Vikan - 27.08.1964, Side 36
bólgunnar, komumst við að þeirri
hryggilegu staðreynd, að allir
gosdrykkir, sem nothæfir eru í
bland, voru þrotnir. Svo við lögð-
um leið okkar vestur í Húsadal
á ný, þangað sem kynlegasti
verzlunarstaður sunnan 64. gráðu
norðlægrar breiddar hafði að-
setur sitt, því þar var enginn
drykkur seldur nema til blönd-
unar. Þar gat maður rétt af-
greiðslufólkinu ókrumpaðan 25
krónu seðil í því augnamiði að
kaupa gosflösku á 15 krónur, og
fengið flöskuna og krumpaðan
25 krónu seðil til baka.
Sunnudagskvöldið var með öllu
minni tilbrigðum en laugardags-
kvöldið, enda voru drykkjarföng
þá af skomum skammti og setið
um hvern deigan dropa. Mann-
skapurinn söng mikið og trallaði,
og Úlfar Jacobsen var þá orðinn
svo rámur, er hann stjórnaði
fjöldasöng, að jötunninn við
Lómagnúp hefur líklegast ekki
verið kominn í mútur saman-
borið við Úlfar. Úlfar var samt
ekkert feiminn við að kyrja roll-
una um McDonald gamla, þenn-
an sem átti búgarðinn, og þótt
Katla hefði byrjað að gjósa á
meðan hefði enginn tekið eftir
henni.
Það er ekki að spyrja að ást-
inni í Þórsmörk, frekar en ann-
arsstaðar, þar sem unga fólkið
er. Þegar líða tók á dansinn, röltu
þau yngstu grútsyf juð og útkeyrð
heim í tjald, en eldri strákarnir
voru staðráðnir í því að þrauka,
þar til öll tækifæri um lifandi
hitunartæki í tjöldin væru lið- f
in. Þess vegna þurftu stúlkur
ekki að biðja um heimfylgd, held-
ur að ákveða hver hlyti hnossið.
Svo voru aðrar, sem gengu tvær
og tvær og sögðust þekkja ís-
lenzka riddaramennsku of vel, en
strákarnir bentu þeim hlýlega á
að vera ekki með neina „stæla“!
Það væri synd að segja, að þetta
væri ekki heilbrigt, og það verða
ekki fá bros í framtíðinni (það
er ekki verkakvennafélagið
Framtíðin, sem átt er við), sem
fylgja setningunni: Manstu í
Þórsmörk ‘64?
Ég veit ekki, hvort ljósmynd-
arinn hefur syndgað í Þórsmörk,
en hann hlaut reiði guðs og þar
með snert af lungnabólgu,
þegar hann var að ganga kring-
um ímyndaðan einiberjarunn
snemma á mánudagsmorgni.
Ég vaknaði aftur á móti laus
við skaðlegar bólgur, að bak-
vöðvabólgu undanskilinni, um
hádegi á mánudag. Það var
rigning og dimmt yfir, og fólk
gerði allt í senn, að klæða sig,
éta, taka inn höfuðverkjatöflur,
snyrta sig, og fella tjöld. Margt
var týnt, og margt var í ólagi,
þennan rigningardag. Tveir svall-
bræður stóðu skjálfandi og hjart-
veikir hjá lögregluþjóni og
spurðu hann, hvernig að þeir
gætu fundið tjaldið sitt. Þeir
voru nefnilega búnir að gleyma