Vikan - 06.08.1964, Qupperneq 45
Meðan Greta vann á Dramat-
en, undirbjó Stiller sýningu á
myndinni í Berlin. Viðurkenning
Berlínar var sú sama og alls
heimsins. Stiller kom því svo
fyrir, að hann og Garbo yrðu á
frumsýningunni. Hann útvegaði
peninga frá þýzka félaginu, sem
keypt hafði sýningarréttinn, og
Greta fékk 5000 krónur til að
kaupa ný föt og pelsa. Það var
töluverð upphæð, að minnsta
kosti hærri en laun hennar fyrir
myndina höfðu verið.
Það var mikil peningavelta og
umbrot í Berlín á þessum árum,
allir lifðu áhættusömu og spenn-
andi lífi og mikið var lagt í kvik-
myndir. Það var því mikið í húfi
og mikill ávinningur ef myndin
vekti hrifningu. Stiller ætlaði
ekki að láta þetta ganga sér úr
greipum. Þegar hann settist í
heiðursstúkuna, var mörgum
sjónaukum og myndavélum beint
að þessu fræga pari. Greta ýtti
óttaslegin stólnum sínum aftar,
en Stiller ýtti honum með stór-
um hnefanum aftur fram.
Myndin vakti stórkostlega
hrifningu. Gretu Garbo var fagn-
að ákaflega og blöðin kölluðu
hana norrænu prinsessuna og
sögðu að hún væri dásamleg og
hrífandi. Þjóðverjarnir höfðu
borgað 100.000 mörk fyrir mynd-
ina, eða álíka og hún hafði kostað
í Svíþjóð. En bara í Berlín var
hún sýnd fyrir 750.000 mörk, og
þýzku gagnrýnendurnir töldu
hana frábært listaverk.
Hinn framagjarni Mauritz Still-
er hafði reiknað rétt, og hann
ætlaði að nota tækifærið. Banda-
rískar kvikmyndir voru þá á sig-
urleið í Evrópu, og þess vegna
varð að vera vel á verði um
evrópsku kvikmyndaframleiðsl-
una. í Berlín vildu þeir fá Stiller.
Og Garbo, bætti Stiller við,
þegar samningurinn var undirrit-
aður. Stiller átti að fá 150.000
mörk fyrir að gera þýzk-sænska
mynd, og Garbo fékk fimm ára
samning, sem tryggði henni 500
marka mánaðarlaun. Þá var hún
nýlega orðin nítján ára.
Hvað hafði Stiller hugsað sér
að kvikmynda? Hann var orðinn
þreyttur á Lagerlöv og miklum
skáldverkum og kom nú með
ævintýralega framhaldssögu, sem
hann hafði lesið í Stokkhólms-
Tidningen. Hún hét „Odalisken
frá Smolna““ og það að vera
haremsstúlka frá Smolna, var
ekkert skammarlegt. Smolna var
nafn á frægum klausturskóla fyr-
ir aðalsstúlkur í St. Petersburg,
og sagan segir frá ungri, rússn-
eskri stúlku, (hlutverkið ætlað
Garbo) og hvernig hún flúði ti!
Konstantinopel. En á leiðinni yfir
Svartahafið er hún svæfð með
kloroformi af tyrkneskum sjó-
ræningjum og síðan seld í
kvennabúr.
Var Stiller orðinn vitskertur?
Ætlaði hann að eyðileggja þá
Garbo, sem hann með svo mikilli
fyrirhöfn hafði mótað?
Framhald í næsta blaði.
Hann kvartaði aldrei
FRAMHALD AF BLS. 27.
honum. Bros hans var milt og aug-
un lýstu alvöruþunga og óstríðu,
sem var honum meðfædd. Verk hans
og boðskapur þeirra endurspegla
þessa sköpunaróstríðu. Einar naut
þess betur að hlusta en tala, hann
var mjög góður hlustandi og opinn
fyrir ný|um hugmyndum.
— Og tók vel eftir nóttúrunni,
hef ég heyrt?
— Hónn undraðist og dóðist að
dýrð nóttúrunnar, það er rétt. Marg-
ir kannast við setninguna, sem hann
sagði eitt sinn inni í Þjórsórdal.
Hún endurspeglar vel þó lotningu,
sem hann bar fyrir nóttúrunni. Hann
gisti ó Asólfsstöðum í kvistherbergi
með litlum glugga móti suðri og
austri. Þegar hann vaknaði, þó
flóði sólskinið yfir þetta fallega
landslag, Heklu, Búrfell og skóg-
lendið í Þjórsórdalnum. Þó sagði
Einar þessa fleygu setningu: „Og
hvílíkur íburður út um einn lítinn
glugga".
— Mig minnir að Einar hafi sagt,
að hann væri þeim mönnum afar
þakklótur, sem tóku að sér að ann-
ast stjórnmól.
— Jó, stjórnmól voru gersamlega
utan við öll svið óhugamóla hans.
Hann sagði alltaf, að hann hefði
ekki tíma til að kynna sér stjórn-
mól.
— Og líklega hefur hann heldur
ekki langað mikið til þess.
— Nei, hann hefði margt viljað
gera á undan.
— Ég hef einhvernveginn fengið
þá hugmynd um Einar, að hann
hafi lítið blandað geði við fólk.
— Einar þekkti marga hér og
það komu afskaplega margir til
okkar, bæði bændur viðsvegar af
landinu svo og listamenn héðan úr
bænum. Einar var alltaf mjög alúð-
legur, en ég held það sé rétt, að
hann hafi ekki átt neinn sálufélaga
í hópi kunningja sinna.
— Ekki fremur en íslendingar
almennt. Bjugguð þið hér í þessu
húsi?
— Nei, ekki framan af. Þá höfð-
um við íbúð uppi í safninu. Ég er
nú að reyna að vinna að því að
koma þar upp sérstöku safni, meðal
annars bókum Einars og ýmsum
munum, sem tengdir eru minningu
hans. En því miður var húsið illa
byggt þegar í upphafi og viðhald
þess hefur vægast sagt ekki verið
gott.
— Þurfið þér kannske að sjá um
viðhald hússins?
— Það mundi ég ekki telja eftir
mér, ef það bæri árangur. En af
einhverjum ástæðum, þá hef ég ekki
mætt fullkomnum skilningi. Þetta
veldur mér sársauka. Ég fórna mín-
um tíma og kröftum til að varð-
veita þetta hús, þessa umgjörð um
verk Einars. Ég geri það vegna
þess að ég ann því, bæði minn-
ingu hans og verkum hans og vii
að þau varðveitist með þjóðinni
um ókominn aldur.
— Mér skilst að safnið heyri und-
ir menntamálaráðherra. Hafið þér
talað við hann um þetta?
— Við skulum ekki ræða það
hér, við hverja ég hef talað. Aðeins
vildi ég óska þess að einhver stefnu-
breyting yrði.
— Hvernig kunnið þér við útilegu-
manninn þarna vestur við kirkju-
garð?
— Hann stendur á fallegum grá-
steini, en samt of lágt. Mér er Ijóst,
að staður fyrir þessa mynd er vand-
fundinn. Einar hefði helzt viljað
hafa hana þar sem aðeins var auðn
og óbyggð. Sjálfri hefði mér fund-
izt, að hún hefði farið vel á Þing-
völlum. Það er mjög óvíða hægt
að koma listaverkum fyrir í Reykja-
vík. Flest er ófrágengið. Skúlptúr
verður eins og illa gerður hlutur
innan um umrót og moldarhauga.
Einar leit svo til, að langur tími
mundi líða unz höggmyndir gætu
farið vel í Reykjavík.
— Hvort finnst yður eftir öll þessi
ár, að þér eigið fremur heima á ís-
landi eða í Danmörku?
— Þessi lönd eru bæði heim-
kynni mín og ég ann þeim báðum
jafnt. Eftir að Einar dó, hef ég farið
utan til Danmerkur á hverju ári.
Þar hef ég minningarnar um hin
yngri ár okkar. Gamla elliheimilið
í Prinsessegade 7 stendur til dæmis
VIKAN 32. tbl. —