Vikan - 10.09.1964, Page 13
Smásaga efftir
PETER DE VRIES
Peter de Vries er fæddur í Chicago árið 1910,
en sneri sér að blaðamennsku árið 1931,
að foknu háskóiaprófi. Hann tók að skrifa
smásögur nokkrum árum síðar, og birtist
fyrsta saga hans, Eine Kleine Nact, árið
1935. Hann varð þó ekki frægur fyrir þá sögu,
heldur þá, sem hér birtist, og kom fyrst út
í The Story Magazine sama ár, 1935. Þessi
saga heitir á frummálinU American Primi-
tive. De Vries hefur einnig skrifað átta stór-
ar skáldsögur, og eru þessar kunnastar af
þeim: The Tunnel of Love, Comfort Me With
Apples, og The Tents of Wickedness. Gert
hefur verið leikhúsverk eftir The Tunnel of
Love, og var það sýnt við mjög góða aðsókn
á Broadway.
Svo þac5 er of seint, þótt einhver annar sjói þær núna. KomiS nú,
sagði hún og opnaði búðardyrnar. — Það er nógur tími.
Hann horfði á stúlkuna og hugsaði. Hvers vegna hafði Ganse-
voort ekki minnzt á þetta í gærkvöldi? Svo mundi hann eftir þv[,
hve mikinn áhuga Gansvoort hafði á því að uppgötva nýja
snillinga, og hve hann var var um sig, ef hann hélt að ein-
hver myndi vilja taka fram fyrir hendurnar á honum á því sviði.
— Það er hérna, sagði stúlkan, og leiddi hann að hringborði [
miðri búðinni, þar sem, ásamt krukkum með súrsuðu grænmeti,
stóðu nokkur málverk.
Þetta voru litlar myndir, eins og allar hinar, og allar af hús-
dýrum. Bannister gat ekki varizt því að brosa að einni þeirra.
Það var sótrauður hestur, standandi við jötu, í gulum geisla frá
olíulukt. Hesturinn var tvíátta á svipinn, eins og hann hefði óvænt
verið vakinn af værum blundi. Bannister virti myndirnar fyrir sér
um stund. Þær voru tvimælalaust betri en þær, sem hann hafði
séð heima í dagstofunni. Tveir dollarar, stóð á verðmiðanum
— dollar fyrir rammann, gat hann sér til. — Ég ætla að fá þessa,
sagði hann kæruleysislega, og benti á þann sótrauða. Kaup-
maðurinn, sem stóð við peningakassann og stangaði úr tönnum
sér með eldspýtu, reyndi ekki að leyna undrun sinni.
— Þetta er Charles Pratt Bannister, listagagnrýnandi frá New
York, útskýrði stúlkan, en Bannister lagði höndina á öxl hennar.
— Nei, sagði hann. — Ekki þetta. Mér þykir bara gaman að þess-
ari mynd. Þér skuluð ekki leggja mikið upp úr því. Svo borgaði
hann myndina, og, af einhverri ástæðu, sem hann gat aldrei út-
skýrt, keypti hann ennfremur krukku af súrsuðu grænmeti.
Kaupmaðurinn spurði, hvort hann ætti að „pakka myndinni
inn, eða hvað?" en stúlkan tók myndina af honum og setti hana
aftur á borðið, um leið og hún minnti Bannister á, að hann
hefði ætlað að verzla fleira, og sagði að svo gæti hann skroppið
með henni heim og hitt föður hennar. — Settu bara miða á mynd-
ina og skrifaðu á hann „seld".
Faðir hennar sat úti á svölunum og sneri andlitinu að sólinni.
Hann var vandræðalegur á svipinn. Hann var í gömlum, gráum
gallabuxum og himinblárri vinnuskyrtu, opinni í hálsmálið.
— Þetta er Charles Pratt Bannister, sagði stúlkan. — Hann
var einmitt að kaupa eina af myndunum þínum.
Bigelow hallaði sér áfram og rétti fram höndina. — Það var
gaman að heyra, sagði hann. — Og mér er sönn ánægja að kynn-
ast yður, Mr. Bannister. Ég hef hlakkað til þess. Stúlkan kom
með stól handa Bannister. — Nú skal ég lofa ykkur að vera í
friði, sagði hún og hvarf.
— Ég hef hlakkað til að hitta yður, síðan Susan sagði mér fyrst
frá yður, að þér væruð gagnrýnandi og allt það, þótt ég hafi
náttúrlega ekkert vit á þessum hlutum. Bigelow hallaði stólnum
sínum aftur og setti upp svip þess manns, sem verið er að hafa
blaðaviðtal við, og Bannister flaug í hug, að kannski væri hann
fastari [ gildrunni en hann hafði búizt við. — Ég veit ekkert um
þessa hluti, endurtok Bigelow, — ég mála bara eftir augunum.
Þegar Bannister sagði ekkert, hélt hann áfram. - Eins og við
segjum að fólk spili eftir eyranu. Þannig mála ég .Það hefur eng-
inn kennt mér neitt. Eg mála af því ég hef ánægju af því, eins
°g Grandma Moses, og ég mála það sem ég sé hérna inni. Hann
bankaði á kollinn á sér með einum fingri. — Aiveg eins og hún.
Ég hef alltaf malað bara af því að ég hef gaman af því, og ef
einhver annar hefur gaman af því líka, sérstaklega einhver, sem
vit hefur á, þá hef ég ennþá meira gaman af þv[. Ég mála
beint. Sko, ég set upp trönurnar mínar og tek . . .
Bannister hafði einhverra hluta vegna búizt við, að hann hefði
sterkari rödd og hærri, ef tii viil vegna þess, að útlit og klæða-
burður Bigelows gaf til kynna að hann væri af sérstakri gerð
amerískra bænda, þótt Bigelow væri ekki tannlaus, eins og gerð-
ist um þá manngerð. Bannister bjóst við, að Bigelow myndi þá
°9 þegar spyta um tönn út yfir limgerðið. En hann gerði það ekki.
Ég skal sýna yður meira eftir mig, sagði hann og skálm-
aði í áttina að lítilli hlöðu. Það voru staflar af málverkum, stand-
andi upp við veggina og í kös á borði á miðju gólfi. — Ég var
Framihald á bls. 43.
V_______*____________:____________________y
VIKAN 37. tbl. —