Vikan


Vikan - 27.08.1964, Page 39

Vikan - 27.08.1964, Page 39
kostlegur, að allt féll í Ijúfa löð. Garbo fékk nýjan samning, sem tryggði henni 260.000 dollara á ári. Hún hélt áfram samleik sínum við John Gilbert og lék næst í mynd eftir sögunni „Anna Karenina" eftir Tolstoj. Stiller fékk heldur ekki að stjórna þeirri mynd, en hann gerði tvær myndir fyrir keppinauta Metro. Þær misheppnuðust báðar. Hann var þreyttur og vonsvikinn og fór upp úr þessu heim. — Við sjáumst aftur! hrópuðu Greta og Victor Sjö- ström á stöðinni í Los Angeles. Eftir heimkomuna leitaði Stiller heldur ekki læknis. Hann gekk í nudd, sem aðeins gerði illt verra. Hann var með vatn í lungunum. Þegar veikin var komin á hátt stig, var hann lagður inn á Rauða Kross sjúkrahúsið. Þar var hann skorinn upp mörgum sinnum og þrettán rif- bein voru fjarlægð. En fleiri upp- skurði treystu læknarnir sér ekki til að framkvæma. Hann var enn á sjúkrahúsinu, þegar Victor Sjöström kom til Stokk- hólms. Hann grét, þegar Victor Sjöström kom inn til hans, en herti sig upp þegar hann vissi um heim- sóknina og hafði fengið leyfi lækn- anna til að taka á móti gestinum með þeirri reisn, sem hann var van- ur. Hurðin opnaðist og inn kom hjúkrunarkona með flösku af kampavíni. Daginn eftir dó hann. Hann varð aðeins 45 ára gamall. Við gröf hans talaði gyðinga- prestur og sagði: — Ég þekkti hann ekki ... en ég þekkti þann flokk manna, sem hann fyllti. Eldsálirnar, sem fuðra upp við að gera drauma sína að veruleika. Garbo var einmitt að leika í ást- arsenu þegar hún fékk símskeytið um dauða Moje. Hún gekk út úr salnum, hallaði sér upp að vegg og þrýsti höndunum að augunum. Nærstaddir héldu að líða mundi yflr hana. Svo gekk hún aftur inn og hélt áfram að leika. FÖLK FER NESTAÐ I HEIMSÖKNIR Framhald af bls. 27. fyrir iðnaðar- og verkamenn til dæmis að svíkja undan skatti. Það er helzt að þeir sem starfa eitt- hvað sjálfstætt og ganga með skrif- stofuna uppá vasann, reyni eitthvað sllkt. En það er tekið mjög strangt á því, ef upp kemst. — Hvernig ertu sett, ef veikindi eða langvarandi heilsuleysi ber að höndum í fjölskyldunni og fyrir- vinnan bregzt? Ertu þá á vonarvöl, eða þarftu ekki að hafa áhyggjur af fjárhagslegu hruni, sem af því gæti leitt? — Ef maðurinn minn veikist, þá er hann kauplaus ( þrjá daga, en síðan fær hann 25 krónur á dag frá sjúkrasamlaginu og 5 krónur frá vinnuveitanda (250 krónur (s- lenzkar). Þessar tekjur eru skatt- frjálsar. Maður lifir á 30 krónum Karlmannafötin frá okkur Stærsta og glæsilegasta úrvalið Nýjustu efnin Nýjustu sniðin VIKAN 35. tbl. 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.