Vikan - 27.08.1964, Side 15
ari verka. En Stiller
gerði það sama og
hann hafði gert í Ber-
lín, hann æfði Gretu
með leynd. Þegar hún
kom til upptökunnar
að morgni, hafði
Stiller unnið með henni
alla nóttina.
í þessari fyrstu
amerísku kvikmynd
sinni, leikur Greta
syngjandi, spánska
bóndastúlku, sem verð-
ur ástfangin af synin-
um á stórum herra-
garði. Hún eignast
hann ekki. En hún
fær tækifæri til að
læra söng og verður
heimsfræg óperusöng-
kona, tilbeðin af karl-
mönnum, meira að
segja af siálfum Spán-
arkonungi. Rík og
fræg kemur hún aftur
á óðalssetrið, en móð-
ir piltsins gætir son-
arins eins og dreki.
Hún eyðileggur ham-
ingju þeirra, og ó-
perusöngkonan fer.
Hún heldur áfram á
frægðarbraut sinni,
dáð en óhamingjusöm.
Allir Norðurlanda-
búar f Hollywood, en
þeir voru fjölmargir,
urðu vonsviknir af
þessari mynd. Þessi
hræðilegi söguþráður álitu þeir að mundi eyðileggja Garbo. Stiller fékk æðiskast og hót-
aði að sprengja Metro í loft upp. Greta grét bara og vildi fara aftur heim til Stokkhólms.
Öllum til undrunar varð myndin mjög vinsæl. Gagnrýnendur lofsungu Garbo, og fólk tal-
aði um sérkennilega fegurð hennnar. Talað var um bogadregnar augabrúnir hennar, stoltan
höfuðburð og að hún væri hrífandi í ástarsenunum, sorg hennar og geðshræring væri
sönn á tjaldinu. Hið fræga ameríska blað, Varity, skrifar með bandarískri hreinskilni: Louis
Meyer, sem nú hefur tekið við þessari stjörnu, getur óskað sjálfum sér til hamingju.
Meyer reyndi allt sem hann gat. Hann vildi binda Gretu með margra ára samningi, en
hún sýndi allt í einu engan áhuga. Kvikmyndakonungurinn sendi þá boð eftir henni inn í
hið allra heilagasta, skrifstofu sína, þar sem gólfið var þakið hvítum teppum og allir vegg-
ir gerðir úr spegli, en þar speglaði hann sig til að sjá hvort hann hefði stækkað síðan síð-
asti stjórnarfundur var haldinn. Hann tók af sér gullspangargleraugun og leit föðurlegum
augum á Gretu og framkoma hans var í alla staði óaðfinnanleg — annars var hann vanur
að leggja samninginn þannig, að stjörnunni var nauðugur sá kostur að setjast í fang hans,
ef hún vildi undirrita samninginn. En Greta hristi bara höfuðið við öllum skjölunum og taut-
aði: — Ég held ég verði bara að fara heim.
Meyer var ekki svo skyni skroppinn, að hann sæi ekki brátt hvað var að. Það var Stiller.
Væri Stiller látinn stjórna næstu mynd Garbo, mundi hún eflaust fáanleg til að vera kyrr.
„Tælidrósin" var engin fyrirmyndar kona. Hún lifði og elskaði i S.-Ameríku, hún var
falleg og vond. En þá hittir hún mann, sem kemur hjarta hennar til að slá hraðar. Hann
yfirgefur hana, og hún heldur áfram einmanalegu og villtu líferni slnu — efnisþráðurinn
er ekki ósvipaður fyrstu kvikmynd hennar í Ameríku, og eins og hún, vakti hún mikla
hrifningu. Með henni átti að fylgja sigrinum eftir, en Stiller brann af vinnugleði og lét ekki
ómerkilegt efni myndarinnar hræða sig. Hann ætlaði að sýna Ameríkumönnum hvers hann
væri megnugur og var nú feginn því, að hætta að pukrast við að æfa Gretu.
En Stiller hafði alveg sérstakar vinnuaðferðir. Hann fylgdi ekki handritinu, því að hann
sá fyrir sér, hvernig setja átti myndirnar saman. En þegar upptaka dagsins var sýnd for-
stjórunum og Louis B. Meyer, gátu þeir ekki fundið neitt samhengi í myndinni. Á vinnu-
stað fór líka allt ( háa loft. Stiller var enn sá sami og hann hafði verið í Svíþjóð, stundum
eins og öskrandi Ijón, en aðra stundina blíður og vingjarnlegur. Allt fólkið, sem þaut fram
og aftur í upptökusalnum, þreytti hann, en í Hollywood ríkti þá ofskipulagning. Það eina,
sem ég þarfnast er myndatökumaður, leikararnir mínir og nokkrir verkamenn, öskraði
Stiller og kom sér þannig í ónáð hjá starfsfólkinu, sem hann hefði átta að geta náð á sitt
-O- Grcta Garbo, 20 ára gömul, og John Gilbert, 26 ára, að leika í fyrstu mynd sinni saman.
Gilbert var þá frægur og dáður leikari, en Greta Garbo vakti bæði aðdáun hans og virðingu.
Greta Garbo og Mauritz Stiller áttu margar glaðar stundir mcð vinum sínum, þeim Karin Mo
lander og Lars Hanson, í Amcríku.
Clarencc Brown kennir Gretu að
tala f hljóðnema við töku myndar-
innar „Anna Christie". Það var
fyrsta hljómmyndin, sem Greta
lék f, og djúp og hreimfögur rödd
hennar vakti mikla hrifningu. -O
band. Þar sem hann talaði
enga ensku og gaf sér ekki tíma
til að nota túlk, varð oft úr mik-
ill misskilningur. Þegar hann
vildi fá lófaklapp, skipaði hann
„Explode!" og allir voru að
springa af hlátri. Risinn frá Sví-
þjóð var dvergunum í Hollywood
mikið aðhlátursefni.
Svo barst símskeyti. Eldri
systir Gretu var dáin úr berkl-
um. Stiller hætti myndatökunni
og sendi starfsfólkið heim. For-
stjórar Metro gátu ekki sætt sig
við að farið væri svo ógætilega
með peninga fyrirtækisins ein-
göngu af tilfinningaástæðum.
Stiller var ómögulegur maður.
Honum var bolað frá og við
tók annar leikstjóri. Á frumsýn-
ingu skammaði Stiller einn af
fremstu mönnum Metro og sagði
að þeir hefðu eyðilagt Garbo
hans og sett hana í lélega um-
gjörð. En Ameríkumenn voru
ekki á sama máli. Eitt áhrifa-
mesta dagblað heimsins, New
York Times, kallaði kvikmynd-
ina listaverk og titlaði Garbo
prinsessu Hollywood. Áhorfend-
ur stóðu í margföldum biðröðum.
I Garbo þóttust þeir sjá sann-
leikann. Greta sýndi ekki bara
sjálfa sig eins og hinar stjörn-
urnar, hún sýndi sjálfa ástina.
Það var eins og að sjá álft á
gruggugu vat i, skrifaði einhver.
Nú ætlaði Louis B. Meyer að
tefla henni fram á aðalvíglín-
Framhald á bls. 37.
VIKAN 35. tbl. — Jg