Vikan


Vikan - 10.09.1964, Page 14

Vikan - 10.09.1964, Page 14
Margir óskuðu þess, að kynnast leyndardómnum um Garbo. Drottn- ing kvikmyndanna átti marga aðdáendur, dularfullt aðdráttarafl henn- ar hafði sterk áhrif jafnt á konur sem karlmenn. Fjarlægð hennar og dapurlegur einmanaleiki vaktí samúð margra. En bar ekki slíkri konu, sem hafði svona mikil áhrif, að ganga fram og segja frá sjálfri sér og öllum sínum leyndarmálum? En það vildi Garbo ekki og það gat hún ekki. Hún fylltist skelf- ingu við frægð sína og skrifaði til vinkonu sinnar í Stokkhólmi, að „hún ætti að vera þakklát fyrir stöðu sína, sem milljónir manna mundu þakka Guði fyrir að hafa.“ Hún dró sig til baka frá heiminum með leyndarmál sitt. Sonur Nobelsverðlaunaskáldsins Thomasar Mann hefur brugðið upp lítilli og einkennilegri mynd af henni, frá þessum tíma. Fjölskylda hans bjó í Californíu og sonurinn, Klaus, þekkti sama þýzka og skandinavíska fólkið, sem Garbo var vön að heimsækja öðru hverju, en þá gerði hún aldrei boð á undan sér. Kvöld eitt birtist hún skyndilega, segir Klaus Mann. Hún gekk inn um ilmandi myrkur garðsins, og hún var klædd fráhnepptri regnkápu og sandölum. Andlitið undir þykku hárinu var einkennilega fallegt. Enni hennar var eins og á sorgbitinni marmaragyðju og augun voru full af gullnu myrkri. Augnahárin voru löng og beygðust upp á við, og bláir skuggar augnalokanna skinu í myrkrinu, og varirnar voru fölar — varir þessa þóttafulla, stóra munns 1 þrjózkulegu og dulu andliti. Röddin var dimm, og varkárt brosið, sem öðru hverju leið yfir and- litið, snart fólk djúpt. Það lýsti upp undarlega fegurð, en strax og það hafði náð stoltum boga varanna og náttmyrkri augnanna, sat það fast — eins og límt á — alltof lengi. Svo dó það hægt út. Hún sagðist vera mjög þreytt, ensamt langaði hana til að dansa. Hún dansaði tango við ungu dótturina í fjölskyldunni — með ákveðnum skrefum, beinu baki og fölt andlitið með hálflokuðum augum var langt frá dansfélaganum. Stórar og formlegar hendurnar héldu ungu stúlk- unni föstu taki. Sterklegir úlnliðir hennar, langir fætur og breiðar herðar minntu á grískan unglingspilt. Eftir dansinn þakkaði hún gestgjöfunum hátíðlega fyrir sig. Svo hvarf hún út í myrkrið. Þetta segir Klaus Mann. Hann minntist þarna varlega á það, sem gerði Garbo svo leyndardómsfulla, sem gerði hana svona fjarræna og óuppnáanlega. Hún er eitthvað meira en bara kona, hún er eitthvað fjarlægt og óskýranlegt. Garbo vissi sjálf, að hún átti að halda vörð um eitthvað verðmætt, einhvern neista. Henni fannst nærgöngular spurningar fólksins óþægilegar. Hún vildi ekki gera einkalíf sitt að almenningseign, og hún þjáðist vegna þeirrar athygli, sem hún vakti alls staðar sem hún kom. Hún hafði flúið af einu hóteli á annað með farangur sinn, og svo sat hún inni í herberginu sínu og þorði ekki út. Svo ákvað hún að leigja sér hús, og við litla og friðsæla götu í Beverly Hills fann hún hús, sem hentaði henni — á 1027 Chevy Chase Drive. Það er sænsku hjónunum, sem unnu hjá Garbo, að þakka, að nokkuð er vitað um hana frá þessum árum í Hollywood. Ameríku- maðurinn John Bainbridge segir í ævisögu Garbo frá upplýsing- um þeirra. Garbo kvaldist af heimþrá, sem hún reyndi þó að leyna. Hún hafði ofan af fyrir sér með því að spila plötur Sophie Tucker og lesa þýzkar og sænskar bækur, en eftirlætis lesning hennar virt- ust þó kvikmyndablöðin vera. Þau voru keypt í blaðsöluturni í ná- grenninu, og ef ekkert stóð um Garbo í þeim, var þeim skilað aftur. Þegar hlaðinn af lesnum blöðum var orðinn hæfilega stór, sendi hún þau heim til mömmu sinnar á Söder í Stokkhólmi. Frú Gustafsson endurgalt sendingarnar með því að senda úrklipp- ur úr sænskum og enskum blöðum til hinnar frægu dóttur sinnar. Hvers vegna? Garbo hlaut þó að fá nóg af frægðinni? Vildi hún lesa um sjálfa sig, til þess að ráða lausnina á sinni eigin lífsgátu, þessari gátu, sem hún kannski gerði sér varla ljóst, að væri til? Sænsku hjónin litu á framkomu hennar sem vott um nízku. — Hvernig sem við fórum að, gátum við ekki gert henni til hæfis. En hún kvartaði mestmegnis af ásettu ráði. Það var fastur liður í hvert sinn og peningar til heimilisins voru látnir af hendi. Einnig þegar útgjöld til fatnaðar voru greidd. Annars var kostnaður við föt og fegurðarlyf lítil. Garbo vildi helzt ganga í klæðskerasaum- uðum tweeddrögtum, og við þær bar hún karlmannaskyrtur og bindi. Skórnir voru helzt lághælaðir, sterklegir sportskór. Á snyrti- borði hennar var púðurdós. Það var allt og sumt. Þeim dögum, sem hún var ekki að leika, eyddi hún á undarlegan hátt. Strax klukkan fjögur á morgnana var hún komin að hesthús- inu niðri í þorpinu, og svo reið hún um fallega almenningsgarð- — VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.