Vikan - 10.09.1964, Page 29
það ekki merkilegt — þér þekktuð
hana," sagði hann, reis upp við
dogg og þrýsti hönd mína. „Helena
var stórgáfuð stúlka. Ég var ein-
mitt að lesa eitt af kvæðunum, sem
hún þýddi úr frönsku, þegar hún
var í menntaskóla, innan við tví-
tugt. Gerðu svo vel, lestu það . . ."
Hann fletti tímaritsheftinu, sem
sennilega var gamalt skólablað, og
þegar hann hafði fundið það, sem
hann leitaði að, rétti hann mér
heftið. „Lestu; s|áðu hvílíkir hæfi-
leikar henni voru gefnir, blessaðri
telpunni".
Og ég las:
Þegar vindar haustsins
knýja strengi
vekur tilbreytingarlaus
tónn þeirra
sáran söknuð
í hjarta mér. . .
„Er þetta ekki yndislegt kvæði,
herra Arthur?" spurði hann.
„Archer," leiðrétti ég. „Jú, þetta
er fallegt kvæði."
„Þér skuluð taka heftið með yður.
Eigið það til minningar um Helenu
litlu." Hann lét sem hann heyrði
ekki mótmæli mín, en vafði sam-
an heftinu og stakk því í vasa minn.
Ramman viskýþefinn lagði fyrir vit
mér. „Jæja, nú verðið þér að segja
mér allt um Helenu, blessunina
litlu."
Við settumst báðir á legubekk-
inn og ég fór að segja honum und-
an og ofan af ýmsu f sambandi við
morðið, þar á meðal hótuninni í
símanum og að Helena hefði látið
svo ummælt, að þar væri Bridgeton
komin á slóð sína.
„Hvað getur hún hafa átt við með
þvl?" spurði hann.
„Ég er hingað kominn langa leið
f þeirri von, að þér getið gefið
mér einhver'ia skýringu á því„' svar-
aði ég.
„Til mín? Ég vissi aldrei hugsan-
ir hennar. Hún var alltof gáfuð til
þess að ég gæti fylgzt með þeim."
Ölvíman náði aftur valdi á honum
og hann tók að vorkenna siálfum
sér. „Ég þrælaði og lagði nótt við
dag, svo að hún gæti notið mennt-
unar, sem ég hafði aldrei mátt sjálf-
ur njóta. En hún hafði aldrei smá-
stund aflögu handa mér, gömlum
og þreyttum föður sfnum. Og ekki
bar hún snefil af virðingu fyrir
mér, ekki heldur þegar ég var
hækkaður í varðstjóratign fyrir vel
unnið starf."
„Mér skilzt að þið hafið lent í
orðaskaki áður en hún fór að heim-
an?"
„Hún kallið mig þorpara, ein-
ungis fyrir það, að ég hafði gert
eins og skyldan bauð. Slíkt getur
lögregluþjónn engum þolað, ekki
einu sinni fjölskyldu sinni."
„Segið mér eitt, varðstjóri — hver
var Luce Deloney?"
„Vinur minn. Mektarmaður hér
f borginni á árunum fyrir stríð. Já,
svo að Helena hefur sagt þér af
honum."
„Jú, en þér gætuð sagt mér
meira. Ég heyri að þér hafið stál-
minni."
„Minntist Helena líka eitthvað á
það?"
„Já," svaraði ég, án þess að
finna til samvizkubits.
Það virtist gleðja hann, rétt eins
og dóttir hans hefði þó loks unnað
honum sannmælis, þó að í litlu væri.
„Luce Deloney hófst til auðs og
vegs af eigin ramleik. En hann var
þó ólíkur flestum slíkum að þvf
leyti til, að hann gleymdi aldrei
gömlum kunningjum — ekki heldur
eftir að hann gekk að eiga dótt-
ur Osborne öldungadeildarþing-
manns."
„Mér er sagt að ekkja hans sé
enn á lífi?"
„Ég held nú það; býr f stóru
hvftu byggingunni að Glenview
Avenue í norðurborginni, númer 103
má ég segja." Það leyndi sér ekki,
að hann vildi sýna að þetta með
stálminni hans hefði við nokkur rök
að styðjast.
„Var nokkuð á milli þeirra, Luce
Deloney og Helenu?"
„Nei, hún hafði engan áhuga á
honum. Aftur á móti var hún bál-
skotin í lyftustrák, George hét hann;
jú, ég ætti að vita það, því að hún
taldi mig á að veita honum vinnu.
Ég var einskonar umsjónarmaður
með húseignum Deloney í þann tíð;
við vorum nánir vinir, við Deloney,
það var víst um það. Luce Deloney
var að vísu kvennbósi, en hann var
hyggnari en svo að hann færi und-
ir föt við dætur vina sinna. Hann
var ekki heldur neitt gefinn fyrir
lambakjötið. Kona hans var áreið-
anlega tíu árum eldri en hann. Og
þó hann svo hefði verið það, mundi
hann aldrei hafa þorað til við dótt-
ur mína,- fór nærri um, að þá mundi
ég drepa hann . . ."
„Og gerðir þú það?"
„Þetta er fantalega spurt, herra
minn. Ég mundi slá þig f rot, ef
ekki vildi svo til að mér fellur vel
við þig . . . yður. Luce skaut sig í
ógáti, var að hreinsa riffilinn og var
ekki nógu varkár. Skotið hljóp af,
lenti f auganu . . ."
„Var nokkur viðstaddur slysið?"
„Nei. Hann var einn uppi í svefn-
herberginu í risíbúðinni."
„Bjó nokkur með honum þar?"
„Ekki að staðaldri. Hann hafði
ýmsar konur á sínum snærum, en
nöfn þeirra komu hvergi fram og
verða ekki heldur rifjuð upp nú.
Engin þeirra var nær en í mílu fjar-
lægð, þegar slysið bar að höndum."
„Hvað um frú Deloney?" spurði
ég. „Hvar var hún, þegar slysið
vildi til?"
„Heima í stórhýsinu við Glen-
view Avenue. Þau voru að vissu
leyti skilin. En hún var frábitin lög-
skilnaði."
„Fólk, sem frábitið er lögskilnaði,
þarf ekki endilega að vera frábitið
morði."
Hoffman yppti öxlum kæruleysis-
lega. „Viljið þér kannski gefa í
skyn, að hún hafi verið viðriðin
dauða hans? Nei, það var slys,
ekkert annað en slys, eins og ég
hef þegar sagt."
„Ekki var Helena þeirrar skoðun-
ar. Hún fullyrti að það hefði verið
morð, og kvað vitni að því."
„Hún laug; hún vildi gera mig
illmenni í annarra augum . . . reyndi
allt, sem hún gat til að gera aldrað-
an föður sinn illmenni í annarra
augum."
Hann hafði hækkað röddina og
nú kreppti hann hnefann. Ég var
við öllu búinn, en þess þurfti ekki
við. Hann lyfti hnefanum að and-
liti sér, barði sjálfan sig hvað eftir
annað — í augun, á vanga og munn
og loks undir hökuna, svo hart að
marblettir komu undan og sprakk
fyrir á vörunum, en blóðið seitlaði
niður hökuna.
„Ég barði mfna eigin dóttur,"
kjökraði hann. „Ég hrakti hana að
heiman. Hún kom aldrei aftur."
,Tárin streymdu af drykkjuþrútn-
um hvörmum hans, ofan bláa og
marða vangana og hann hneig út
af á legubekkinn. Ég smeygði svæfli
undir höfuð honum og andartaki
síðar var hann farinn að hrjóta.
Ég gekk að símanum, hringdi til
ekkju Deloneys, sem kvaðst fús að
veita mér viðtai.
Einkennisklædd þerna vísaði mér
inn í dagstofuna, þar sem frú Del-
Framhald á bls. 46.
Ný*framhaldssaga:
Með ástarkveðju
frá Rússlandi
Þetta er nafnið á nýju framhaldssögunni, sem hefst
við lok hinnar æsispennandi sögu, sem nú birtist, Morð
og mömmuleikur. Með ástarkveðju frá Rússlandi er
eftir Ian Fleming, og auðvitað er aðalhetjan engin
önnur en hann James okkar Bond, sem við jiekkjum
nú orðið svo vel úr sögunni dr. No, sem hér var fram-
haldssaga fyrir skemmstu, og lesendur muna áreiðan-
lega vel og lengi, ef dæma skal eftir þeim vinsældum,
sem hún hlaut. Og við getum fullyrt, að Með ástar-
kveðju frá Rússlandi er ekki síður spennandi. Rúss-
neska leyniþjónustan hefur ákveðið að koma Bond
fyrir kattarnef, því hann hefur verið þeim óþægur
ljár í þúfu, en það er ekki hlaupið að því að drepa
hann Bond. — Sagan hefur verið kvikmynduð, og
væntanlega fáum við að sjá hana, ekki löngu eftir að
henni lýkur hér í blaðinu.
--------------------------_f
VIKAN 37. (bL — 29
..t