórsykur, 1 egg, V4 bolli blandaður sítrónu- og appelsínusafi, V3 bolli rjómi. Hrærið smjörið og bætið sykrinum smám saman út í og þeytið þar til það er Ijóst. Bætið þá eggjarauð- unni í og ávaxtasafanum. Stífþeytið bæði eggjahvítuna og rjómann og setjið það í síðast. BRAUÐBÚÐINGUR. 2 bollar brauðteningar (fransk- brauð), 2 bollar mjólk, 3 matsk. smjör, V4 bolli sykur eða V2 bolli hunang, 2 egg, svolítið salt, V2 tsk. vanilla (sítrónudropar, ef hunang er notað). Notið daggamalt brauð, sem skorið er í litla teninga. Sjóðhitið mjólkina með smjörinu og sykrinum (eða hunanginu). Þeytið eggin laus- lega í skál, hellið síðan sjóðheitri mjólkinni og dropunum yfir og hrær- ið um leið. Hellið þessu yfir brauð- teningana og bakið í vatnsbaði (vatnið nái jafnt efra borði búðings- ins) í meðalheitum ofni í u.þ.b. klukkutfma, eða þar til hnífur hreinsar sig úr miðjunni. Borðist heitt eða kalt með þeyttum rjóma eða góðri sultu eða súkkulaði- sósu, en hún er þannig gerð: V2 bolli ósætt súkkulaði, 2 bollar heitt vatn, 2 matsk. kartöflumjöl, 2 matsk. kalt vatn, 1 matsk. sýróp, svolítið salt, 1 matsk. smjör, 11/2 tsk. vanilludropar. Bræðið súkkulaðið yfir heitu vatni og hellið svo sjóðandi vatni smám saman í. Leysið kartöflu- mjölið upp í kalda vatninu og hellið súkkulaðiupplausninni í það, bætið sykrinum, sýrópinu og saltinu í. Sjóðið við lítinn hita og hrærið stöðugt í þar til blandan er þykk, eða u.þ.b. 10 mín. Bætið smjörinu í og síðan vanillunni.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.