Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 22
ÞAÐ SEM ÁÐUR ER KQMIÐ:
Angelique er dóttir de Sancé baróns af Monteloup. Skammt frá Monte-
loup er höll du Plessis, markgreifa, frænda de Sancé. Baróninn er blá-
fátækur, og tekur þess vegna boði Molines, ráösmanns á óöali du
Plessis, þegar sá býöur honum fyrirframgreiöslu, ef hann vilji stofna
til múldýrarœktar í félagi viö sig. Meö í samningvmum er þaö aö de
Sancé fái konungsleyfi til þess aö hefja á ný vinnslu gamallar blýnámu,
sem er í landareign hans. Á þennan 'hátt öölast baróninn fé til þess aö
gefa börnum sinum sæmilegt uppeldi og menntun. Angelique er send
í klausturskóla, en 18 ára er hún sótt þangaö, til þess aö giftast hinum
flugríka en lýtta greifa Joffrey de Peyrac. Hún er hrædd viö eigin-
mann sinn, en léttir þó, þegar hann krefst ekki réttar sins, heldur segir
henni, aö einn góöan veöurdag muni hún koma til hans, eins og allar
aörar konur. Móti vilja sínum veröur hún æ hrifnari af honum, en
hann kemur aldrei til móts viö hana, og hún er of stolt til aJÖ koma til
hans af fyrra bragöi. Dag nokkurn kemur erkibiskupinn í Toulouse
i 'heimsókn til þeirra, og Angelique veröur vör viö, aö hann reynir á
allan hátt aö leggja lymskulegar snörur fyrir Peyrac, og fá hann til
aö játa, aö hann hafi selt djöflinum sál sína. Joffrey de Peyrac slær
úr og i, en áöur en samtali þeirra lýkur, veröur sprenging í rannsóknar-
stofunni, og biskupinn fer meö þeim ummælum, aö djöfullinn hafi aug-
Ijóslega á móti nœrverui hans í þessu húsi. Þegar hann er farinn setj-
ast greifahjónin niöur og ræöa heimsókn hans og starf de Peyracs.
— Já, það er einmitt það, sagði Angelique óttaslegin. — Getur hann
í raun og veru trúað, að þér hafið gefið yður djöflinum á vald?
— Hann? Ó, nei. Það lætur hann sínum einfalda munki Bécher eftir.
En hann er viss um, að ég hef komizt að leyndarmálinu um, hvernig
hægt er á vísindalegan hátt að framleiða gull og silfur. Hann vill, að
ég láti það af hendi við hann, svo að hann geti sjálfur notfært sér það.
— En þetta er hræðilegt! hrópaði Angelique. — Og samt virðist hann
svo virðulegur og trúaður, svo fullur af mannkærleika.
— Það er hann líka. Hann notar auðæfi sín til velgerðastarfsemi.
En hans einasta ósk er óskin um að ráða. Hann þráir aftur þá tíma,
þegar erkipiskupinn var einvaldur. Þessvegna gerir hann uppreisn, þegar
hann sér, hvernig Höll hinna glöðu vísinda hefur sífellt meiri áhrif. E'f
þannig heldur áfram, verður ekki langt þangað til að það verður eig-
inmaður yðar, mín ksera Angelique, sem öliu ræður í Toulouse. Gull
og silfur gefa völd. Þess vegna biður hans hágöfgi ekki. Annað hvort
verðum við að deila valdinu eða þá....
— Eða þá hvað?
— Verið ekki hrædd, Madame. Erkibiskupinn hefur lagt spilin
sín á borðið. Hann vill læra, hvernig á að gera gull. Ég skal með ánægju
kenna honum það.
— Þér kunnið það þá? sagði Angelique og glennti upp augun.
— Nú skulum við ekki stofna til misskilnings. Ég læt náttúruna
sjálfa vinna.
— Ég verð að segja, að sprengingin þarna áðan var sérstaklega á-
hrifamikil. Erkibiskupinn varð mjög óttasleginn. Gerðuð þér þetta
viljandi, Monsieur?
— Nei, þetta var slóðaskapur. Ég lét ákveðið efni verða of þurrt.
En ég þreyti yður með þessum vaðli í mér....
— Nei, svo sannarlega ekki, sagði Angelique með tindrandi augu.
— Ég myndi geta hlustað á yður, svo klukkutímum skipti.
Hann svaraði með brosi, sem virtist mjög hæðnislegt, vegna örsins
yfir vinstri kinninna.
—• Þér hafið alveg stórkostlegan heila! Aldrei hafði mér dottið í
hug, að ég ætti eftir að tala við konu um þessháttar hluti. En mér þyk-
ir í rauninni mjög gaman að tala um þetta við yður. Ég hef á tilfinn-
ingunni, að þér skiljið. Eruð þér ennþá hræddar við mig?
Angelique fann hvernig hún roðnaði, en hún ieit beint í augu hans.
— Nei! Þér eruð ekki líkur öðrum mönnum, en ég hræðist yður ekki
lengur.
Hanri haltraði aftur að stólnum, þar sem hann hafði setið á meðan
hann talaði við erkibiskupinn, rétt aftan við Angelique. Angelique fann
strax nærveru mannsins, sem hún hafði áður verið svo hrædd við.
Maðurinn var ennþá sá sami, en hún hafði breytzt. Hún var að því
kominn að bera fram þessa kvenlegu spurningu: Elskar þú mig?
En svo náði stoltið aftur yfirhöndinni, því hún mundi eftir röddinni,
sem sagði: — Þær hafa allar komið til mín af eigin frjálsum vilja,
alveg eins og þér munuð gera einn góðan veðurdag.... Hún flýtti sér
að leiða talið aftur að fyrra umræðuefni.
— Ef þér sjáið enga ástæðu til að halda fast i leyndarmál yðar, hvers
vegna veigrið þér yður Þá við, að taka á móti þessum munki, Bécher?
— Tja — ég gæti kannske komið á móti honum, einnig hvað það
snertir, en ég hef áhyggjur af því, hvernig ég get látið fólk skilja. Það
er tilgangslaust að útskýra það fyrir þeim, að það er hægt að aðskilja
málma en ekki umbreita þeim. Þessir menn hafa ekki nógu þroskað
gáfnafar, til þess að skilja slíkt. Og þessir gervivísindamenn mundu
reka upp hátt óp, ef að ég segði Þeim, að tveir beztu aðstoðarmenn
mínir í þessu máli hefðu verið hörundsdökkur mári og grófgerður verka-
maður.
— Kouassi-Ba og Fritz Hauer í námunni hans pabba?
— Já, ég get með ákveðnum aðferðum unnið silfur úr blýi og gull
úr nokkrum vissum bergtegundum.
— Hvers vegna hafið þér ekki reynt að vekja áhuga kóngsins fyrir
vísindum yðar? Hann myndi áreiðanlega verða yður mjög þakklátur.
—• Kóngurinn er langt í burtu og ég kann ekki við mig sem hirðmað-
ur. Foquett, sem Mazarin kardináli hefur skipaS að útvega silfur, er
fjármálasnillingur, en hann hefun ekki himdsvit ’ því að gera landið
rikt, með því að nota það, sem náttúra þess hefc
—- Foquett! gall Angelique við. — Ég man f'
við eitthvað sem var kallað glersalt. Það var í
Þetta stóð alltsaman ljóslifandi fyrir hem
munkakápu, nakin konan á óumbúnu rúminu,
ið með smaragðsgrænu flöskunni. Og Þó hú’
sögu upp síðan Þá, sagði hún de Peyrac frá hei
bandi við það.
Joffrey de Peyrac hlustaði þegjandi á hana.
— Þetta var þokkalegt samsafn! Þér voru'
þess að hirða þessa öskju, Madame. Geymið
Upp á að bjóða.
honum í sambandi
'iishöllinni!
lnn í sinni grófu
ié prins og skrín-
ekki rifjað þessa
I smáatriði í sam-
hann kuldalega.
gt, nógu frek til
ennþá?
Henni datt allt í einu í hug, að ekki væri rétt að segja hvar skrínið
væri niðurkomið.
—• Nei, ég kastaði þvi í tjörnina í garðinum.
— Og haldið þér, að nokkur hafi grunað yður, í sambandi við þetta?
— Ég veit það ekki. Ég hugsa ekki. En ég nefndi þetta eitur við de
Condé prins.
— Það var fífldjarft!
— Ég neyddist til að gera það, til þess að útvega föður mínum skatt-
fríðindi vegna múldýranna.
Þegar hún hafði lokið við að segja frá ævintýrunum I sambandi við
de Condé prins, kinkaði maður hennar, hægt kolli nokkrum sinnum.
—• Mér kemur mjög á óvart, að þér skuluð sitja hér lifandi, sagði
hann. — Þessa menn hefði ekki munað mikið um, að ryðja lítilli stúlku
úr vegi, hefði þeim þótt taka því.
Meðan hann talaði reis hann á fætur, og Angelique horfði á hann
ganga að dyrafortjaldinu og draga það hratt til hliðar. Þegar hann kom
til baka vr hnn ergilegur á svipinn.
—• Ég er aldrei nógu fljótur, til þess að standa þá að verki, sagði hann.
—• Stóð einhver á hleri?
—• Það er ég viss um. Það er ekki í fyrsta sinn, sem ég hef haft á
tilfinningunni, að einhver væri að njósna um okkur.
Hann settist aftur á stólinn við hliðina á henni. Allt í einU endur-
ómaði borgin af þúsundum klukkna, sem hringdu til aftansöngs. Ange-
lique gerði krossmark fyrir sér. Það leið nokkur stund, áður en Ange-
lique og eiginmaður hennar gátu talað saman á ný. Þau sátu Þögul, og
Angelique fann samstillinguna vaxa. 1 raun og veru er ég hamingjusöm,
að hafa hann nálægt mér, hugsaði hún hissa. Ef hann kyssti mig núna
— ætli mér þætti það þá óþægilegt? Hún fann augnaráð eiginmanns
síns á hálsi sér.
—• Nei, ástin mín, ég er enginn galdrakarl, muldraði hann. — Nátt-
úran hefur kannske gefið mér vissar gáfur, en framar öllu öðru hef
ég reynt að læra eins mikið og mögulegt er. Skilurðu mig? spurði
hann með þessari mjúku lágu rödd, sem henni þótti orðið svo vænt um.
— Mig þyrsti eftir því að læra allt, sem var erfitt, ég vildi þrengja mér
inn í vísindin, tungumálin, og hjörtu kvennanna. Ef til vill ímyndar
maður sér að Það sé eitthvað á bak við augu konunnar' og uppgötvar
þar heilan nýjan heim. Kannske þykist maður sjá þar heilan nýjan heim,
en finnur svo ekkert nema tómarúm... .Hvað er bak við grænu aug-
un yðar, sem minnir mig á dögguð engi og ólgandi haf?
Hún heyrði hann rísa á fætur og fann síðan mjúka hárlokka hans
á nakinni öxl sinni. Það fór titringur um hana, þegar hann snerti hana
með vörunum. Hún naut með lokuðum augum heitra og ástriðufullra
kossa hans og fann að timi ósigursins nálgaðist ört. Að hún myndi
láta undan réttmætum kröfum eiginmanns síns.
19. KAFLI.
Nokkrum dögum seinna var Angelique á leið heim frá morgunút-
reiðatúr eftir bökkum Garonne.1 Henni fannst gaman að þvi, að eyða
nokkrum klukkustundum á hestbaki strax eftir sólarupprás, á meðan
looftið var ennþá svalt. Joffrey de Peyrac fylgdist sjaldan með henni.
öfugt við flesta aðra aðalsmenn hafði hann engann áhuga á útreið-
um og veiðum. Það hefði verið hægt að láta sér detta í hug, að hann
veigraði sér við það vegna líkamslýta sinna, hefði hann ekki verið
næstum eins frægur fyrir skylmingahæfileika sína og sönginn. Hann
æfði sig á hverjum degi í vopnaherbergi hallarinnar, en Angelique hafði
aldrei séð hann berjast. Það var ennþá margt, sem hún vissi ekki um
hann, og við og við minntist hún með þunglyndi orða erkibiskupsins,
sem hann hafði hvislað að henni á brúðkaupsdaginn: „En okkar á
milli sagt, Madame, þér hafið sannarlega valið yður einkennilegan
maka.“
Greifinn hafði aftur lagt sér til hið kurteislega og afskiptalausa við-
mót, sem hann hafði notað i samskiptum við hana fyrstu daga hjóna-
bandsins. Hún sá hann aðeins endrum og eins, og aldrei nema í návist
gesta þeirra. Og hún velti því fyrir sér, hvort hin ástríðuheita Carmen-
cita væri ekki ástæðan fyrir því, að hann sinnti henni ekki meir.
Carmencita de Mérecourt, lét óspart á sér bera og fór bæði í taug-
arnar á Angelique og kom henni á óvart. Þótt Angelique væri orðin
nokkuð veraldarvön og glæsileg hið ytra, var hún ennþá eins og ósnort-
ið blóm á engi hið innra, blátt áfram og næm. Hún fann sig ekki nógu
sterka til að berjast við Carmencitu og stundum hugsaði hún, þótt af-
brýðissemin væri sár, að þessi heita og fallega spænska kona væri
heppilegra kvonfang handa de Peyrac greifal en hún sjálf.
Aðeins að því er laut að vísindum, var hún viss um, að hún var sú
kona, sem kom á undan öllum öðrum í augum de Peyrac greifa.
Þegar hún kom nú aftur ríðandi upp að höllinni í fylgd svertingjanna
sinna, aðalsmanna og nokkrum af þeim ungu vinkonum, sem henni
gazt að, sá hún aftur vagn erkibiskupsins fyrir utan hallarhliðið. Ut
úr honum steig hávaxinn maður f munkakápu, og í fylgd með honum
var ungur, glæsilegur maður.
— Þetta litur svo sannarlega út fyrir að vera Monsieur de Germontas,
bróðursonur hans hágöfgi, sagði d’Andijos markgreifi. Hjálpi okkur
nú! Hann er mesta fíflj sem ég þekki. Leyfið mér að koma með eina
tillögu, Madame. Við skulum fara í gegnum garðinn, til Þess að við
þurfum ekki að rekast á hann.
Hópurinn beygði út af veginum til vinstri og reið upp að hesthús-
unum. Þar var farið af baki, en síðan að appelsínurunnanum, sem var
mjög skemmtilegur dvalarstaður.
Þau voru varla setzt við borð með ávöxtum og annarri hressingu, þeg-
ar smásveinn kom þjótandi og tilkynnti, að greifinn væri að spyrja
eftir konu sinni. I stóra anddyrinu fann Angelique eiginmann sinn i
samræðum við aðalsmanninn og munkinn, sem hún hafði séð rétt áður.
— Þetta er faðir Bécher, sagði Joffrey. — Má ég einnig kynna Mon-
sieur de Germantas, bróðurson hans hágöfgi.
Munkurinn var hávaxinn og grannur. Það var lítið bil milli augn-
anna, sem næstum voru hulin af loðnum augnabrúnum. Langur háls
hélt höfðinu upp úr kuflinum. Hinn var alger andstæða hans. Monsieur
de Germontas var rjóður á hörund og hafði, þrátt fyrir lágan aldur,
aðeins tuttugu og fimm ár, virðulegan embonpoint. Hann sópaði gólfið
fyrir framan Angelique með strútsfjöðrinni á stóra filthattinum sínum
og kyssti kurteislega á hönd hennar. Þegar hann leit upp aftur, ieit
22 — VIKAN 32. tbl.