Vikan


Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 23

Vikan - 06.08.1964, Blaðsíða 23
hann á hana með svo djörfu augnaráði, að hana langaði mesti til þess að gefa honum utanundir. —• Nú, Þegar eiginkona mín er komin, væri kannske rétt að við færum til rannsóknarstofunnar, sagði de Peyrac greifi. Munkurinn kipptist við og leit undrandi á Angelique. — Á ég að skilja það svo, að Madame eigi að vera viðstödd tilraunina, sem þér hafið boðið oss að sjá? Sem vísindamaður veit greifinn, að nærvera konu er algjörlega á móti erfðavenjum innani efnafræðinnar, og enginn árangur næst, ef maður.... — I minum vísindum nær maður alltaf árangri. — Þetta hljómar svei mér vel, sagði Monsieur de Germontas glað- lega. — Ég neita því ekki, að ég hef meiri áhuga á fögrum konum en á flöskum og gömlum glerskálum. Föðurbróðir minn, hinsvegar krafðist þess að ég fylgdist með Bécher, til þess að setja mlg inn í mitt nýja embætti. Hann ætlar að kaupa mér þrjú brauð. Meðan þetta samtal fór fram nálguðust þau bókaherbergið, sem greif- inn ætlaði fyrst að sýna gestum sínum. Faðir Bécher spurði í þaula, en Joffrey de Peyrac svaraði af mestu þolinmæði. Angelique fylgdi á eftir þeim og með henni var Monsieur Germontas, sem notaði hvert tækifæri til Þess að snerta hana og horfa ögrandi á hana. —■ Ég skil ekki, hvernig heimsókn á rannsóknarstofu mannsins mins, getur staðið í sambandi við embætti yðar sem sálnahirðir. — Það gerði ég ekki heldur i upphafi, en föðurbróðir minn fræddi Framhaldssagan eftir Serge og flnne Golon 8. hluti Einkaréttur á Islandi: VIKAN mig um það. Það er svo að sjá, að kirkjan hafi minni auðæfi og völd, en hún ætti í rauninni að hafa. Og föðurbróðir minn hefur áhuga á að stofna til félagsskapar við áhrifamesta manninn á staðnum. Hann hefur veitt því athygli, hvernig eiginmaður yðar safnar að sér óhemju, auð- æfum, án þess að staðurinn eða kirkjan fái nokkum' þátt í þeim. —• E'n Monsieur, við gefum stórar fjárfúlgur til góðgerðastarfsemi. — Það dugar ekki til. Hann vill heldur hafa bandamann. — Hans háæruverðugheit álitur semsagt, að það eigi að deila öllum auðæfum á þessum stað með kirkjunni. — Kirkjan verður að vera æðsta vald staðarins. —• Með lians háæruverðugheit sem æðsta mann! Vitið þér, að þér eruð alls ekki svo slæmur predikari. Það undrar mig ekki lengur, að þér ætlið að gegna hinu heilaga kalli. Berið föðurbróður yðar kveðju mína, og segið, að ég dóist að þessari ákvörðun hans. •—- Ég skal ekki gleyma því. Angelique braut saman blævænginn. Hún undraðist ekki lengur, hve mikið traust erkibiskupinn bar til bróðursonar síns. Þótt Þeir væru svona ólíkir, höfðu þeir báðir sömu metorðagirndina. Þegar þau komu inn i bókasafnið, var maður þar fyrir, sem hneigði sig fyrir komu- mönrium. —- Hvað eruð þér að gera hér Tonnel? spurði greifinn undrandi. — Hingað fær enginn að koma án míns leyfis, og ég minnist Þess ekki, að hafa látið yður hafa lykilinn. — Ég vona að yðar náð hafi mig afsakaðan, en ég gerðist svo frek- ur að taka til hérna inni sjálfur, þar sem ég þorði ekki að sleppa þjón- ustufólkinu inn milli þessara bóka. Hann þreif í skyndi rykkústinn og stigann, hneigði sig og hvarf. — Mér er að verða það Ijóst, að ég á eftir að sjá ýmislegt undarlegt hér, andvarpaði munkurinn. — Kona í rannsóknarstofunni, Þjónn í bókasafninu sem með óhreinum höndum getur skemmt bækur vísind- anna. Jæja, þá skulum við sjá hvað þér hafið hér, Hann þekkti þegar hin sigildu verk efnafræðinnar, og fann meðal annars, sér til mikiliar ánægju, bók eftir sjálfan sig „Umj málmbreyt- ingu“ eftir Conan Bécher. Að þessu loknu vísaði greifinn gestum sínum til álmunnar, þad sem hann hafði komið rannsóknarstofu sinni fyrir. Gestirnir sáu reyk stíga upp úr reykháf, sem minnti á gogginn á risa- stórum ránfugli. Þegar þau komu nær, hallaðist reykháfurinn með ískri í áttina til þeirra og sýndi á sér svart, gapandi ginið, sem hajnn spýtti sótugum reyk út um. Munkurinn steig skelfdur eitt skref afturábak. —- Þetta er aðeins vindstefnureykháfur, sem eykur súginn í bræðslu- ofninum, útskýrði greifinn. — Hjá mér er mjög lélegur trekkur jafnvel á hvössum degi. — Það er önnur saga hjá mér, því að ég nota mér þrýstilækkunina, sem eykst með vindinum. — Og vindurinn hagar sér eins og þér viljið? — Nákvæmlega eins og hann gerir, þegar vindmyllur eru annars vegar. —■ í myllunni, greifi, snýr vindurinn myllusteininum. — Hér snúast að vísu ekki bræðsluofnarnir, en loftið sýgst inn. —• Þér getið ekki sogið ioftið, vegna þess að það er ekki áþreifanlegt. —■ Þér munuð sjálfur sjá, að ég hef prýðisgóðan; trekk. Munkurinn gerði þrisvar sinnum krossmark fyrir sér áður en hann steig inn fyrir á eftir Angelique og geifanum. Lengst inni í stóra her- berginu glóðu tveir ofnar, sá þriðji stóð ónotaður. Framan við ofnana voru undarleg tæki úr járni og leir, ásamt leirkerum og koparrörum. —• Þetta eru físibelgirnir minir, ég nota þá þegar ég þarf mjög heit- an eld, eins og til dæmis þegar ég þarf að bræða kopar, gull eða silfur, útskýrði Joffrey de Peyrac. — Hér eru birgðir mínar af ýmsum efnum, sem ég þarf. Á hillunni hér á eystri veggnum sjáið þið pípur og geyma úr gleri, járni og postulíni, og enn lengra burtu krukkur með ýmsum uppleysanlegum efnum. Og I litla herberginu þarna Xengst inni hef ég málm, sem inniheldur ósýnilegt gull og nokrar steintegundir, sem gefa af sér silfur, þegar þær bráðna. Og hér hef ég sýnishorn af cerargyrite eða hornsilfur fá Mexíco. — Yðar náð er að reyna að gera gys að fáfræði minni, með því að halda því fram, að þetta efni sé silfur. —• Ég skal sýna yður, sagði greifinn. Hann tók stórt trékol úr haug við hliðina á ofnunum, kveikti á tólg- arkerti, tálgaði litla holu í viðarkolið, setti hluta af „hornsilfrinu", þar i og lítið eitt af bóraxi. Síðan tók hann beygða koparpípu, sem hann hélt að kertinu, til að geta blásið loganum að holunni í viðarkolinu. Efnin tvö bráðnuðu, ólguðu og breyttu um lit, síðan mynduðust málm- gljáandi smákúlur, sem greifinn gerði eina stóra úr, með því að blása fastar. — Hér hafið þið bráðið silfrið, sem ég hef unnið úr þessu undarlega efni, sagði hann. — Getið þér gert gull með jafn einfaldri málmbreytingu ? —■ Ég geri enga málmbreytingu. Ég leysi bara góðmálmu úr efnum, sem þeir leynast fyrir í, þótt leikmönnum sé það ekki ljóst. Munkurinn var ekki sannfærður. Hann nálgaðist varlega rauðgló- andi ofninn, þar sem nokkrir rauðglóandi klumpar stóðu á ristum. — Þetta er mjög falleg rannsóknarstofa, sagði hann. — En ég sé ekkert, sem svo mikið sem minnir á „vizkusteininn". —• Hann hef ég i höfðinu! — Þér hæðizt að mér! —• Hvað er eiginlega þessi „vizkusteinn"? spurði Angelique. Framhald á bls. 48. — Þetta er mjög falleg rannsóknarstofa, sagði hann. — En ég sá ekkert, sem svo mikið sem minnir á „vizkusteininn". VIKAN 32. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.