Vikan - 27.08.1964, Qupperneq 33
drepið kjölturakkann sinn í votta
viðurvist — hann á tæplega völ
fleiri kosta þann daginn. Ég vissi
af insæi mínu, að konan hafði
hrokkið í baklás og var læst eins
og klósettdyrnar. Þessvegna kom
mér það ekkert á óvart, þegar
ég heyrði hana ganga fram
skömmu síðar og loka útidyrun-
um á eftir sér. Hælarnir pjökk-
uðu hátt á gangstéttinni. Það
hlægði mig pínulítið, að það lét
ívið hærra í öðrum þeirra.
Að því búnu féll ég í öngvit í
blóði mínu á klósettinu. Ég
vakna við það, að maðurinn er að
þvo mér um hausinn undir bað-
krananum. Ég hef ekki séð mitt
eigið blóð fyrr. Það rennur upp
fyrir mér sannleikur, sem mér
hefur verið dulinn hingað til: að
hundsblóð og mannsblóð — það
er næstum sama blóðið. Hús-
bóndinn þuklar mig allan, og ég
læt aðra framlöppina hanga, þó
ég viti reyndar að ég er ekki fót-
brotinn. Hann rífur handklæðið
í lengjur og vefur þeim um löpp-
ina, og ég kveinka mér mátulega.
Hann hefur mjúkar hendur; og
þó hreyfingar hans séu ómark-
vísar, þá tekst honum þetta
býsna vel. Hann er þögull. Hann
er alveg þögull. Ég skynja, að
við erum aftur sáttir; og mér líð-
ur vel, þó ég hafi misst dálítið
blóð. Hann klappar mér á belg-
inn, kallar mig vininn sinn góða
og eina, og er fínn náungi í van-
sælu sinni. Það dettur dropi oná
trýnið á mér. Ég kasta mér öllum
til og næ að sleikja á honum
kinnina — í annað sinn á þess-
um viðburðaríka degi. Tungu-
broddurinn skrikar niður í annað
munnvikið á honum. Mér geðjast
betur að málningarbragðinu en
mig varði.
Hann ber mig varlega inn í
stofuna, hagræðir mér á gæru-
skinninu og lætur vel að mér.
Það dettur annar dropi oná trýn-
ið á mér. Ég sleiki hann upp í
mig, og hann er saltur og góður.
Ég loka augunum undir hendi
húsbóndans. Litlu síðar heyri ég,
að hann er farinn að bardúsa í
geymslunni. ★
EINS OG VENJULEGT
SVEITABALL
Framhald af bls. 5.
Lögregluþjónarnir, sem þarna
voru, hafa ábyggilega aukið hróð-
ur stéttar sinnar meðal unga
fólksins. Þeir gengu um tveir og
tveir og skiptu sér ekki af, þótt
menn syngju bæði hátt og fyrir
utan laglínuna. Þeir hafa sjálf-
sagt verið í Lögreglukórnum og
öllu vanir í þeim efnum. En
kæmu upp deilur og þras, lögðu
þeir ætíð gott til málanna og
spöruðu mörgum glóðaraugu og
kjálkabrot með lipurð sinni. Und-
ir lokin voru þeir orðnir allsherj-
arpabbar þarna í Þórsmörk, og
unglingarnir víluðu ekki fyrir
sér að leita til þeirra með vand-
ræði sín.
Það var gaman að horfa yfir
flötina, um það bil er dansinum
lauk. Kringum pallinn, þar sem
Sóló sextett lék, var allstór hóp-
ur dansandi manna og kvenna.
Þar fyrir utan sótu þeir, sem
þreyttir voru, og eins þeir sem
höfðu tekið ástfóstri við flösk-
una. Síðan tók við hið svokall-
aða ástalífsbelti, þar sem hægt
var að sitja með einhverri af ís-
landsdætrum og ræða um sam-
vinnu á breiðum grundvelli.
Já, í landslagi sem þessu, er
bókstaflega ekki hægt að komast
hjá að hugsa um hitt kynið, og
jafnvel þeir, sem einir voru og
yfirgefnir, gengu raulandi með
flöskur sínar um Mörkina:
Ég á skógargötu geng
greini óm af hvíslum.
Leggur Amor ör á streng
undir birkihríslum.
Hljómsveitin lék til kl. 3. Þá
var komið rökkur í skóginum og
maður sá pörin úr dansinum
læðast eitt og eitt í burtu til að
fá sér frískt loft undir svefn-
inn. Ég hef aldrei vitað neitt
myrkur jafn titrandi af spennu
og lifandi og myrkrið í Þórsmörk.
Þar blandast saman söngur og
mannamál, hrotur og hvíslingar,
enginn sést en allt heyrist. Þær
líða líka einum og fljótt, næturn-
ar þarna upp frá, og eru líklega
alltof stuttar. A.m.k. neyddust
margir til að framlengja þær
fram á hádegi á sunnudag.
Þá sá maður hinar reisulegu
og áferðarfallegu drottningar
kvöldsins, skríða úfnar og bældar
úr einhverju tjaldinu á leið í
vatnsbólið, til að koma lagi á út-
lit sitt og veiðarfæri. Hinar, sem
birtust glaðvakandi og vel til
hafðar, þegar klukkan tíu á
sunnudagsmorgni, svo að segja
ferskar úr pokanum, voru litnar
með virðingu, þegar þær gengju
til fjalla, eða að einhverju hinna
nýreistu náðhúsa Merkurinnar.
Timbraðir strákar litu öfúnd-
araugum á þá fjöldamörgu, sem
höfðu heilsu til að setjast á ein-
hvern sólskinsblettinn og taka
lagið. En aðrir höfðu útbúið sig
þannig í ferðina, að þeir þurftu
ekki að verða timbraðir, eins og
t.d. sjómennirnir tveir, sem voru
nokkuð við aldur og skál og
sungu miður skærum rómi:
Nætursvallið næstum tók
níu fulla koníaksfleyga.
Eru nú flestir aldir á kók,
en afréttir þeir sem betur
mega.
Vatn er nauðsynlegt lífi á jörð-
inni, og þess vegna er beygluð
járnpípa í Þórsmörk líka nauð-
synleg lífi þar, því úr henni kem-
ur vatn. Þangað leituðu þeir, sem
hugðu til þvotta og matargerðar.
Það var líf í tuskunum kringum
rörið, og gamansamar upphróp-
anir heyrðust oft. Ein algeng upp-
hrópun var þó svo ný í þéssum
Heildsolubirgdir ! O. JOHNSON & KAABER hf
Loksins
komid!
OMEGfl
úrin
heimsfrægu
ávallt
í fjölbreyttu
úrvali
Kornelíus Jónsson
ÚRA- OG SKARTGRIPAVERZLUN
Skólavörðustíg 8 — Sími 18588
VIKAN 35. tbl. — gg