Vikan


Vikan - 06.08.1964, Síða 21

Vikan - 06.08.1964, Síða 21
inu. AUt í einu knllar sá, er aftur í var, til félaga sins fram i og segir: — „Er nokkur sjór hjá þér, lagsi?“ — Hinn kvað nei við þvi. — „En hér er þó allt í grænum sjó,“ segir sá, er spurði. — Með það steinsökk bátur- inn. Bátsverjar héngu i köðlunum, og var nú brugðið snarlega við og þeim lijálpað um borð og drifnir niður i vélarúm, þar sem nægur var hiti, þvi þeir voru renn- blautir upp fyrir mitti. — Uppskipun var þó haldið áfram þar til lokið var. — Mig minnir, að einhverjir árabátar hættust við og vörur voru látnar í dráttarbát- inn. Þegar þessu var lokið, sigldi ski[>ið. Haugasjór var í Langanesröstinni, en ekkert bar til tíðinda fyrr en kom austur á Seyðisfjörð. — Að sjálfsögðu komum við á hafnirnar þar á milli og tókum fólk og farangur þess. Þegar til Seyðisfjarðar kom, tilkynnti Pálmi stýri- smeygt á laggir tunnanna og þær dregnar upp með vélaafli skips- ins, raðað á dekkið út við ann- an borðstokkinn og skyldu svo síðar bindast. Nokkrar tunnur voru koinnar upp, þegar það vildi til, þá er ein tunnan dinglaði i hökunum upp við hómuenda, að botninn sprakk og tunnan um leið i sundur. Allt lýsið úr henni spýttist í einu niður á dekkið. — Urðu af þvi ferlegar slettur, er bæði útklíndu menn og skip. -—■ Þá varð eitt ógurlegt uppnám meðal farþeg- anna, þvi að fjöldi þeirra var á dekki og fékk lýsið i föt sin. — Þeir, sem ekki fengu sletturnar, hlógu eða brostu. -—- Gerði það illt verra meðal pislarvottanna, og sýndist mér, að þeir færu ekk- ert varlega innanum þá félaga sína, er sluppu við þessar hremm- ingar, og fengu margir lýsisbletti í föt sin, sem áður sluppu við aðalgusuna. — Annars glaðnaði yfir mörgum við þetta atvik, og ég held sumir, bæði ég og aðrir, hafi gleymt sinum sjúkdómshug- leiðingum i bili. Þarna var staddur á bryggjunni Sigurður Sigurbjörnsson frá Ekkjufelli í Fellum, gamall vinur minn og skólabróðir úr Verzlunar- skólanum. -— Hann var á leið heim til sin um kvöldið og liafði lausan hest með hnakk og beizli. Bauð hann mér að koma með sér upp í Ekkjufell, og þáði ég það. — Gisti ég þar um nóttina. Morguninn eftir fór Sigurður einhverra erinda niður Fagradal til Reyðarfjarðar með vagn og hest fyrir. — Slóst ég i ferð með honum og sat á vagninum. — Á Reyðarfirði var þá Pétur frá INUM NITURSTIÐ maður okkur um „Spænsku veikina“ syðra og mann- dauða þann og liörmungar, er hún olli. — Ráðlagði liann fólki að fara ekki til Reykjavíkur, nema þá þeim, sem ættu þar heima, en hauðst aftur á móti til að setja það i land á hvaða höfn, er það óskaði, suður Firðina. — Kvað hann siðasta viðkomustað á Austfjörðum vera Hornafjörð, þaðan sagðist liann sigla beint til Vest- mannaeyja, — en óvíst væri, hvenær veikin kæmi þangað. —Hann kvaðst hafa reynt að kasta tölu á far- þega, og miunir mig hann segja, að þeir væru allt að 400. Menn tóku þessum fréttum misjafnlega, því margir áttu ættingja og vini í Reykjavík, sem þeir vissu ekk- ert um, líðan þeirra eða afkomu. Var nú hafizt handa við að ferma og afferma, og bar ekkert til tíðinda, — Menn gengu hljóðir að vinn- unni, en farþegar virtust vera að ræða um, hvað til bragðs skyldi laka. — Blíðuveður var, og farþegar ým- ist að létta sér upp í landi eða labba um dekkið. — Þrengsli voru mikil um borð, það man ég. — Allt í einu er komið með nokkrar lýsistunnur að skipshliðinni, og skyldu þær fara til Reykjavikur. — Var jiá komið með svokallaða tunnuliaka og þeim Stuðlum Bóasson, frændi minn og stundaði þar kaupmennsku. — Hann var æskuvinur minn eins og eiginlega öll þau Stuðlasyst- kini og foreldrar þeirra, sórna- lijónin Bóas Bóasson og Sigur- björg Halldórsdóttir. — Þar dvaldi ég oft vikum saman á upp- vaxtarárunum. — Þau systkin voru tiu, sem lifðu til fullorðins- ára. — Vitanlega fór ég beint af vagninum til Péturs, gisti þar um nóttina, var þar daginn eftir og næstu nótt. Kom þá Sterling norð- an að, fór ég þar um borð og hélt áfram ferðinni. Ég get ekki skilizt svo við þenn- an kafla, að ég ekki minnist á þrjá nafnfræga menn þarna af Héraðinu, er ég sá. ■—■ Að vísu liafði ég oft séð tvo þeirra áður, en einn aldrei, var það séra Þór- arinn á Valþjófsstað. — Hann borðaði með okkur um kvöldið hjá Pétri Bóasyni. — Hinir voru Stefán bóndi frá Bóndastöðum á Útmannasveit, Áshjarnar- son. Hann kom að Ekkjufelli morguninn, sem ég dvaldi þar. — Hinn var Steindór póstur Hinriksson frá Dalhúsum, frændi minn.* — Um hann hefir ritað æviþátt Sigurður póstmeistari Baldvinsson frá Stakkahlið i Loðmundarfirði, ógleyman- legan öllum þeim, sem höfðu einhver kynni af liarðræðum Steindórs á ferða- löguin og víngleði hans. — Þessi sanni og merki þáttur er prentaður í Austfirzkum sögum. Eins og áður er sagt, fór ég um borð í Steriing á Reyðarfirði og hélt áfram ferðinni. — Einn af fyrstu mönnum, sem ég liitti á dekkinu, var gamall vinur minn frá æskuárunum, Guðmundur Bjarnason, er kallaði sig Berfjörð, af þvi hann var fæddur og uppalinn á Berufjarðarströnd, Krosslijáleigu? — Guðmundur var ágetur brennivinsmaður og bæði vígreifur og ölreifur, er hann var við skál. •— Af hon- um teiknaði mynd Rikharður listamaður Jónsson. — Er hún snilldarlega vel gerð og dásamlega lík Guðmundi, vini minum, eins og hann bar sig til, er hann var orð- inn ölteitur. — Hann hafði víða farið og siglt um veraldarhöfin. — Gárungarnir kölluðu liann þvi Guðmund ralla og ortu mikið um þá nafngift. — Þarna var í fygld með Guðmundi eldri kona, er hann sagði mér, að væri fylgi- kona sin. — Hún kvaðst vera frá Hara- staðakoti á Skagaströnd. Nafni hennar hefi ég gleymt, en minnir að hún héti Jósefína og væri Stefánsdóttir. — Hann kvað þau hafa verið kaupahjú þarna við Reyðarfjörð um sumarið. — Guðmundur bað mig hafa einhver ráð til þess að útvega sér bragð. Hann kvað * Báðir komnir í beinan karllegg út af Hin- riki skyggna á Hafursá í Skógum. — S.iá Söguþætti Landpóstanna eftir Helga rit- höfund Valtýsson, III. bindi. — Kemp. Framhald á bls. 31. Endurminningar úr orlofsferð til flustfjarða árið 1918 Eítir Lúövík Kemp VIKAN 32. tbl. — 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.