Vikan


Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 14

Vikan - 27.08.1964, Blaðsíða 14
<5 Það var farið með Gretu Garbo sem stjörnu frá fyrsta degl að hún kom til Hollywood, en samt vildi kvikmyndafélagið breyta henni. Hún varð aö grennast, breyta um hárgreiðslu og fá nýjar tennur. Hér er hún með hinni ríku og sérvitru Else von Korzian. Allt var gert til að vekja athygli kvikmyndagesta. Greta var mynd- uð við að klappa fílum og hér á myndinni er hún með hinu fræga merki Metro Goldwyn Meyers, ljóninu. Hún sýnist ekki vera allt of hrifin af þeim félagsskap. 4. HLUTI ÆVIHTÝRID Mauritz Stilleg, herra og húsbóndi Gretu Garbo, fékk oft óhugnanlega fyrirboða um óhamingju. Þegar hann kom til Hollywood var hann viss um, að þar hefði hann gert mestu mistök ævi sinnar. Kvikmynda- jöfurinn Louis Meyer mundi sjólfsagt steypa bæði honum og Gretu í glötun. Þótt hann, Maur- itz, væri þekktur fyrir listrænar myndir, yrði hann sjólfsagt neyddur til að stjórna ómerki- legu rusli hér í Hollywood. Og Greta — feimna og leyndardóms- fulla Greta hans — henni mundu þeir breyta í sama mót og tugir annarra stúlkna. Victor Sjöström reyndi að hugga vin sinn og minnti hann á brögð hans, þegar þeir voru ungir. Þó var Stiller vanur að taka í bæði frakkahornin þegar syrti í ólinn, kippa ( og bera höfuðið hótt. Svo sagði hann: — Verið eins og Moje Stiller, þó verðið þið nýir og betri menn. Stiller brosti dauflega og þrýsti hönd vinar síns. Saman höfðu þeir breytt kvikmyndunum í list og orðið þekktir og virtir alls staðar í heiminum. Nú hafði Sjö- ström verið ( Hollywood í tvö ór og honum hafði gengið vel. En hann horfði dálítið undrandi á Gretu Garbo, þessa feimnu og þögulu stúlku með hrokkna hár- ið. Hann þekkti hana ekki, því að hann hafði verið farinn frá Svíþjóð, þegar Stiller gerði Kvikmyndajöfurinn voldugi, Louis B. Meyer, hótaSi Gretu Garbo brottrekstri úr landinu ef hún hlýddi honum ekki í öllu. En Meyer varð að láta í minni pokann fyrir stúlkunni frá Söd- er í Stokkhólmi. Áður en varði var hún orðin drotning kvik- myndaheimsins. Fögur, leynd- ardómsfull, þrungin jafnt kyn- töfrum sem kulda, töfraði hún allan heiminn! Þannig var vald hennar yflr Hollywood myndina „Gösta Berlings saga". Greta hafði ekki jafnmiklar áhyggjur af sjálfri sér og hún hafði af fjölskyldu sinni. Þegar hún hafði kvatt móður sína og fárveika systur í Stokkhólmi, hafði hún lofað að senda peninga strax og hún væri komin á áfangastað. En engir peningar sáust og taka þurfti á þolinmæðinni. Victor Sjöström, hinn tryggi og umhyggju- sami vinur, fékk því til leiðar komið, að Stiller fékk hús að láni ( Santa Monica, skammt frá Hollywood. Greta lelgði sér tvö ódýr herbergi í nágrenninu. Hún hélt upp á tuttugu ára afmælisdag sinn með Moje Stiller. Victor Sjöström segir frá þv(, að þegar hann kom að heimsækja vini sína hafi Stiller setið á veröndinni fyrir framan húsið og bent niður á ströndina þar sem Greta gekk um ( alltof stórum sundbol. — Hún kemst áfram. Trúðu mér. Hvers vegna var hún ( svona Ijótum sundbol, og því var hún alltaf svo ósmekklega klædd? spurði Sjöström sjálfan sig. Ef til vill var það af hollustu við Stiller, því að hún vissi hve hræddur hann var um, að einhver mundi stela þessari ungu stjörnu hans frá honum. Leikstjórinn mikli elskaði fegurðina í sjálfri sér, og hér hafði hann fundið unga konu með næstum ójarðneskan svip á fullkomlega fögru andliti. Til þess að vekja áhuga Luis B. Meyers á Gretu, lét Stiller taka nokkrar reynslumyndir af henni. Þær fengu góðar móttökur, og Meyer sá sér til ánægju, að sænska stúlkan hafði fylgt ráði hans og grennt sig. Enn grennri gæti hún sjálfsagt orðið, og svo yrði hún að fá nýja hárgreiðslu og nýjar tennur. Stiller setti Gretu strangar matarreglur, og hún fékk allar máltíðir í húsi Stillers út við ströndina. Þar grét hún yfir linsoðnu egginu og svörtu kaffinu. Hún fékk líka reiðtíma. Á hverju kvöldi var henni svo ekið beint til Miramar klukkan níu, og þar fór hún strax að hátta. Greta var örvilnuð yfir þessum harða aga, sem fór illa með æsku hennar og taugar. Hún kvaldist af heimþrá. En það var skynsamlegt af Stiller að fylgja ráðum Meyers. Greta fékk aðalhlutverkið í nokkuð stórri mynd, sem hét „Iðan". Hún var ráðin hjá Metro og fyrstu launin sín sendi hún heim til móður sinnar og systur, en það voru 400 dollara vikulaun. En svo kom áfallið. Stiller fékk ekki að stjórna stjörnunni sinni ( fyrstu mynd hennar í Ameríku. Það hlotnaðist öðrum, sem ekki var eins fær. Með góðum vilja mátti taka þetta sem kurteisi við leik- stjórann fræga, og ætla að verið væri að spara hann til mikilvæg- 14 — VIKAN 35. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.